Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 15
TlMARIT V.F.l. 1949 51 4. mynd. JarðgÖngin haustið 1947. neðra borð blágrýtislagsins notað sem þak á göng- unum. Göngin lágu að mestu leyti í ruðningi, sem minnir einna helzt á jökulurð. Ekki hefur samt heppnazt að finna rispaða steina í ruðningnum, en þess er sumstaðar krafizt til sönnunar því, að um jökulurð sé að ræða. Ruðningurinn lá á blágrýti, B III, en ofan til virtist hann vatnsþveginn, og ofan á honum, milli hans og basaltlagsins B II, lá þunnt lag af blá- svörtum sandi. Liturinn á sandinum þótti benda til þess, að hann væri blandinn lífrænum efnum, enda reyndist hann innihalda kolefni. Sýnishorn af sandi þessum er nú til frjógreiningar í Helsingfors, en nið- urstöðurnar eru ekki komnar. Ruðningsins hafði ekki orðið vart í borkjörnun- um, og kom hann því nokkuð að óvörum. Var nú borað 50—60 m ofan við munnann á jarðgöngun- um til þess að rannsaka ruðninginn. Hans varð að vísu vart i borholunni, en virtist þar mun þynnri en í jarðgöngunum. Ruðningurinn er blandinn leir og sandi og stendur því sæmilega í veggjum jarðgangn- ann. Hann virðist samt lítið sem ekkert límdur (se- menteraður), og mundi því með öllu óhæfur sem þak. Vorið 1948 voru jarðgöngin tæmd, og stóðu vegg- irnir þá óhaggaðir. Samt er óvíst, hvort ruðningur- inn geti þolað straumnúning við veggi og gólf í jarð- göngunum. Mesta breidd jarðgangnanna er 5,5 m, en gert er ráð fyrir, að þau verði 7—8 m breið. Bronder telur mjög líklegt, að basaltið geti þolað 7 m hvelfingu. Til eru brimsorfin göt og hellar i stuðluðu basalti með meiri breidd en 8 m. Fingalshellirinn við Skotlandsstrendur er sennilega mun breiðari, og Raufarhólshellir í Vindheima- hrauni á Reykjanesi mun vera yfir 10 m, þar sem hann er breiðastur. Úr veggjum og lofti Raufarhólshellis hefur mjög hrunið í jarðskjálftum. Næst veggjum neðan i hvelf- ingunni eru grófir og nokkuð óreglulegir basaltstuðlar, en í miðri hvelfingu er einungis eftir yzta hraunskánin með götum hér og þar. Seinustu boranirnar. Bergfræðilegt yfirlit. Árangurinn af tilraunagöngunum var fremur góð- ur. Sýnt þótti, að blágrýtislagið væri gott þak, og að jafnvel lausustu bergtegundirnar, sem líkur þótti til, að jarðgöngin lægju gegnum, væru nógu harð- ar til þess að standa í veggjum þeirra óstuddar meðan á byggingunni stæði. Þá voru og uppi raddir um, að æskilegt gæti ver- ið að grafa jarðgöngin alla leið upp að Ljósafossi, og byggja neðanjarðarstöðina þar upp frá. Með því sparaðist stíflan við Irufoss, og mundi.sá sparnaður vega á móti auknum kostnaði við lengri jarðgöng. Þá hefði líka allt Neðra Sog komið í eitt orkuver, og eru kostir þess auðsæir.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.