Ísfirðingur - 02.10.1990, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 02.10.1990, Blaðsíða 1
|Mif$Íitg)fiir BLAÐ TRAMSÓKNAKMANNA / VESTFJAROAKJÖKDGMI 40. árg. Þriðjudagur 2. október 8. tbl. Kjördæmisþing framsóknarmanna 1990 Dagana 8. og 9. september s.l. var kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Vestfjarðakjör- dæmi haldið að Núpi. Varaformaður Framsóknar- flokksins, Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, var gestur þingsins og flutti hann fróðlegt erindi um stjórnmála- viðhorfið í landinu. Auk Halldórs fluttu ávörp sem Siv Friðleifsdóttir, nýkjör- inn formaður SUF, Bjarney Bjarnadóttir, fulltrúi Lands- sambands framsóknarkvenna og Egill Heiðar Gíslason fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins. Þingforsetar voru þeir Guðmundur Hagalínsson frá Hrauni á Ingjaldssandi og Guðmundur Ingvarsson frá Þingeyri. Þingið var starfssamt, um- ræður líflegar og rædd þau mál sem efst eru á baugi um þessar mundir. Formaður flokksins, Stein- grímur Hermannsson gat ekki setið kjördæmisþingið að þessu sinni og mun það vera í fyrsta sinn í um aldarfjórðung sem hann situr ekki kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörð- um. Hér inni í blaðinu eru álykt- anir þingsins um helstu mála- flokka. Miklar umræður urðu um framboðsmál til næstu Alþing- iskosninga. Var ákveðið að efna til skoðanakönnunar með- al félagsmanna í framsóknar- félögum á Vestfjörðum. Kosin var fimm manna nefnd sem annast framkvæmd skoðana- könnunarinnar og gerir síðan tillögu til aukakjördæmisþings að framboðslista til Alþingis- kosninga. Stefnt er að því að framboðs- listinn liggi fyrir seinni hluta nóvember næstkomandi. Stjórn kjördæmissambands- ins var cndurkjörin en hana skipa: Sveinn Bernódusson, Bolungarvík, formaður, Magnús Björnsson, Bíldudal, varaformaður og aðrir í stjórn: Sigurgeir Magnússon, Patreks- firði, Bcrgþóra Annasdóttir, Þingeyri, Einar Hreinsson, ísa- firði, Eðvarð Sturluson, Suður- eyriogElíasOddsson, fsafirði. Fulltrúar í miðstjórn Fram- sóknarflokksins voru kosin: Magdalena Sigurðardóttir, ísa- firði, Guðmundur Hagalíns- son, Hrauni, Sigurgeir Magn- ússon, Patreksfirði, Guðbrand- ur Björnsson, Smáhömrum og Magnús Björnsson, Bíldudal. Af hálfu ungliða voru kosin: Björgvin Valdimarsson, Bol- ungarvík, Óskar Torfason Drangsnesi og Sesselja Bern- ódusdóttir, Bolungarvík. Dýrafjarðarbrúin Smíði brúar yfir Dýrafjörð er að mestu lokið og verður grafið undan henni síðar í haust, en ennþá stendur hún á þurru. Vel hefur gengið að fylla undir veginn að vestanverðu en fyllingin verður nú látin jafna sig og síga en verkinu síðan lokið næsta sumar. Dýrafjarðarbrú verður mikil samgöngubót, einkum að vetrarlagi, því snjóþungt er á þeim kafla sem hún tekur af. Myndin er tekin af brúnni snemma í september. Fundarsalurinn í grunnskólanum að Núpi er hinn vistlegasti. Hér má sjá hluta þingf ulltrúa. Stjórnmálaályktun Kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Vestfjarða- kjördæmi haldið að Núpi 8.-9. september 1990 fagn- ar þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við verð- bólguna, sem nú er minni en verið hefur um áratuga skeið. Standa verður vörð um þjóðarsátt í kjaramálum og þann jákvæða árangur sem náðst hefur í efnahagsmál- um. Vaxandi fjöldi gjald- þrota fyrirtækja og einstak- linga bendir til þess að raunvextir séu of háir. Af- nema þarf vísitölubindingu og veita bönkum og pen- ingastofnunum strangt að- hald hvað snertir rekstrar- kostnað og fjárfestingar. Byggðaröskun er stærsta vandamál þjóðarinnar, jafnt fyrir landsbyggð sem höfuðborgarsvæði, þar sem tæpast hefst undan að búa vaxandi íbúafjölda þau skilyrði sem þarf. Þingið skórar á ríkis- stjórnina að velja nýju ál- veri stað utan suðvestur- hornsins í stað þess að auka enn á ójafnvægi með bygg- ingu þess á höfuðborgar- svæðinu. Vestfirðingar krefjast þess að fá sanngjarnan skerf af þjóðartekjum til uppbyggingar atvinnulífs, til dæmis með aukinni hlut- deild í sjávarafla í stað stóriðju. Kjördæmisþingið vekur athygli á mikilli manneklu í mennta- og heilbrigðis- störfum á landsbyggðinni. Aðstöðu og kostnaðar- mun landsmanna til þessar- ar þjónustu verður ríkis- valdið að jafna í stað þess að leggja sífellt þyngri byrðar á herðar sveitar- fclaga og einstaklinga af þessum sökum. Þingið áréttar þá stefnu Framsóknarflokksins að aðild að EB komi ekki til greina, en styður áfram- haldandi s.amninga, svo sem-um lækkun og afnám tolla af fiskafurðum. Kjördæmisþingið fagnar opnun skrifstofu Byggða- stofnunar á Vestfjörðum og komu iðnráðgjafa til starfa hér og væntir mikils árangurs af störfum þeirra fyrir Vestfirðinga. Við búum í góðu landi með gjöfulum auðlindum sem við þurfum að nýta af forsjálni. Jafnframt því sem nýting orkulinda og aukning ferðamanna skilar okkur vaxandi gjaldeyristekjum verðum við að auka um- hverfisvernd og umgangast landið af virðingu. Efla þarf stórlega meng- unarvarnir, gróðurvernd og uppgræðslu örfoka lands. Heimili og heilbrigt fjöl- skyldulíf eru hornsteinar samfélagsins. Stuðla verð- ur að því að sem flestir geti stundað atvinnu sína og menntað börn sín í heima- byggð, svo ekki þurfi að sundra heimilum af þeim sökum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.