Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 19
TÍMARIT V.F.I. 1949 25 :0 45 aj >fO >o >> T3 Ö. Kostnaður við bryggjugerð og uppfyllingu við land áætla ég að nemi um 300.000 kr. I Seyðisfirði er góð aðstaða fyrir síldveiðibáta og afgreiðslu þeirra við skipið. 2. Aðstaða við land. Við bæði bryggjustæðin er landrými tiltölulega lít- ið, en með því að gera síldarþrærnar framan við þær uppfyllingar, sem fyrir eru, og hafa lýsisgeymana og mjölgeymslu að einhverju leyti fyrir ofan götuna mun á báðum stöðum fást allgott svæði fyrir öll nauð- synleg mannvirki í sambandi við afgreiðslu skipsins. Á innri staðnum er óbyggt svæði fyrir framan götuna um 2600 m2. Ef síldarþróin yrði gerð að mestu leyti fyrir framan þetta svæði og lýsisgeymar fyrir ofan það, virðist vera allgott landrými á þess- um stað. Á ytri staðnum hefir Síldarbræðslan h.f. reist sildarverksmiðju. Mestu afköst hennar eru allt að 1000 mál í sólarhring. I sambandi við síldarverk- smiðjuna eru: Síldarþró fyrir 4500 mál Mjölhús — 5000 poka Lýsisgeymir — 500 tonn Olíugeymir — 200 — Á skipabryggjunni við verksmiðjuna er hremmi- skófla, sem tekur 150 mál á klst., og mælitæki og flutningsband að þró og yfir hana. Til viðbótar þeim mannvirkjum, sem fyrir eru, mun aðeins fást um 2000 fermetra byggingasvæði fyrir neðan götuna. Fyrir ofan hana er að vísu mikill bratti, en einnig þar má þó setja hús og geyma. I Seyðisfjarðarkaupstað munu ekki vera aðrir geymar fyrir olíu og lýsi, en reistir hafa verið í sam- bandi við síldarverksmiðjuna og áður eru nefndir, en skammt frá þeim afgreiðslustöðvum fyrir skipið, sem hér hefir verið bent á, munu fást til leigu 3—4 geymsluhús undir mjöl. Gólfflötur húsana er 900— 1200 fermetrar. Við tvö þeirra eru hafskipabryggjur, en önnur bryggjan mun þó varla nothæf fyrir þunga- flutning. Steypuefni er tiltölulega dýrt á Seyðisfirði. Tunna af möl kostar um 5,60 kr., en tunna af sandi um 5,00 krónur. 3. Vatnsveita. I Seyðisfjarðarkaupstað er engin vatnsveita, er fullnægt gæti vatnsþörf Hærings, og gott vatnsból er hvergi nærri. Brúará fellur til sjávar skammt frá þeim stöðum, sem hér hefur verið bent á sem af- greiðslustöðvar fyrir skipið, en áin þornar að mestu leyti í sumarþurrkum. Bæjarfélagið hefur ákveðið að leggja vatnsveitu á næstu árum. Yrði sú vatnsveita vafalaust lögð

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.