Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Side 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Side 12
50 TÍMARIT V.F.I. 1949 ! 2. mynd. Neðri Fossar. Mynni jarðgangnanna er í melnum til vinstri. Strikalinan sýnir fyrirhugaða legu jarðgangnanna. um leir, og ættu því ekki að koma að sök. Þó telja sérfræðingarnir hugsanlegt, að lekið geti úr gjánni ofan við stíflugarðinn undir stífluna, bæði gegnum sandsteinslög og eftir sprungunum, nema þær verði þéttaðar. Einnig er hugsanlegt, að misgengi geti átt sér stað eftir sprungunum í jarðskjálftum. Viðvíkjandi skurðstæðinu vestan árinnar telja þeir Sigurður og Pálmi, að fasta bergið, hvort heldur væri basalt eða móberg, sé gott skurðstæði. Aftur á móti telja þeir botnmórenuna, sem liggur næst grunn- berginu í skurðstæðinu, öllu viðsjálli, nema ef hægt væri að halda henni vel þurri í skurðbakkanum. Komist vatn í hana, gæti hún blotnað upp og orðið að kviksyndi, og í frostum er þá hætt við, að í henni myndist ískögglar, sem gætu sprengt steypuna í skurðbörmunum. Álitsgerð Berdals. Jafnhliða þessum rannsóknum gerði bæði Raf- magnsveitan og Almenna Byggingafélagið ýmsar rannsóknir og athuganir á virkjunarskilyrðum og virkjunarkostnaði í Sogi. Athuganir þessar leiddu í ljós, að með miðlun í Þingvallavatni mætti leggja tii grundvallar fyrir virkjun 150 m:i/sek. vatnsrennsli. Virkjanlegt afl í Neðri Fossum yrði þá 60.000 hö., og í Efra Sogi 35.000 hö. Um þessar mundir hafði Rafmagnsveitan ráðið A. B. Berdal verkfræðing sem ráðunaut og falið hon- um að ganga frá áætlunum og tillögum um virkjun Sogsins. Lauk hann áliti sínu í febrúar 1948. Áætlaður kostnaður varð: Neðri Fossar með opnum skurði 41.000.000 Neðri Fossar með jarðgöngum, steyptum 35.900.000 Efra Sog 27.200.000 Samkvæmt þessari áætlun verður virkjun Neðri Fossa meira en 5 millj. kr. ódýrari með jarðgöng- um en með opnum skurði, og þó 8 millj., ef hægt er að nota ófóðruð jarðgöng. Þessi munur á kostnaði stafar að nokkru leyti af því, að gert var ráð fyrir fjórum samstæðum í ofanjarðarstöð, en aðeins tveim í neðanjarðarstöðinni. Á hinn bóginn mundi þurfa að þekja yfir skurðinn, ef hann ætti að gefa sama rekstraröryggi og jarðgöng, og er þakið áætlað á tvær til þrjár millj. kr. Berdal mælir þess vegna eindregið með því, að byggð verði jarðgöng, en ekki opinn skurður. Jafn- framt leggur hann til, að sprengd verði jarðgöng í tilraunaskyni, til þess að séð verði, hvernig bergið reynist. Jarðgöngin. Almenna Byggingafélagið tók að sér að byggja jarðgöngin, og fékk Rafmagnsveitan norskan námu- verkfræðing, Herbert Bronder frá Osló, til þess að standa fyrir verkinu. Göngin byrja í lækjargrafningi á vesturbakka Sogsins skammt neðan við Kistufoss. Fyrst var grafið gegnum fremur lausan sandstein og ruðning, en brátt kom að austurbrún blágrýtis- lagsins B II, og var nú reynt að komast undir blá- grýtislagið með jarðgöngin. Hraunbrúnin er úr stuðla- bergi, sorfin mjög og þunn fremst. Fyrst í stað losnuðu stuðlarnir við sprengingarn- ar og hrundu ofan í göngin, en þegar blágrýtislagið var orðið h.u.b. 4 m þykkt, hætti að hrynja úr því við sprengingarnar, og var nú hægt að byrja á sjálf- um jarðgöngunum inn undir blágrýtislagið. Hraunið hefur runnið þarna á sléttum sandi eða vatnsbotni, sem hallar eilítið innundir hraunið. Grafin voru um það bil 30 m löng og 5,5 m víð jarðgöng, og var 3. mynd. Unnið í jarðgöngxinum haustið 1947.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.