Ísfirðingur


Ísfirðingur - 02.10.1990, Qupperneq 4

Ísfirðingur - 02.10.1990, Qupperneq 4
Netagerð Vestfjarða hf. ísafirði, sími 94-3413 — Útibú Hvammstanga, sími 95-12710 Eigum fyrirliggjandi merktan þríþættan togvír í 400 faðma rúllum 22 og 24 mm. Netagerð Vestfjarða hf. SUF þing að Núpi í byrjun september s.l. var 23. þing Sambands ungra fram- sóknarmanna haldið að Núpi í Dýrafirði. Þing SUF eru haldin annað hvert ár, en nú í fyrsta sinni á Vestfjörðum. Þingfull- trúar auk gesta voru 60-70. Að- stæður til þinghalds að Núpi voru allar hinar ákjósanleg- ustu. Gestir ávörpuðu þingið, þ.á.m. Steingrímur Hcrmanns- son forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur flutti er- indi um „ísland og Evrópu- bandalagið." Um þaö mál, sem önnur á þinginu spunnust fjörugar umræður. Nokkrir ungir framsóknarmenn lýstu efasemdum sínum um að Is- land ætti að sækja um inngöngu í EB og kváðu sumir upp úr með það að slíkt ætti alls ekki að gera. Samþykkt var stjórn- málaályktun, svo og ályktun um umhverfismál, niöurskurð í ríkiskerfinu og flokksmál. Formaður SUF s.l. fjögur ár, Gissur Pétursson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr for- maður SUF var kosin Siv Frið- leifsdótttir, Seltjarnarnesi oger hún fyrsta konan sem gegnir því embætti. Fyrir Vestfirðinga í stjórn SUF var kosinn Geir Sigurðsson, ísafirði og til vara Eiríkur Ragnarsson, Súðavík. í miðstjórn SUF voru kosin Sigríður Káradóttir, Bolungar- vík, Gísli Gunnarsson ísafirði, Sturla Eðvarðsson Suðureyri og Björgvin Valdimarsson, Bolungarvík. framsóknarmenn við Djúp Gissuri Péturssyni stuðning hans við félag þeirra og starf- semi þess. í lokin skal hér birtur stuttur úrdráttur úr stjórnmálaályktun þingsins, „Frjálslyndi og framtíð“: Framundan blasir við ríkjasamsteypa Stór-Evrópu, sem mun snúa sér innáviö fyrst um sinn, byggja upp efnahag Heillaóskir: Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli áttræður hann sinnti mjögmargvíslegum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hann hefur einnig unnið mikið starf í þágu bændasam- takanna að ógleymdum störf- um hans að bindindismálum landsmanna, en ungmenna- félags- og bindindisstarf hefur ætíð verið brcnnandi áhugamál Halldórs. Blaðið ísfirðingur á Halldóri stóra skuld að gjalda, því greinaskrif hans fyrir blaðið hafa frá stofnun þess og fram til þessa dags sett mikinn svip á efni þess. Þau eru fá jólablöðin sem Halldór hefur ekki lagt til efni, margt af því fróöleikur sem ckki er að finna annars staðar, skýrt og fræðilega fram- sett eins og hans vinnubrögð eru jafnan. ísfirðingur flytur Halldóri og fjölskyldu hans hugheilar árnaðaróskir í tilefni af átt- ræðisafmæli hans með þökkum fyrir traust samstarf á undan- förnum áratugum. Halldór Kristjánsson fyrrum bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal í Mosvallahreppi og síðar starfsmaður Alþingis er átt- ræður í dag. Halldór á að baki langt og giftudrjúgt starf að málefnum Framsóknarflokksins; var um langt skeið varaþingmaður á Vestfjörðum, auk þess sem Frá SUF þinginu að Núpi. I ræðustól er nýkjörinn formaður SUF, Siv Friðleifsdóttir og þingforseti, Geir Sigurðsson við hlið hennar. bræðraríkja í austri en standa síðan gríðarlega sterk meöal stórvelda heims í austri og vestri. Stórkostlegar framfarir í samskiptatækni hvers konar eru af mörgum taldar kveikjan að vakningu fólksins þar sem stjórnkerfið herti að og þessi samskiptatækni niun áfram gera öllum kleift að fylgjast með þróun mála, ekki aðeins í Evrópu, heldur um allan heim. Á lítilli eyju í nyrsta hafi mun fámenn þjóð geta fylgst með vaxandi hagsæld og bættum lífskjörum almennings, fram- förum á sviði viöskipta, menntunar og mennningar hvers konar, samgangna og vís- inda, stórauknum tækifærum til þess að spreyta sig á nýjum sviðum og fá útrás fyrir sköp- unargleði sína í öruggu um- hverfi. Það er við þessar aðstæöur, sem við inunuiu þurfa að svara oftar spurningunni: „Afhverju eigum við að vera Islending- ar?“ Unga fólkið í þessu landi niun oftar velta því fyrir sér, livort hag þess sé betur borgið annars staðar, hvort lífið yfir- leitt sé innihaldsríkara annars staðar. Það er hlutverk okkar að vera íslendingar. Það er okkar að vera fámenn þjóð á harð- býlli eyju... “ GS Frá Kjördæmissambandi framsóknarmanna á Vestfjörðum Á þingi sambandsins 8.-9. sept. s.l. var samþykkt að gangast fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna vegna framboðs í komandi Alþingiskosningum. Hér með er auglýst eftir þátttöku frambjóð- enda í umrædda skoðanakonnun, sem fyrirhugað er að halda í lok októbermánaðar, og nánar verður tilkynnt um síðar. Þátttaka tilkynnist skriflega til Framboðsnefndar, Hafnarstræti 8, 400 ísafirði, fyrir 15. október n.k. Nánari upplýsingar veita: Kristjana Sigurðardóttir, ísafirði, sími: 94-3794. Sigríður Káradóttir, Bolungarvík, sími: 94-7362. Magnús Björnsson, Bíldudal, sími: 94-2261. Einar Harðarson, Flateyri, sími: 94-7772. Guðbrandur Björnsson, Hólmavík, sími: 95-13331. Framboðsnefnd.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.