Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 8
46 TlMARIT V.F.l. 1949 Undanf arin 15 ár höfðu f arið fram ýmsar mælingar við Sogið og verið gerðar áætlanir um virkjun þess. Allmargar uppástungur höfðu komið fram um byrj- unarvirkjun, og nú fékk bæjarstjórn Reykjavíkur tvo norska sérfræðinga, þá A. B. Berdal og J. Nissen, verkfræðinga frá Osló, til þess að gera samanburð á þeim tillögum, sem fyrir lágu, og koma með endan- legar tillögur um fyrstu virkjun Sogsins og tilhögun hennar. Tillögur sérfræðinganna komu í ársbyrjun 1934. Höfðu þeir þá gert athuganir og áætlanir um virkjun alls Sogsins í tveim eða þrem orkuverum. Lögðu þeir til, að byrjað yrði á virkjun Ljósafoss með dægurmiðlun í Úlfljótsvatni. Síðar yrði svo gerð árs- miðlun í Þingvallavatni og jafnframt byrjað á virkj- un Efra Sogs. Á þennan hátt væri hægt að auka virkjunina stig af stigi eftir þörfum, unz bæði Ljósa- foss og Efra Sog væru fullvirkjuð. Að fengnu áliti þeirra Berdals og Nissens ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að virkja Ljósafoss sam- kvæmt tillögum þeirra. Útboð fóru fram innan Norð- urlanda, og í ársbyrjun 1934 gekk Jón Þorláksson verkfræðingur, sem þá var borgarstjóri í Reykjavík, frá samningum, bæði um lántöku og verklegar fram- kvæmdir. Sámið var við firmað Hojgaard og Schultz A/S í Kaupmannahöfn um byggingu orkuversins. Firmað ASEA í Svíþjóð skyldi smíða ráfala og önn- ur raftæki, en Karlstads Mekaniska Verkstad í Sví- þjóð vatnsvélarhar. Framkvæmdirnar áttu að hef j- ast með vorinu (1935) og vera að fullu lokið 1. sept. 1937. Fór þetta eftir að mestu, og var full spenna, sett í fyrsta sinn á háspennulínuna til Reykjavíkur 3. okt. 1937, en prófun á vélunum fór fram seinni hluta mánaðarins. Settar voru upp tvær vélasam- stæður, og er mesta afl hvorrar 4400 kW eða 6250 hö. Allur stofnkostnaður virkjunarinnar nam tæpum 7 milj. króna. Við byggingu Ljósafossstöðvarinnar var gert ráð fyrir, að bætt yrði í stöðina vélasamstæðum eftir því sem raforkuþörfin ykist. Var gert ráð fyrir 5 samstæðum alls í stöðinni fullbyggðri með ársmiðl- un í Þingvallavatni. Tæplega var fyrstu virkjun lok- ið, þegar byrjað var að ráðgera aukningu stöðvar- innar. Upprunlega var ætlunin sú, að bæta við vél- um af sömu gerð og svipuðum fyrstu vélunum að stærð. Er seinni heimsstyrjöldin byrjaði haustið 1939, þótti samt sýnt, að ekki mundi ráðlegt að bíða til stríðsloka eftir vélum frá Svíþjóð. Fóru því fram útboð í Englandi og Bandaríkjunum 1941, og var keypt 7650 ha. vélasamstæða frá Bandaríkjun- um, Túrbínan var smíðuð hjá S. Morgan Smith Co., York, Pa., en rafvélar frá Int. General Electric Co. Byggingavinnu við Ljósafoss annaðist Almenna Byggingafélagið h.f. í Reykjavík. Vegna stríðsins var ekki hægt að fá járn í þrýstivatnspípur eða túr- bínuhólk, og varð því að hafa hvorttveggja úr járn- bentri steinsteypu. Viðbótinni var lokið haustið 1944, og nam allur kostnaður við hana liðugum 6 millj. króna. Höfðu nú afköst Sogsvirkjunarinnar aukizt um 60%, eða frá 12500 hö. upp í 20150 hö. Toppstöðin. Áður en viðbótarvirkjun Sogsins yrði lokið, var allmjög tekið að bera á rafmagnsskorti í Reykjavík. Þótti þegar auðsætt, að ef fólksfjölgun og aukning rafmagnsnotkunar í bænum héldi áfram með sama hætti og þá var, mundi, þrátt fyrir aukninguna, rafmagnsskortur enn á næstu grösum, ef ekki væri leitað nýrra úrræða hið bráðasta. Fyrir tilmæli bæj- arráðs Reykjavíkur lét Rafmagnsveitan því vorið 1944 gera allýtarlega rannsókn og samanburð á þeim möguleikum, sem voru fyrir hendi til skjótra úr- bóta. Samkvæmt greinargerð Rafmagnsveitunnar var um fimm leiðir að velja: 1) Aukningu Ljósafossstöðvarinnar með miðlun í Þingvallavatni. 2) Aukningu Ljósafoss og eimtúrbínustöð. 3) Eimtúrbínustöð einvörðungu. 4) Virkjun Botnsár í Hvalfirði. 5) Virkjun Neðri Fossa í Sogi. Við samanburð kom í ljós, að aukning Ljósafoss gæfi ódýrast rafmagn, en yki ekki orkuna nema um tæp 10.000 hö. og væri því skammgóður vermir. Eim- túrbínustöð virtist fremur ódýr í byggingu, hefði góð skilyrði til stækkunar og samvinnu við hita- veitu bæjarins. Einingarverð á unna kwst. yrði samt fremur hátt. Rafmagn frá virkjun Botnsár yrði fremur dýrt, en þó vel sambærilegt við rafmagn frá eimtúrbínustöð. Með tvöfaldri línu til öryggis yrði Botnsárstöðin samkeppnisfær við eimtúrbínustöð sem varastöð, en skorti þó skilyrði til stækkunar. Virkjun Neðri Fossa yrði dýrust í stofnkostnaði, en gæfi á hinn bóginn ódýrt rafmagn við fulla nýtingu. Niðurstöður rannsóknarinnar urðu því þær, að heppilegast væri að byrja á byggingu varastöðvar í Reykjavík, sem jafnframt væri toppstöð fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. Samtímis skyldi hefja virkjun Neðri Fossa í Sogi. Vorið 1945 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur að beita sér fyrir hvorutveggja, byggingu toppstöðvar í Reykjavík og viðbótarvirkjun í Sogi, í samræmi við niðurstöður Rafmagnsveitunnar. Þá um haustið fóru fram útboð á vélum og öðru efni í toppstöðina, og var tekið tilboðum frá Bandaríkjunum. Vonir stóðu til, að vélarnar kæmu til landsins vorið 1946, og að stöðin yrði fullbúin þá um haustið. Þetta brást, og komu vélarnar ekki fyrr en á útmánuðum árið eftir. Fleira varð til að tefja verkið, meðal annars bæði éfnisskortur og verkföll, og komst stöðin ekki i notkun fyrr en í marzmánuði 1948. Orka hennar er

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.