Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 11
TlMARIT V.F.Í. 1949 49 þá. Fer hér á eftir útdráttur úr greinargerð þeirra Sigurðar og Pálma, einkum þó að því er snertir jarð- sögu svæðisins og túlkun borkjarnanna. Grunnbergið umhverfis Neðri Fossa liggur á mót- um „Eldri grágrýtismyndunarinnar" og „Yngri grá- grýtismyndunarinnar", sem Guðmundur Kjartansson nefnir svo í bók sinni um yfirlit og jarðsögu Árnes- sýslu. Efsta blágrýtislagið, sem vart verður við i borkjörnunum, B I, gæti hugsazt komið frá Lyng- dalsheiði, og er því sennilega frá seinasta vorskeiði ísaldar. Undir því skiptist á móberg og blágrýti með millilögum úr harðnaðri jökulurð, sem hefur orðið til fyrr á ísöldum. Dalurinn, sem Sogið rennur eftir, varð til löngu áður en seinasta hraunið rann. Hefur hann mótazt af svörfun, en jarðhræringar eiga einn- ig þátt í myndun hans. Við lok ísaldar náði hafið inn í Sogsdalinn, senni- lega inn fyrir Ljósafoss, þegar það náði lengst. Jök- ulár báru sand og möl í fjörðinn, og bera malar- hjallarnir við Sogið og vestan undir Búrfelli því bezt vitni. Farvegur Sogsins milli Ljósafoss og Álftavatns virðist að miklu leyti ákveðinn af tektónískum sprungum, sem áin hefur sorfið og víkkað. Á svæð- inu umhverfis Neðri Fossa ber mest á sprungum með stefnu S10°V—N10°A. Gjáin neðan við Kistu- foss er sorfin sprunga með þeirri stefnu, og sést móta fyrir henni kippkorn norður eftir frá Kistufossi. Áin fylgir sömu stefnu við Irufoss, og hefur einnig þar grafið sér djúpa gjá í farveginn. Lágur foss rétt ofan við „Faxið" milli fossa er túlkaður sem mis- gengi, sem einnig virðist endurspeglast í borkjörn- unum. Milli fossa virðist Sogið um skeið fylgja öðru sprungukerfi, með stefnu h.u.b. S75°V—N75°A. Þriðja sprungukerfið, sem liggur frá S50°A—N50°V, virðist endurspeglast í legu árinnar hálfum km neð- an við Kistufoss og ef til vill í legu kvíslanna milli hólmanna vestan við Kistufoss. Báðir fossarnir, Kistufoss og Irufoss, eru að nokkru leyti tektóniskir að uppruna, en að nokkru leyti eru þeir til orðnir vegna mismunandi viðnáms bergteg- undanna. Gjáin neðan við Kistufoss er að vísu tek- tónísk sprunga, en samt ber þess að gæta, að foss- inn steypist fram af blágrýtisbrún, og hefur sorfið burt mýkri bergtegundir undir blágrýtinu. I Irufossi vottar fyrir hjöllum. Stafar það af því, að móberg- ið er mismunandi að gerð og viðnám þess því ójafnt. Samkvæmt túlkun Sigurðar, eru tvær bergtegund- ir, basalt og móberg, aðaluppistaðan í borkjörnun- um. Samt minna sumir kjarnamolarnir einna helzt á tillít eða harðnaðan jökulruðning. Gleggsta kenni- lagið er nokkurn veginn lárétt, 10—20 m þykkt basaltlag, B II, sem er að finna í öllum borkjörn- unum, nema No. VII, sem endar áður en nær kenni- laginu, og ef til vill No. VI, sem er boraður framan við eystri brún þess. Yfirborð þessa kennilags er í 1. mynd. Stíflustæðið á Irufossbrún séð vestan yfir ána. flestum borholunum um það bil 40 m yfir sjó, en neðra borð þess liggur víðast hvar milli 20 og 30 m y. s. Á mestum hluta borholusniðs A liggja laus- ar bergtegundir, sandsteinn og jökulruðningur, of- an á kennilaginu, og milli fossa rennur Sogið á því. Kistufoss og fossar í kvíslunum milli hólma steyp- ast fram af austurbrún þess, sem er grunsamlega bein og virðist helzt orðin til við misgengi. 1 brekk- unni austan við Irufoss liggja föst berglög ofan á því, um það bil 20 m þykk uppi á brekkubrúninni. Næst basaltlaginu að ofan minntu kjarnamolarnir einna helzt á tillít, en þegar ofar dró, er móberg og móbergsbreksía. Ofan á móberginu liggur þunnt lag af blágrýti, B I, sem kemur fram báðum megin ár- innar. Undir kennilaginu, B II, skiptast á fremur þunn lög af móbergi og basalti, en mjög var erfitt að samrýna lög þessi. Verði jarðgöng byggð í 20—28 m hæð yfir sjó, verður kennilagið þak í jarðgöngunum víðast hvar, og sumstaðar einnig í veggjum þeirra niður undir gólf. Basaltlag þetta er mjög stuðlað og sprungið, en gera má ráð fyrir, að hliðar stuðlanna séu svo ósléttar og núningsmótstaðan milli þeirra svo mikil, að ekki sé hætta á, að þakið falli niður í jarðgöngin. Sum af móbergslögunum virtust f remur sandkennd og laus í sér, svo að vafasamt er, hvort þau geti staðizt svörfun vatnsins í jarðgöngunum. Þar sem slík lög eru í veggjum eða gólfi, jarðgangnanna, þarf að fóðra þau með steinsteypu. Svo virtist sem bergið væri bezt, ef fylgt er bor- holusniði A. Þetta borholusnið hefur líka þann kost, að það liggur skemmstu leið milli stiflunnar og út- rásarinnar neðan við Kistufoss. Við rannsókn á stíflustæðinu ofan við Irufoss kom- ust sérfræðingarnir að þeirri niðurstöðu, að bergið væri bæði sterkt og þétt, og því góður grunnur fyrir stíflugarð. I móberginu við Irufoss ber nokkuð á tektóniskum sprungum, en þær virðast fylltar þétt-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.