Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 9
TÍMARIT V.F.l. 1949 47 liðug 10.000 hö., og nam stofnkostnaðurinn 21 millj. króna. Hafinn undirbúningur að virkjun Neðri Fossa. Jafnhliða byggingu toppstöðvarinnar hófust rann- sóknir og annar undirbúningur að virkjunarfram- kvæmdum við Neðri Fossa. Almenna Byggingafé- laginu var falið að gera tillögur og áætlanir um virkj- unina. Vorið 1944 var lokað fyrir allt rennsli úr lóninu ofan við Ljósafoss og kortlagður botninn frá Irufossbrún upp að brúarstæðinu þar fyrir ofan, ásamt litlu svæði neðan við fossinn. Almenna Byggingafélagið athugaði áætlanir þeirra Berdals og Nissens frá 1933 og lagði til, að byggð- ur yrði stíflugarður ofan við Irufoss með áætlaðri meðalvatnshæð ofan við stífluna 63,60 m yfir sjávar- máli. Vestan árinnar er gert ráð fyrir 550 m Iöng- um skurði, steinsteypufóðruðum. Frá neðri skurð- endanum liggja 160 m langar þrýstivatnspípur nið- ur að orkuveri í brekkurótinni vestan við Kistufoss, en frá því liggur opinn afrennslisskurður út í ár- farveginn h.u.b. 400 m neðan við fossinn. Þeir Pálmi Hannesson rektor og docent Sigurð- ur Þórarinsson voru fengnir til þess að gera jarð- fræðilega rannsóknir á virkjunarsvæðinu. Vorið 1945 var aftur lokað fyrir allt rennsli úr Úlfljótsvatni og gerðar jarðfræðilegar athuganir á botni Sogsins. Þá voru og grafnar holur ofan á fast berg og jarð- vegurinn athugaður, þar sem skurðurinn átti að liggja í vesturbrekkunni. Um haustið fór Jakob Guð- johnsen verkfræðingur utan, og dvaldi hann um hríð í Stokkhólmi. Fékk hann þá félagið Vattenbyggnads- byrán í Stokkhólmi til að athuga þau plögg og til- lögur, sem fram voru komnar og skila áliti um til- högun orkuversins. Hið sænska félag taldi ýmsa annmarka á opnum skurði, og benti á, að til álita gæti komið að byggja orkuverið neðanjarðar með jarðgöngum fyrir frá- rennsli. 1 teikningu, sem fylgir álitsgerðinni, er gert ráð fyrir vélasal neðanjarðar vestanvert við ána hjá stíflunni með bogadrengnum jarðgöngum fyrir frá- rennsli vestan við ána niður í farveginn vestan við Kistufoss. Vissulega töldu Svíarnir bezt, að jarðgöngin væru bein eða því sem næst, en þá mundu þau liggja undir ána, og til þess vildu þeir ekki ráða, nema jarðfræðilegar rannsóknir leiði i ljós, að það sé hættulaust. Áður hafði verið rætt um jarðgöng gegnum Drátt- arhlíð í sambandi við virkjun Efra Sogs, og höfðu göng verið sprengd í tilraunaskyni 1929 inn í hlíð- ina að sunnan. Jarðgöng fyrir frárennsli og neðan- jarðarstöðvar voru fremur sjaldgæf á Norðurlönd- um fram að seinni heimsstyrjöld, en ryðja sér nú svo mjög til rúms, að í Svíþjóð til dæmis eru öll stór orkuverk byggð neðanjarðar nú orðið. Mun hafa verið byrjað að byggja neðanjarðarstöðvar m. a. vegna öryggis fyrir loftárásum í styrjöldum, en reynslan hefur þegar sýnt, að neðanjarðarstöðvar eru oft og einatt bæði ódýrari og þó einkum örugg- ari í rekstri en þau orkuver, sem byggð eru ofan- jarðar. í álitsgerð sinni bendir Vattenbyggnadsbyrán á, að vegna veðráttunnar á íslandi sé mikil hætta á truflunum í rekstri orkuvers, sem sé byggt ofanjarð- ar með opnum aðrennslisskurði. Skurðinn mundi ekki leggja á veturna. í kuldum mundi því vatnið í hon- um kólna niður undir frostmark og grunnstingull myndast, sem gæti stíflað skurðinn og valdið alvar- legum truflunum í rekstri stöðvarinnar. I stórhríð- um mundi og kæfa snjó í skurðinn með sömu afleið- ingum. Eina ráðið til þess að tryggja aðrennslið yrði því að þekja allan skurðinn. Með því að byggja vélasal og frárennslisgöng neðanjarðar, mundi rekst- ursöryggi stcðvarinnar mjög aukast, og hættan af truflunum vegna íss og snjóa hverfa að mestu. Jarðboranir og jarðfræðilegar rannsóknir. Þegar álitsgerð þessi kom, var ákveðið að hef ja jarðboranir til þess að rannsaka bergið, þar sem sennilegast þótti, að jarðgöng yrðu byggð. Erlendis hefur reynslan af jarðborunum orðið sú, að enda þótt þær séu nauðsynlegar og sjálfsagðar til rannsókna á bergi, beri að taka árangrinum með allri gætni, sérstak- lega þegar dæma skal um það, hvort bergið er sprungið eða heillegt. Kjarnarýrnun og borunarhraði gefa mikilsverðar upplýsingar um hörku bergsins, en sjálfur kjarninn, sem upp næst, segir til um það, hvaða bergtegund er á vissu dýpi. Samt er það ekki einhlýtt. Til dæmis getur jökulurð gefið blágrýtiskjarna, sem líkist mjög kjarna úr venjulegu blágrýtislagi. Að öðru jöfnu er samt kjarnarýrnunin stórum meiri í jökulurðinni. Þá er og margvislegan fróðleik að sækja í sýnishorn af skolvatni, ef þau eru skipulega tekin. Eitt af frumskilyrðunum til þess, að boranir vegna rann- sóknar á bergi beri góðan árangur er, að bormennirnir hafi góðan skilning á starfinu og skarpa eftirtekt. Boranirnar við Neðri Fossa munu hafa verið fyrstu boranirnar, sem gerðar hafa verið á Islandi til þess að rannsaka sjálft bergið, og bormennirnir því óvanir þess háttar borunum. Engu að síður sýndu þeir góðan skilning á starfi sínu, og voru dag- bækur þeirra til mikillar hjálpar við túlkun borkjarnanna. Þeir Sigurður Þórarinsson og Pálmi Hannesson ákváðu, í samráði við Steingrím Jónsson rafveitu- stjóra og Árna Snævarr verkfræðing, hvar borað skyldi, en Jarðboranir Ríkisins framkvæmdu bor- anirnar. Ákveðið var að bora í tveim beinum línum, borholusniðunum A og B, sem skerast undir 73° horni á norðurbakka Sogsins milli Irufoss og Kistu- foss. Borholusnið A liggur frá austurbakka Sogsins við þrengslin ofan við Irufoss, yfir það milli fossa niður að vesturbakkanum h.u.b. 400 m neðan við Kistufoss. Þrjár af holunum í borholusniði B liggja á norðurbakka Sogsins milli fossa, en sú fjórða er í vesturbrekkunni skammt neðan við Irufoss. Sigurð- ur Þórarinsson rannsakaði borkjarnana og kortlagði

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.