Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 4
42 TlMARIT V.P.I. 1949 Fyrstu hafskipabryggjurnar voru gerðar úr göml- um þilskipum, sem fyllt voru grjóti og sökkt og höfð í undirstöðu bryggjuhaussins. Bryggjuveggirn- ir voru stauragrindur kring um skipin, en landgang- urinn venjulega á stöplum. Neðstakaupstaðarbryggja á Isafirði var gerð á þenna hátt. — Hún var gerð á árunum 1874—1876 og hefur verið talin elzta haf- skipabryggja hér á Islandi. Um sama leyti, eða jafn- vel nokkru fyrr, var gerð hafskipabryggja Mandahls- kompanísins á Seyðisfirði, og mun hún vera næst Neðstakaupstaðarbryggju að aldri, ef hún er ekki eldri. — Eftir þessaV bryggjugerðir komu þær haf- skipabryggjur, sem gerðar voru vegna síldveiða og hvalveiða á Austfjörðum og Vestfjörðum. Fram að síðustu aldamótum stóðu yfirleitt að- eins einstaklingar, útgerðarmenn og kaupmenn að þessum bryggjugerðum og fengu þeir engan styrk af opinberu fé til þess að gera þessi mannvirki. Sú undantekning er þó, að Alþingi veitti árið 1894 5000 króna styrk til bryggjugerðar á Blönduósi, og er það eina styrkveiting frá Alþingi til bryggjugerðar fram að síðustu aldamótum. Ég hef hér gert örstutt yfirlit yfir þá þróun, sem varð í íslenzkri hafnargerð frá landnámstíð og fram að síðustu aldamótum — eða um 10 alda skeið. Við lok þessa tímabils munu að vísu hafa verið fleiri bátabryggjur en fyrr á öldum, en þegar litið er yfir þenna langa tíma — 10 aldir — er ömurlegt að hugsa til þess, hve lengi íslenzkir sjómenn bjuggu við erfiðar aðstæður, þegar þeir komu að landi eða ýttu frá landi. Þegar eftir aldamótin verður ör þróun í hafnar- málum Islands og raunar í byggingarmálum yfir- leitt. Þá er farið að hafa sementssteypu í mannvirkja- gerð, og fyrstu íslenzku verkfræðingarnir taka til starfa. Á fyrsta áratug 20. aldarinnar voru gerðar nokkrar hafskipabryggjur og vandaðri bátabryggj- ur en áður þekktust, og 1912 er ráðizt í að gera fyrsta stórvirkið hér á landi — hafnargerð í Reykjavík — sem þá í fyrsta áfanga kostaði um 2566000 krónur. — 2 árum síðar var hafin hafnargerð í Vestmanna- eyjum. Fram að aldamótum voru fiskveiðar aðeins stund- aðar á árabátum og skútum, en nokkrum árum eftir aldamótin hefst vélbátaútgerðin og togaraútgerðin því nær samstundis. Útflutningur sjávarafurða óx mjög ört fyrsta áratug 20. aldarinnar og verðmæti hans var þá þegar orðið meira en helmingur alls útflutnings frá Islandi. Þessir breyttu atvinnuhættir ýttu undir bryggju- gerðir og hafnarbætur. Það var erfitt að draga vél- bátana á land, þótt þeir væru litlir. Þörfin á hafnar- bótum varð knýjandi um allt land. Nú tóku kaup- tún og sjávarþorp að leita til Alþingis um styrk til hafnarbóta. Reyndist þá mjög erfitt að gera öllum úrlausn. Fulltrúar héraðanna héldu fram hver sínu byggðarlagi, en hins vegar var mönnum ljóst, að óhaganlegt var að dreifa mjög því tiltölulega litla fjármagni, sem Alþingi gat veitt til þessara fram- kvæmda. Fjárveitingin kom þá jafnvel ekki að til- ætluðum notum. Þetta varð til þess, að samþykkt var á Alþingi 12. ágúst 1915 þingsályktun um rannsókn á hafnarstöð- um og lendingum. Flutningsmenn tillögunnar voru þeir þingmenn, sem þá áttu sæti í sjávarútvegsnefnd Alþingis, og var tillagan samþykkt á Alþingi með öllum atkvæðum. Þingsályktunin var þannig: „Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina, að láta hafnar- verkfróðan mann, á næstu árum, skoða leiðir og lendingar í helztu verstöðvum landsins eða í nánd við þær, þar sem fiski- veiðar eru reknar haust og vetur, hvort eð er á smáum eða stórum bátum, og gera kostnaðaráætlanir um hafnargerðir og lendingarbætur á þeim stöðum. Rannsóknir þessar skulu fara fram í samráði við Fiskifélag Islands og samkvæmt áliti þess um, hvar arðsamast er og þýðingarmest fyrir fiskiveiðar vorar, að hafnir séu gerðar eða lendingar bættar." Með þessari ályktun Alþingis var gerð lofsverð til- raun til þess að vinna skipulega að hafnargerðum á íslandi. Til þess að gera þessar rannsóknir og áætlanir var fenginn danskur hafnarverkfræðingur, N. P. Kirk. Hann hafði verið yfirverkfræðingur hjá N. C. Mon- berg við hafnargerðirnar í Reykjavík og Vestmanna- eyjum og hafði því nokkur kynni af íslenzkum stað- háttum. Kirk hóf rannsóknir sínar vorið 1918. Ferðaðist hann um landið í 2 sumur og lauk rannsóknum sín- um í september 1919, en andaðist skömmu síðar og hafði þá ekki að fullu lokið áætlunum sínum og upp- dráttum. Eftir lát Kirks fól Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið Th. Krabbe, þáverandi vitamálastjóra, að leiða til lykta störf Kirks í þessum málum, sam- kvæmt þeim upplýsingum og frumdráttum, sem til voru. Th. Krabbe lauk þessum störfum í september 1921. Kirk hafði athugað og rannsakað 49 staði, þar sem honum virtist geta komið til greina að gera höfn eða hafnarbætur. I skýrslu sinni skiptir hann þessum 49 stöðum í flokka. Telur hann aðstöðu til þess að gera hafnir á 13 stöðum, minni háttar hafn- armannvirki á öðrum 13 stöðum, en 23 staði af þeim, sem athugaðir höfðu verið, telur hann óhæfa til hafn- argerðar eða bryggjugerðar. I sambandi við þessar rannsóknir voru gerðar dýpt- armælingar og uppdrættir af 30 hafnarstæðum, og Kirk gerði frumáætlun um hafnarmannvirki á þeim 26 stöðum, sem hann taldi hæfa til hafnarbóta. Þetta safn af uppdráttum af íslenzkum höfnum var góð leiðbeining, þegar þessir staðir voru athugaðir síðar, en ástæður höfðu þá breytzt og kröfur um allan umbúnað vaxið, enda hefur þeim hafnarmannvirkj-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.