Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 5
TÍMARIT V.P.l. 1949 43 um, sem gerð hafa verið á þessum stöðum, verið hagað á annan hátt en Kirk hafði áætlað. Og þetta merkilega starf missti að því leyti marks, að eftir þessar rannsóknir var engin tilraun gerð til þess að vinna eftir ákveðnu skipulagi að hafnargerðum og bryggjugerðum á Islandi. I þingsályktuninni var lagt svo fyrir, að rannsókn- ir þessar á hafnarstöðum og lendingum yrðu gerð- ar í samráði við Fiskifélag Islands. — Samkvæmt tilmælum Kirks lagði Fiskifélagið fram skýrslu um helztu verstöðvar á íslandi 1918 og fylgdi henni stutt greinargerð. Þar segir meðal annars: „Það þarf að koma höfn einhversstaðar á svæðinu frá Þjórsárósi að Reykjanesi, hin auðugu fiskimið og erfiðleik- ar manna krefjast þess. Það þarf að koma höfn við Faxa- flóa sunnanverðan, og hið sama er að segja um Breiðafjörð, Húnaflóa og víðar; þörfina sjá allir, en hvar tiltækilegt verður að fullgera slík mannvirki, verða verkfræðingarnir að ákveða og þeir einir." Þessi greinargerð er dagsett 25. nóvember 1918. Fyrir hönd stjórnar Fiskifélags Islands skrifar und- ir Hannes Hafliðason og Sveinbjörn Egilson sem ritari. I ófullgerðri skýrslu til stjórnarráðsins telur Kirk að leggja beri áherzlu á að gera fyrst um sinn full- komnar hafnir sem næst auðugustu fiskimiðunum og bendir þá á Þorlákshöf n við Suðurland, Ólaf svík við Breiðafjörð og Skagaströnd við Húnaflóa, en hann náði ekki að gera grein fyrir, hverja höfnina hann vill láta gera fyrst, en mér skilst þó, að það hafi verið Þorlákshöfn. Auðsætt er, að þessar hafnir eru valdar samkvæmt fyrrnefndri skýrslu og greinargerð Fiskifélags Islands, en þó er farið fram hjá kröfum um fiskihöfn við sunnanverðan Faxaflóa. A þeim 37 árum, sem liðin eru frá því, að hafnar- gerð var hafin í Reykjavík, hafa verið reist hér á landi fleiri og meiri hafnarvirki, en gerð höfðu ver- ið frá landnámstíð fram að þeim tíma. Um síðustu aldamót munu hafa verið samtals á öllu landinu um 45 bátabryggjur og um 6—8 hafskipa- bryggjur. 1912 voru bátabryggjurnar um 60 og haf- skipabryggjurnar um 20, en nú eru bátabryggjurn- ar um 140, hafskipabryggjur og hafnarbakkar um 80 og um 25 hafnargarðar. Þessar tölur sýna, að orðið hafa stórstígar fram- farir í hafnarmálum Islands síðan um aldamót. En tala mannvirkjanna er þó að sjálfsögðu ekki réttur mælikvarði á þessa nýsköpun, því að hafnarvirki nú- tímans eru fullkomnari og margfalt dýrari mannvirki en bryggjur gamla tímans. Islenzk hafnarmannvirki eru yfirleitt vandlega gerð, enda þurfa þau að vera traust til þess að. standast margs konar áraun. Þó eru fæst þeirra eins ríkmannlega útbúin og hliðstæð mannvirki erlendis, og oftast vill það bregðast, að þeim sé haldið eins vel Við og æskilegt væri eða jafnvel nauðsynlegt. Tilhögun mannvirkjanna og gerð þeirra er að sjálf- sögðu margs konar og fer eftir aðstæðum, þar sem mannvirkin eru reist. Flestar einfaldar og ódýrar gerðir á bryggjum og hafnargörðum, sem tíðkast er- lendis, hafa verið reyndar í íslenzkri hafnargerð, en fjárhagurinn hefur venjulega verið svo þröngur, að aðeins var völ á mannvirkjum með ódýrustu gerð. Þessa hefur þó minna gætt hin síðari árin. Tímans vegna verður hér ekki lýst íslenzkri hafn- argerð. Hafnarmannvirkin eru margs konar og mörg þeirra eiga sér merkilega sögu. Ég vil aðeins benda á, að sú aðferð hefur orðið algengari hér en í öðr- um löndum, þar sem ég þekki til, að leggja steinker og steinnökkva í undirstöðu bryggja og hafnargarða. Þessi aðferð er orðin einkenni á íslenzkri hafnargerð og hefur oftast reynzt vel. Þau hafnarvirki, sem gerð hafa verið síðastliðin 50 ár, hafa allflest að einhverju leyti notið styrks úr landssjóði eða ríkisjóði. Nokkur einkafyrirtæki hafa þó að öllu leyti kostað bryggjugerðir og aðrar hafnarbætur við fyrirtæki sín, og til hafnargerðar í Reykjavík lagði landssjóður árin 1913—1916 sam- tals 400000 krónur, en síðan hefur hafnarsjóður kost- að þau mannvirki, sem þar hafa verið gerð. Fjárveitingar til hafnarbóta úr landssjóði og ríkis- sjóði hafa skipzt þannig: Árið 1894: 5000 kr. Árin 1900—1910: 40,875 kr., meðaltal: 4,100 kr. á ári. — 1910—1920: 664,600 kr., meðaltal: 66,500 kr. á ári. — 1920—1930: 1,918,000 kr., meðaltal: 192,000 kr, á ári. — 1930—1940: 2,080,000 kr., meðaltal: 208,000 kr. á ári. — 1940—1949: 33,425,000 kr., meðaltal: 4,178,000 kr. árl. Framlag landssjóðs og ríkissjóðs til hafnarbóta er samtals fram að síðustu áramótum 42.588.223,06 kr., en verðgildi peninganna hefur breytzt svo mikið á þessum árum, að framlög í krónum til hafnarbóta á ári hverju eru að sjálfsögðu ekki sambærileg. Kostnaður við hafnargerðir ríkisins hefur að mestu leyti verið hlutfallslegur við f járveitingar úr ríkissjóði. Fram að 1940 var heildarkostnaðurinn um 13 mil- jónir króna, en síðastliðin 8 ár hefur verið varið til hafnargerða ríkisins um 81 milljón eða að krónutali sex sinnum hærri upphæð en öll árin á undan, og síðastliðin 3 ár hefur stjórn hafnarmálanna látið vinna fyrir um 19 miljónir króna á ári. Auk þess munu framkvæmdir í Reykjavíkurhöfn og bryggju- gerðir hjá einkafyrirtækjum hafa numið á síðast- liðnum árum um tveim milljónum króna á ári. Ég hefi leitazt við að gera mér nokkra grein fyrir því, hve mikið sé verðmæti allra hafnarvirkja á Is- landi með núverandi verðiagi. Það er erfitt að reikna verðmæti þessara mannvirkja nákvæmlega, þar sem mörg þeirra verður að meta með afföllum og fyrn- ingu, en varla mun þó rétt að meta þau lægra en á 400 milljónir króna, og eru þá að sjálfsögðu talin

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.