Ísfirðingur


Ísfirðingur - 02.10.1990, Page 2

Ísfirðingur - 02.10.1990, Page 2
2 ÍSFIRÐINGUR m Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vestfjörðum. Blaðstjórn: Pétur Bjarnason, ritstjóri (ábyrgðarmaður) Anna Lind Ragnarsdóttir, Guðmundur Jónas Kristjánsson, Kristjana Sigurðardóttir, Magni Guðmundsson, Sigríður Káradóttir. Pósthólf 253, ísafirði Prentvinnsla ísprent. Leiðari Löngum hafa stjórnmálamenn talað fjálglega um byggða- mál, fólksflóttann og nauðsyn þess að snúa þessari þróun við. Erfiðleikarnir hafa meðal annars verið taldir liggja í einhæfni atvinnu, vöntun nýrra atvinnutækifæra og fleira í þeim dúr. Hvað gerist síðan þegar tækifærið berst þeim upp í hendurn- ar í formi nokkur hundruð nýrra starfa við og í tengslum við álvinnslufyrirtæki? Það virðist ákveðið að nota þetta tækifæri til þess að auka enn á þensluna á suðvesturhorninu í stað þess að grípa tæki- færið og setja álverið niður á Reyðarfirði, þar sem það hefði getað aukið stórle^a möguleika Austfirðinga til nýrrar sóknar, mannfjölgunar og þannig möguleika á stórbættri þjónustu, með þeim atvinnumöguleikum sem þar fylgdu. Pau rök sem færð hafa verið fram um áætluð hafnargjöld, kostnað við aðflutning fólks og margt fleira af sérfræðingi sem reiknaði arðsemi þeirra staða sem í boði hafa verið eru harð- lega gagnrýnd af Austfirðingum, enda ekki í samræmi við raunveruleikann. Álver við Reyðarfjörð, alþjóðlegur flugvöllur á Egils- stöðum, útflutningshöfn með styttri siglingaleið til Evrópu en annars staðar frá landinu er þjóðhagslegur ávinningur. Það sem er þó erfiðast að sætta sig við er viðhorf ráðamanna í þessum efnum. Menn fara að trúa því að byggðastefna sé orð, einkum ætlað fyrir dreifbýlinga til að nota í orðræðum sín á milli og fyrir stjórnmálamenn þegar rætt cr við dreifbýl- inga. Alls ekki stefna sem eigi að hrinda í framkvæmd þó tækifæri komi upp í hendurnar. Reyndar má ekki gleyma skuggahliðum þessa máls, þeirri mengun sem óhjákvæmilega fylgir stóriðju. Vaxandi kröfur og stöðugt batnandi tækni í mengunarvörnum ættu þó að tryggja það að slík mengun yrði í lágmarki. Aðalatriði þessa máls er sú sorglega staðreynd, að örfáir ráðamenn hafa vald til að klúðra stórmálum sem þessu sem hér um ræðir á þann veg, að óbætanlegur skaði kann að hljótast af. Er enn of seint að snúa við blaðinu? PB. Skoðanakönnun meðal félags- bundinna framsóknarmanna Svo sem frá er greint á for- síðu var á kjördæmisþingi kos- in framboðsnefnd til að gera til- lögur til aukakjördæmisþings að framboðslista til næstu Al- þingiskosninga. Ákveðiö hefur verið að við- hafa skoðanakönnun meðal félagsbundinna framsóknar- manna á Vestfjörðum til leiö- beiningar fyrir framboðsnefnd viö uppstillingu listans. Á baksíðu er birt auglýsing framboðsnefndarinnar, en framboðsfrestur cr til 15. þ.m. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI LÆKNARITARI 50% starf læknaritara er laust til umsóknar nú þegar. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri eða framkvæmda- stjóri í síma 4500 virka daga. W_0m^A FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ f m Á ÍSAFIRÐI RÆSTING OG BUR 70 % starf við ræstingu og búrstörf er laust nú þegar. Vinnu- tími frá kl. 11.00 til 19.00. Hreinleg og góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur ræstingastjóri í síma 4500 fyrir hádegi. =- Póstur ^ og sími LAUSTSTARF Laus er til umsóknar 50% staða póstafgreiðslu- manns við pósthúsið á ísafirði. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri. Stöðvarstjóri. Blaðamaður Blaðstjórn ísfirðings auglýsir eftir fjölhæfum starfsmanni til að vinna við Isfirðing í vetur. Helstu verkefni verða: Öflun efnis og auglýs- inga í blaðið, frágangur blaðins til prentunar, innheimta auglýsinga, og önnur störf í þágu blaðins. Æskilegt væri að við- komandi tæki til starfa 1. nóvember n.k. Launakjör eftir sam- komulagi. Upplýsingar gefur Pétur Bjarnason í síma 94- 4684 og vinnus.94-3855. Ennfremur aðrir blað- stjórnarmenn (sjá blað- haus). Blaðstjórn ísfirðings. FLUGLEIDIR VETRARAÆTL UN GILDIR FRÁ 10. SEPTEMBER TIL 19. MAÍ. REYKJAVÍK - ÍSAFJÖRÐUR - REYKJAVÍK GILDISTÍMI TÍÐNI FRA REK TIL IFJ FRA IFJ TIL REK 10/9-28/10 og 11/2-19/5 MÁN/ÞRI/MIÐ/FIM/FÖS 08.30 09.15 09.45 10.30 10/9-19/5 SUN 09.45 10.30 11.00 11.45 29/10-10/2 MÁN/ÞRI/MIÐ/FIM/FÖS 09.45 10.30 11.00 11.45 10/9-19/5 LAU 11.15 12.00 12.30 13.15 29/10-10/2 DAGLEGA NEMA LAU 15.00 15.45 16.15 17.00 10/9-28/10 og11/2-19/5 DAGLEGA 16.30 17.15 17.45 18.30 Flugfélag Norðurlands AKUREYRI - ÍSAFJÖRÐUR - AKUREYRI FRÁ TIL FRÁ TIL GILDISTÍMI TÍÐNI AEY IFJ IFJ AEY 10/9-19/5 MÁN/MIÐ/FÖS 12.30 13.20 13.50 14.50 10/9-10/2 SUN 12.30 13.20 13.50 14.50 17/2-19/5 SUN 17.30 18.20 18.50 19.50 FLUGLEIDIR 11 Passið ykkurá myrkrinu! Il UMFEROAR RÁÐ

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.