Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Page 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Page 18
54 TÍMARIT V.F.I. 1949 8. mynd. Raufarhólshellir. Hvelfingin. Fyrsta stjórn Sogsvirkjunarinnar er skipuð þess- um mönnum: Fyrir Reykjavíkurbæ: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Guðmundur H. Guðmundsson, bæjarstjórnarfulltr. og Einar Olgeirsson, alþingismaður. Fyrir ríkið: Sigurjón A. Ólafsson, fyrrv. alþingismaður og Sigtryggur Klemenzson, stjórnarráðsfulltrúi. Seinustu áætlanir og útboð. Jafnhliða samningunum milli ríkis og bæjar var unnið að endanlegum áætlunum og útboðslýsingum. 9. mynd. Aldeyjarfossgljúfur við Skjálfandafljót. Stuðlaberg í blágrýtishrauni. Neðst stórir lóðréttir stuðlar, þá óreglu- legir smástuðiar og efst straumlcgótt hraun. Gert er ráð fyrir, að Irufoss og Kistufoss verði virkjaðir í einu orkuveri, sem liggi neðanjarðar rétt austan við írufoss, með jarðgöngum fyrir frárennsli í ána kippkorn vestan við Kistufoss. Vatnsborð ofan við stöðina verður 64,0 m. y.s. I munna jarðgangnanna verður vatnsborðið 25,5 m y.s. við 100 teningsmetra rennsli á sekúndu, en 26,0 ni við 150 m3/sek. Fallhæðin verður því alls 38—38,5 m. Orkuverið er áætlað fyrir 150 m3/sek., sem skipt- ast á þrjár samstæður, hverja með 22.000 ha. orku. I fyrstu lotu verða tvær samstæður settar upp. Á Irufossbrún verður byggð steinsteypustífla með botnrásum og yfirfalli. Stíflusporðurinn að vestan verður með steinsteypukjarna í miðju og jarðfyll- ingu frá báðum hliðum. Rétt við stífluna austan árinnar er vatnsinn- rennslið með ristum og ísrennu. Frá innrennslinu verða sprengdar þrjár aðrennslisrásir skáhallt niður að túrbínunum. Rásirnar verða fóðraðar með járn- bentri steinsteypu, og ef til vill verða járnpípur steyptar innan í þær. Inngangurinn í stöðvarhúsið verður um lóðrétt op með lyftu og krana fyrir þungavöru. Einnig verð- ur loftop fyrir jarðgöngin. Sogpípurnar frá túrbínunum sameinast í hólfi við enda jarðgangnanna. Ætlazt er til, að jarðgöngin fyllist aldrei alveg af vatni. Á þann hátt á að komast hjá því að byggja svelg (reguleringskammer) við stöðina. Gert er ráð fyrir, að jarðgöngin verði fóðruð með

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.