Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 15
TÍMARIT V.F.I. 1949 21 Hér hefur verið gert ráð fyrir, að dýpkað yrði svo, að skipið geti farið um hafnarsvæðið um stór- straums f jöru og væri því að öllu leyti óháð sjávar- föllum. Ef skipið hins vegar fer að eða frá bryggju, þegar sjór er háffallinn til flóðs eða nær flóði, er að minnsta kosti 0,8 m meira dýpi í höfninni, en um fjöru. Þarf þá ekki að dýpka rásina, ef skipið ristir minna en 18 fet, og svæðin, þar sem skipinu er snú- ið, þarf lítið að dýpka bæði í I og II. Hins vegar verður að' sjálfsögðu að hafa nægilega djúpan legu- poll fyrir skipið við bryggjurnar, svo að það fljóti þar um fjöru. — Við þetta sparast mikill hluti af þeim 1.070.000 kr. í I og 630.000 kr. í II, sem öli dýpkunin nemur, miðað við 18 feta notdýpi, en dýpk- unin við bryggjurnar gæti þó orðið hlutfallslega dýr vegna þess, hve lítið magn yrði grafið upp og þó aðeins það botnlag, sem harðast er. Þá má einnig haga dýpkuninni þannig, að grafa legupollinn við bryggjurnar og dýpka vendisvæði skipsins og rásina svo, að skipið geti flotið við bryggjurnar um fjöruna og komizt leiðar sinnar um hafnarsvæðið, þegar sjór er hálffalinn til flóðs eða nær flóði. Nokkrar líkur benda til þess, að á bryggjustæð- unum muni klapparbotninum halla um 1:7 fram í höfnina, en að sjálfsögðu verður ekkert fullyrt um, að svo sé. En ef svo væri, yrði að lengja bryggj- urnar um rúmlega 2.0 m við hvert dýpkað fet við bryggjuendana. Hef ég reiknað með þessu, þótt mér sé ljóst, að þar fer ég eftir ágizkun. Með þeim forsendum, sem ég hér hef nefnt, um dýpkunarmöguleika og verð á efni og vinnu, hef ég gert eftirfarandi skrá yfir djúpristu og farm skips- ins og áætlun um dýpkun og kostnað. Má af þessu yfirliti sjá hlutfallið milli kostnaðar og farms bæði með tilhögun I og tilhögun II. (Sjá töflu I). Af þeim samanburði, sem hér hefur verið gerður á tilhögun I og tilh. II, virðist mér augljóst, að þeg- ar velja skal milli þessara tveggja afgreiðslustaða fyrir skipið, muni tilhögun I að flestu leyti henta betur en tilhögun II. Ef skjólgarðurinn er gerður á Kotflúð, sem lík- lega er nauðsynlegt, er kostnaðurinn líkur á báðum stöðum, en innri staðurinn, tilhögun I, er að öðru leyti haganlegri. Þaðan er talsvert skemmra að þeim mannvirkjum, sem reist hafa verið í sambandi við síldarverksmiðjuna, og dýpkun hafnarinnar inn að fyrirhuguðum bryggjum Hærings kæmi þar að meiri notum fyrir skip, sem afgreidd eru við bryggjur síldarverksmiðjunnar. Auk þess er þar betra skjól og miklar líkur til þess, að unnt verði að hafa legu- poll skipsins nær landi, en samkvæmt tilhögun II. Ég mun því í eftirfarandi áætlunum miða kostnað- inn á Raufarhöfn við tilhögun I. Þótt ég hér hafi gert áætlun um allt að 3 feta djúpa rás um hafnarsvæðið og enn dýpri legupoll fyrir skipið, vil ég vekja athygli á því, að ekki er víst að unnt sé að framkvæma þessa dýpkun með grafvél. I þessari fyrirhuguðu rás hafa botnrann- sóknir verið gerðar í 7 stöðum og í 4 þeirra hefur ekki verið borað eins djúpt í botninn og hér er gert ráð fyrir að grafa. Ég tel þó miklar líkur til þess, að takast megi að grafa 3 feta djúpa rás um hafn- arsvæðið. Hins vegar er mjög vafasamt, að unnt verði að dýpka legupoll fyrir skipið eins nærri landi og hér hefur verið gert ráð fyrir, þar sem hann verð- ur að vera mun dýpri en rásin. Ef skipið t. d. flýt- ur aðeins inn á legupollinn þegar sjávarhæðin er 0,8 eða meiri, verður hann að minnsta kosti að vera 0,8 m dýpri en vendisvæði skipsins og rásin um hafnar- svæðið. Til þess að geta hagað dýpkuninni eins og bezt hentar, verður að 'gera ítarlegar rannsóknir á því svæði, sem fyrirhugað er að dýpka, og þótt botn- rannsókn með borun verði ekki treyst að fullu, þar sem talsvert laust grjót er í jarðlögunum, mætti þó með því að bora um allt dýpkunarsvæðið, með stuttu millibili, fá fullkomnari upplýsingar um dýpk- unarmöguleika en nú liggja fyrir. Ég tel því nauð- synlegt, að slík rannsókn verði gerð, áður en ákvörð- un er tekin um dýpkun í Raufarhöfn, enda yrði of dýrt að gera þær botnrannsóknir með grafvél. I Raufarhöfn er góð aðstaða fyrir síldveiðiskipin og afgreiðslu þeirra við Hæring. 2. Aðstaða við land. Eins og kunnugt er, hefur á undanförnum árum verið starfrækt á Raufarhöfn síldarverksmiðja með um 5000 mála afköstum á sólarhring. I sambandi við verksmiðjuna hafa meðal annars verið reist þessi mannvirki: Síldarþrær, 36000—40000 mál. Lýsisgeymar (3), samtals 6000 tonn. Mjölhús, 50000—60000 pokar. Jarðolíugeymir, 1400—1500 tonn. Hráolíugeymir, 1100 tonn. Á bryggjum verksm. eru þessi löndunartæki: 2 skóflulöndunartæki, 2 kranar, 1 hremmiskófla. Mér virðist nægilegt landrými og góð aðstaða til þess að stækka þró og mjölhús eins og bezt hentar fyrir verksmiðju og skip, t. d. mætti á ódýran og einfaldan hátt hækka þróarveggina með timburþili. Byggingarefni er gott á Raufarhöfn. Tunna af steypusandi kostar um 1,25 og af möl um 6,00 kr. 3. Vatnsveita. í Raufarhöfn hefur verið lögð vatnsveita fyrir verksmiðjuna. Stofnæðin er 6” víð, og fjarlægð frá

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.