Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Side 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Side 7
TÍMARIT V.F.I. 1949 45 nýtt. Menn flytja báta sína þangað, sem aðstaða er betri til sjósóknar. Þrátt fyrir ágæt fiskimið við Austurland og Suðausturland, t. d. við Hvíting og Brökur við Eystrahorn, hafa undanfarin ár nokkrir bátar að austan gert út frá Keflavík og Sandgerði og sótt afla sinn á fiskimiðin í Faxaflóa, innan um bátafjöldann þar, en hin auðugu fiskimið við Eystra- horn eru lítið hagnýtt. Þau liggja skammt frá landi, en við hafnlausa strönd. Sama er að segja um fiskimiðin fyrir norðvestan Snæfellsnes. Og við Norðurland og Norðausturland eru víða góð fiskimið lítið hagnýtt vegna hafnleysis. Vafalaust mætti auka heildaraflann mikið, ef meiri jöfnuður yrði á hagnýtingu fiskimiðanna við strendur landsins. Það er nauðsynlegt vegna fiskiveiðanna að vinna að hafnargerðum á Islandi eftir ákveðnu skipulagi, og það er kominn tími til þess að svara þessari spurningu, sem borin var fram fyrir 30 árum: Hvar á að gera fiskihafnir til þess að hagnýta sem bezt hin auðugu fiskimið við strendur landsins? Og þá fyrst og fremst: Hvar á að gera fiskihafnir við Suðausturland og við Snæfellsnes? Virkjun IMeðri Fossa í Sogi. Um tildrög liennar og undirbúning. Eftir Tónias Tryggvason. Virkjun Neðri Fossa í Sogi er að hefjast. Tilboð um byggingu véla og annarra mannvirkja skal skil- að fyrir 1. des 1949. Verða þau síðan til athugunar hjá stjórn Sogsvirkjunarinnar, en um áramótin mun verða ákveðið, hvaða tilboði skuli tekið. Má því gera ráð fyrir, að undirbúningur verklegra framkvæmda hefjist á útmánuðum í vetur og að framkvæmdir í stórum stíl geti hafizt með vori eða sumri. Á þessum tímamótum í raforkumálum Reykjavík- ur — og raunar alls landsins — þykir hlýða að líta yfir farinn veg, og rekja þá einkum aðdraganda og forsögu þeirrar framkvæmda, sem nú eru að hefjast. Virkjun Elliðaáa. Ef rekja ætti sögu rafmagnsmála Reykjavíkur til hlítar, yrði það lengra mál en hér er rúm fyrir. Raf- magnsveita í Reykjavík var fyrst á döfinni fyrir rúmlega hálfri öld, þegar Frímann B. Arngrímsson hóf baráttu fyrir því, að Elliðaárnar yrðu virkjaðar handa bænum. Eins og oft endranær reyndist Frí- mann allmikið á undan samtíð sinni um þessi mál, og voru þau ekki tekin upp að nýju fyrir alvöru fyrr en tíu árum seinna, er bæjarstjórn Reykjavíkur skipaði nefnd til þess að undirbúa rafmagnsveitu fyrir bæinn. Fjörkippur þessi endaði með því, að byggð var gas- stöð, sem tók til starfa 1910, og stakk sú fram- kvæmd rafmagnsveitumálinu svefnþorni um hríð. Vorið 1914 tók borgarafundur í Reykjavík málið upp að nýju, og síðan var því haldið vakandi þrátt fyrir heimsstyrjöldina og þá einangrun, sem af henni leiddi, unz bæjarstjórnin ákvað haustið 1918 að láta byggja rafmagnsstöð við Elliðaár. I ársbyrjun 1920 var svo hafizt handa um byggingu stöðvai’innar, og var hún opnuð til almennra afnota 27. júní 1921. Stærð stöðvarinnar var 1500 hö., og þótti fljót- lega sýnt, að hún mundi verða alls ónóg fyrir bæinn innan skamms tíma. Á þriðja ári (1924) var því bætt við 1000 ha. vél, og 1933 var stöðin enn aukin um 2000 hö. Var hvorttveggja góð hjálp í bili, en þó var auðsætt, að fljótlega mundi verða þörf meiri orku en Elliðaárnar gætu í té látið. Virkjim Ljósafoss. Meðan stóð á undirbúningi að virkjun Elliðaánna, var einnig rætt um virkjun Sogsins. Sú virkjun þótti samt ofviða eins litlum bæ og Reykjavík var þá, og var því frá henni horfið um sinn. I því sambandi fóru þó fram rannsóknir á Soginu, og haustið 1918 hófust reglubundnar mælingar á vatnsmagni þess. Mun þá hafa þótt augljóst, að næsta stig í rafmagnsmálum Reykjavíkur eftir virkjun Elliðaánna yrði bygging orkuvers við Sog. Á alþingi 1931—33 var Sogsvirkj- unin á döfinni, og 1933 voru lcg um virkjun SogSins afgreidd. Var bæjarstjórn Reykjavíkur heimilað að hefja virkjunina, og gera lögin ráð fyrir, að virkj- unin verði smám saman aukin í samræmi við vaxandi þarfir, og að ríkið geti gengið inn í virkjunma sem meðeigandi fyrir hönd rafmagnsnotenda utan Reykja- víkur, þegar þess þyki með þurfa. Gert var ráð fyrir, að þegar tímar líði, verði rafmagni frá Sogi veitt mn allt Suðvesturland frá Eyjafjöllum til Snæfells- ness.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.