Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Síða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Síða 3
Tím. V.F.I. 1949. 4. liefti. Hafnargerðir á Islandi. Erindi flutt á liáskólahátíðinni 1. vetrardag 1949. Eftir Finnboga R. Þorvaldsson Þegar land vort byggðist, komu landnámsmenn- irnir sjóleiðis um langan veg og lögðu skipum sínum þar að landi, sem þeim virtist beztur lendingarstaður. Firðir, víkur og vogar — íslenzkar hafnir, tóku móti þeim og þá, eins og nú, varðaði miklu, að landtakan væri góð. Þetta voru fyrstu kynni þeirra af Islandi, og upp frá því hafa landsmenn átt nána sambúð við brimið við strendur landsins og hafið kring um ísland. Þeir.hafa leitað til fanga út á fiskimiðin og jafnan verið feng- sælir í þeim förum, en lendingin hefur oft orðið þeim erfið. Fiskiveiðar hafa frá upphafi verið sterkur þátt- ur í atvinnulífi þjóðarinnar og eru nú meginþáttur í afkomu hennar, en íslenzkar hafnir og hafnarvirki eiga þar mikinn hlut. — Það er ekki einungis til hagræðis, heldur oft lífs-nauðsyn að eiga örugga lendingu, bryggjur og hafnir við ströndina, þegar komið er að landi. — Veiðistöðvarnar eru margar við strendur landsins og víða hefur þurft að brjóta brimið, svo að bátarnir kæmust að landi. í Islendingasögunum er oft getið um veiðiskap, en forfeður vorir voru búmenn góðir og athafnamenn, sem bjuggu sér vel í hag. Þeir munu því vafalaust hafa rutt bátavarir og hlaðið skjólveggi og bryggjur sér til hagræðis, þótt þess sé ekki víða getið. Fyrsta hafnargerðin á Islandi, sem frá er sagt, var á Laugabóli við ísafjörð. í Hávarðarsögu ís- firðings er þess getið, að Þorbjörn Þjóðreksson hafi látið gera þar höfn góða. ,,Hann hafði látið ryðja ok hreinsa allt inn at landi. Var þar atdjúpt mikið; mátti þar fljóta skúta eða stærra skip þó at vildi. Þar váru ok grafin niður rif stór fyrir hlunna ok festir endarnir grjóti; þurfti þar engi maður vátur af verða, þó at af skipi stigi eða á skip, hvárt er var meira skip eða minna.“ Laugaból er svo innarlega við ísaf jörð, að þangað nær ekki þung bára. Hefur því verið auðvelt að hlaða þar úr stóru grjóti stæðilega veggi til skjóls; sem þá jafnframt voru bátabryggjur. Vafalaust hefur víðar verið svipaður umbúnaður á lendingarstað. Algengast mun þó hafa verið að leggja timburfleka frá landi fram á skipin, eða hafa lausar bryggjur úr tré, sem skjóta mátti fram í sjó móti skipum, sem komu að landi. — Þessi umbúnaður varð þó að sjálf- sögðu ekki hafður, nema þegar sjór var kyrr á lend- ingarstaðnum. Um margar aldir bjuggu forfeður vorir við þessar frumstæðu hafnarbætur. Öld eftir öld hafa fiski- menn rutt varirnar í verbúðunum og hlaðið skjól- garða og bryggjur úr grjóti, en brimið hefur jafn- an borið grjót í vörina og brotið garðana. Sér nú varla minjar um lendingarbætur eða bryggjugerðh’ frá fvrri öldum. Líklegt má telja, að stöplabryggjur hafi verið gerð- ar hér snemma á öldum og þá væntanlega með lausri bryggjuþekju, en ekki er vitað með vissu um bryggj- ur með þeirri gerð fyrr en um og eftir miðja 18. öld. Elzti uppdrátturinn, sem til mun vera af Reykja- víkurhöfn, er frá 1787. Þar er aðeins sýnd ein bryggja, sem nær mjög skammt fram. Er vafasamt, hvort hún hefur verið föst eða hreyfanleg. Fyrsta vandaða bátabryggjan, sem vitað er um, mun hafa verið gerð á Eskifirði á árunum 1800— 1806. Það var stöplabryggja og mun hafa náð fram á 2 m. dýpi um f jöru. Um sama leyti lét Bjarni Sívertsen gera þurrkví í Hafnarfirði, þar sem taka mátti 40—50 tonna skip til viðgerðar. — Þetta voru mikil mannvirki á þeim tíma. Annars munu óvíða hafa verið gerðar bátabryggj- ur fyrra hluta 19. aldarinnar, en um og eftir miðja öldina og þó sérstaklega eftir 1854, þegar verzlun á íslandi var gefin frjáls að fullu og öllu, voru bryggj- ur gerðar við marga verzlunarstaði landsins. T. d. voru hér í Reykjavík árið 1856 4 stöplabryggjur, sem virðast að minnsta kosti hafa náð fram að f jörumáli. Þegar þilskipaútgerðin kom til sögunnar — skútu- öldin hefst á síðasta áratug 19. aldarinnar — varð nauðsynlegt, að bryggjurnar næðu lengra fram en áður. Voru þá margar þeirra lengdar fram fyrir fjörumál.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.