Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 18
54 TlMARIT V.F.I. 1949 8. mynd. Raufarhólshellir. Hvelfingin. Fyrsta stjórn Sogsvirkjunarinnar er skipuð þess- um mönnum: Fyrir Reykjavíkurbæ: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Guðmundur H. Guðmundsson, bæjarstjórnarfulltr. og Einar Olgeirsson, alþingismaður. Fyrir ríkið: Sigurjón A. Ólafsson, fyrrv. alþingismaður og Sigtryggur Klemenzson, stjórnarráðsfulltrúi. Seinustu áætlajiir og útboð. Jafnhliða samningunum milli ríkis og bæjar var unnið að endanlegum áætlunum og útboðslýsingum. 9. mynd. Aldeyjarfossgljúfur við Skjálfandafljót. Stuðlaberg í blágrýtishrauni. Neðst stórir lóðréttir stuðlar, þá óreglu- legir smástuðlar og efst straumlcgótt hraun. Gert er ráð fyrir, að Irufoss og Kistufoss verði virkjaðir í einu orkuveri, sem liggi neðanjarðar rétt austan við Irufoss, með jarðgöngum fyrir frárennsli í ána kippkorn vestan við Kistufoss. Vatnsborð ofan við stöðina verður 64,0 m. y.s. 1 munna jarðgangnanna verður vatnsborðið 25,5 m y.s. við 100 teningsmetra rennsli á sekúndu, en 26,0 m við 150 m3/sek. Fallhæðin verður því alls 38—38,5 m. Orkuverið er áætlað fyrir 150 mVsek., sem skipt- ast á þrjár samstæður, hverja með 22.000 ha. orku. I fyrstu lotu verða tvær samstæður settar upp. Á írufossbrún verður byggð steinsteypustífla með botnrásum og yfirfalli. Stíflusporðurinn að vestan verður með steinsteypukjarna í miðju og jarðfyll- ingu frá báðum hliðum. Rétt við stífluna austan árinnar er vatnsinn- rennslið með ristum og ísrennu. Frá innrennslinu verða sprengdar þrjár aðrennslisrásir skáhallt niður að túrbínunum. Rásirnar verða fóðraðar með járn- bentri steinsteypu, og ef til vill verða járnpípur steyptar innan í þær. Inngangurinn í stöðvarhúsið verður um lóðrétt op með lyftu og krana fyrir þungavöru. Einnig verð- ur loftop fyrir jarðgöngin. Sogpípurnar frá túrbínunum sameinast í hólfi við enda jarðgangnanna. Ætlazt er til, að jarðgöngin fyllist aldrei alveg af vatni. Á þann hátt á að komast hjá því að byggja svelg (reguleringskammer) við stöðina. Gert er ráð fyrir, að jarðgöngin verði fóðruð með

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.