Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 6
44 TÍMARIT V.F.Í. 1949 með öll hafnarvirki Reykjavíkurhafnar og einka- fyrirtækja. Þetta er þjóðareign, sem safnazt hefur síðastliðin 50 ár. Stjórn hafnarmálanna og eftirlit með þeim hafn- armannvirkjum, sem styrkt voru með fjárveitingu frá Alþingi, var upphaflega í margra höndum. Oft höfðu ráðamenn og nefndir á þeim stöðum, sem mannvirkin voru gerð, eftirlit með framkvæmdum og gerðu svo stjórnarráðinu reikningsskil. Eftir að landsverkfræðingarnir urðu 2, árið 1906, hafði þó sérstaklega annar þeirra umsjón með þeim hafnar- virkjum, sem að einhverju leyti voru gerð á kostnað landssjóðs, en honum var þó ekki falið að sjá um þau öll. — Og þegar vitamálaskrifstofan tók til starfa 1910, voru hafnarmálin ekki lögð undir um- sjón vitamálastjóra að öllu leyti og hélzt sú til- högun að minnsta kosti fram að 1930. Fjárveitingar til hafnarmannvirkja voru um mörg ár birtar í 16 gr. fjárlaganna undir fyrirsögninni verkleg fyrirtæki og innan um f járveitingar til margs konar og ólíkra málefna. Að öðru leyti var þessu fé ráðstafað með sérstökum lögum og þingsályktunum. Hafnarmál komu ekki fram sem sjálfstæður liður í fjárlögunum fyrr en 1930. Nú er komin föst skipan á afgreiðslu hafnarmála rikisins. Þau eru nú að öllu leyti lögð undir umsjón vitamálastjóra. Af þessu stutta yfirliti sést, að hafnarmálum ríkis- ins hefur ekki verið sýnd sú rækt, sem skylt var, því að flestir munu geta fallizt á, að hafnarvirkin eru meginstoð fiskiveiðanna, en fiskiveiðarnar eru bjarg- ráð þjóðarinnar. Fiskifélag Islands og fiskiþing hafa jafnan látið hafnarmálin til sín taka og viljað miða framkvæmd- ir í þessum málum fyrst og fremst við þjóðarhag. í nóvember 1947 samþykkti fiskiþing svohljóðandi áskorun til Alþingis: „1 samræmi við fyrri samþykktir fiskiþings skorar þingið á Alþingi að leggja áherzlu á, að hafnir séu gerðar á þeim stöðum, þar sem byggð er fyrir og skammt á fiskimið. Enn- fremur, að þau hafnarmannvirki, sem langt eru komin, verði látin ganga fyrir, svo þau geti orðið nothæf sem fyrst og verðmæti fari ekki til spillis". I bréfi til mín, dags. 5. þ. m., hefur forseti fiskifé- lagsins gert þá skýringu við þessa samþykkt fiski- þings, að samkvæmt fyrra hluta hennar beri að leggja áherzlu á hafnargerðir á þessum stöðum: „1 fyrsta lagi við sunnanverðan Faxaflóa, þaðan sem auð- sótt væri á hin auðugu fiskimið í Faxaflóa og nágrenni hans, í öðru lagi í nálægð við hin auðugu fiskimið við suð- austurströnd landsins, en erfið hafnarskilyrði gera því nær ómögulega hagnýtingu þeirra miða, og loks í þriðja lagi á Snæfellsnesi utarlega, en þar í grend eru, svo sem kunnugt er, auðug fiskimið, sem nýta mætti mun meira en gert er.“ Hér eru endurteknar sömu tillögurnar og Fiski- félag Islands gerði í skýrslu sinni til N. P. Kirks í nóvember 1918. I full 30 ár hafa þessar tillögur verið frammi og endurteknar öðru hverju. Enginn getur neitað, að þær séu á rökum reistar, en þrátt fyrir allar framkvæmdir í hafnarmálum, sem hér hefur verið lýst, og þrátt fyrir það, að hafnarmálastjórn- in hefur á síðustu árum látið vinna að hafnargerð fyrir um 19 milljónir króna á ári, hefur enn ekki ver- ið rannsakað að fullu og úr því skorið, hvar á að gera fiskihafnir við suðausturströnd landsins og við Snæfellsnes, en fyrir nokkrum árum var hafin hafn- argerð í Þorlákshöfn, Njarðvíkum og á Skagaströnd. Því miður hefur aldrei verið unnið eftir ákveðnu skipulagi að hafnarbótum á íslandi. Lög um lands- hafnir hefðu getað leitt til skipulags í þessum mál- um, en í reyndinni urðu þau sérstaklega til þess, að flutt voru á Alþingi, ár eftir ár, frumvörp til laga um landshafnir á nokkrum stöðum, án þess að gerðar hefðu verið fullnægjandi rannsóknir, enda hefði ver- ið fjarstæða að gera landshafnir á sumum þessum stöðum. En Alþingi eyddi dýrmætum tíma til þess að ræða þessi frumvörp. Þegar unnið er hér að hafnarbótum ár eftir ár fyrir um 19 milljónir króna á ári, ætti að vera unnt að sýna árlega miklar umbætur á hafnarvirkjum landsins og bætta aðstöðu við fiskiveiðar, en þegar þessu fjármagni er dreift á 30 staði, ber ekki mikið á hafnarbótum á hverjum stað. Veiðiskapur og góð fiskimið eru kringum allt land, en auðugust eru miðin norðanlands fyrir síldveiði og sunnan- og suðvestanlands fyrir þorskveiði. Á undan- förnum árum hefur verið lögð áherzla á að gera hafnir fyrir síldveiðiflotann, og fyrst um sinn mun hann geta bjargazt við þá aðstöðu, sem nú er fengin, þótt hún sé ekki eins góð og æskilegt væri. Hins vegar vantar algjörlega höfn við mörg þorskveiðimiðin, svo sem við suðurströnd landsins og ennþá að mestu leyti við suðvesturströndina og Snæfellsnes. Eftir aflaskýrslum árið 1948 var þorskaflinn á vél- báta á miðunum sunnanlands þannig: Sunnanverður Faxaflói...... 33% af heildaraflanum Vestmannaeyjar ........... 14--------------— Frá Þjórsárósi að Reykjan. 5----------------— Við norðanv. Snæfellsn. utarl. 4------------— Við suðausturströnd landsins 3--------------— Þetta verða samtals 59% af heildarafla vélbátanna. Eftirtektarvert er, hve mikill hluti af fiskaflanum er fenginn í sunnanverðum Faxaflóa. Á þeim eina stað er tekinn þriðjungur heildaraflans, að vísu á stóru svæði, en þetta virðist þó vera rányrkja í hlutfalli við aflamagn á öðrum fiskimiðum. Vegna óhagstæðr- ar aðstöðu við land eru góð fiskimið víða lítið hag-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.