Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 22
28 TÍMARIT V.F.I. 1949 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 1. 2. 3. 4. 5. VOPNAF Bryggjugerð er tiltölulega auðveld, og á ytri staðnum er gott landrými. Við báðar bryggjurnar er nægilegt dýpi til þess, að skipið fljóti þar um fjöru með fullan farm. Skipið getur fengið vatn eftir þörfum, þegar lögð hefur verið vatnsveita úr Skjalteinsstaðaá. Við innra bryggjustæðið er gott legusvæði fyrir síldveiðiskip og góð aðstaða við afgreiðslu þeirra. SEYÐISFJ Mikið aðdýpi og greið leið fyrir skipið að og frá bryggju. Auðvelt að gera bryggjur. Við ytra bryggjustæðið er nokkur húsakostur og önnur mannvirki Síldarbræðslunnar h.f., sem nota mætti við starfrækslu skipsins. Skipið getur fengið vatn eftir þörfum, þegar vatnsveitan hefur verið lögð úr Dagmálalæk. Skipið liggur í góðu skjóli, og frá skipshlið eru aðeins 20—35 m að uppfyllingu. Gott legusvæði fyrir síldveiðiskip og góð aðstaða við afgreiðslu þeirra. ÖRÐUR: 1. Skerjótt er og þröngt um skipið fyrir framan bryggjurnar. Vafasamt er, að skipið komist um sundin upp að ytri bryggjunni. 2. Skipið mun varla komast að bryggju nema með því að hafa dráttarbáta til hjálpar. 3. Við innra bryggjustæðið er lítið landrými. 4. Um fjöru er um 100 m frá miðju skipi að upp- fyllingu. 5. Við bryggjustæðin eru engin vannvirki á landi, sem nota mætti við starfrækslu skipsins. 6. Legusvæði fyrir síldveiðiskip er lítið við ytra bryggjustæðið, og við hvorugt bryggjustæðið er góður haldbotn. ÖRÐUR: 1. Við bæði bryggjustæðin er lítið landrými. 2. Við innra bryggjustæðið eru engin mannvirki á landi, sem nota mætti við starfrækslu skipsins. VESTDALSEYRI : Mikið aðdýpi og greið leið fyrir skipið að og frá 1. Við bryggjustæðin eru því nær engin mannvirki bryggju. á landi, er nota mætti við starfrækslu skipsins. Auðvelt að gera bryggjur. Ágætt landrými. Skipið getur fengið vatn eftir þörfum, þegar lögð hefir verið vatnsveita úr Vestdalsá. Gott legusvæði fyrir síldveiðiskip og góð aðstaða við afgreiðslu þeirra. Þegar velja skal afgreiðslustöð fyrir Hæring, verð- ur að sjálfsögðu að líta á mörg önnur sjónarmið en þau, sem hér hafa verið nefnd. Þar sem mikið er í húfi, ef út af ber, verður að leggja megináherzlu á öryggi skipsins við bryggju og á ferðum þess um hafnarsvæði og innsiglingarleið. Verður þá jafnvel að gera sér grein fyrir því tjóni, sem orðið gæti, ef skipið af vangá viki af leið á hafnarsvæðinu, eða t. d. slitnaði frá bryggju í hvassviðri. Af því, sem hér hefur verið bent á, er augljóst, að Seyðisfjörður uppfyllir bezt skilyrði um öryggi fyrir Hæring, hvort heldur valin er afgreiðslustöð í kaup- staðnum eða á Vestdalseyri. Fjörðurinn er djúpur og hreinn og mikið svigrúm til þess að stýra skip- inu að og frá bryggju. Á Húsavík er að ýmsu leyti góð aðstaða við af- greiðslu Hærings, en eins og áður er sagt, er höfnin grunn og tiltölulega þröng fyrir svo stórt skip. Auk þess mun geta komið þar nokkur kvika, ef sjór er mikill í Skjálfandaflóa, og myndi þá reyna all-mikið á festar skipsins. Á Raufarhöfn er ágætt skjól á hafnarsvæðinu, en höfnin er þröng og leiðin í höfn og úr höfn er ófær fyrir Hæring, nema í góðu veðri. Á Vopnafirði virðist þó aðstaðan fyrir skipið vera hættulegust. Þar er grjótbotn, þröngt og skerjótt, og myndi vera áhætta að færa skipið að eða frá bryggju, nema þegar hæg- viðri er og stilltur sjór. Steindórsprent h.f.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.