Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 4
58 TÍMARIT V.F.I. 1949 /wrf C/,/.€) tnU&pra fra &/ . Pj /ry*7?vD \.f>rrrcra^in,r,y ■SfíHBODUÍf, iasa///t /,p/>CJ 1. mynd. Sandoddi í Patreksfirði. Uppdrátturinn var gerður af G. Aude 1936. Á honum sjást ailir þeir staðir, þar sem sýnishom voru tekin til rannsóknar (P1—P19), en niðurstöður af rannsókn tveggja meðalsýnishorna (PGI—PGIX) má sjá í 1. töflu. Dýpt sandsins var mæld á þeim stöðum, sem merktir eru P4, P5 og P6. — Dalsvaðall er nyrzti hluti Sauðlauksdalsvatns. komið, voru rannsökuð, en gagngerð athugun á því, hvort sementsframleiðsla myndi geta svarað kostn- aði hér á landi, mun þó ekki hafa verið gerð fyrr en 1936. Þá var hér á ferðinni danskur verkfræðingur, G. Aude, frá F. L. Smidth & Co. í Kaupmannahöfn. Hann var hér á vegum ríkisstjórnarinnar íslenzku. Hann ferðaðist nokkuð um landið ásamt Jóhannesi Áskels- syni, jarðfræðingi, og gerðu þeir athuganir á hráefn- um þeim, er til greina gátu komið til framleiðslu sements. Frá athugunum þessum er greint í ýtar- legri skýrslu til ríkisstjórnarinnar (2). I upphafi skýrslunnar er þess getið, að áður en G. Aude kom til landsins, hafi Jóhannes Áskelsson byrjað rannsóknir á hráefnum til sementsframleiðslu. Hafi hann um haustið 1935 sent til Hafnar skelja- sand frá Patreksfirði og leir frá Elliðaám, síðar einn- ig hverahrúður frá Reykjanesi. Rannsókn þessara efna hafi leitt í ljós, að úr þeim mætti framleiða fyrsta flokks portlandsement, og sú rannsókn hafi gefið tilefni til frekari athugana. Kalksteinn sá, sem hér finnst, var ekki rannsak- aður frekar vegna þeirrar umsagnar íslenzkra jarð- fræðinga, að hann fáist aðeins i göngum, og sé lega ganganna með þeim hætti, að erfitt sé að ná kalk- steininum. Hefur þetta álit aldrei verið véfengt, svo að vitað sé. Athyglin beinist þvi þegar að skeljasandinum. Fjórir staðir eru fyrst teknir til athugunar: Pat- reksfjörður, Tálknafjörður, Álftanes á Mýrum og umhverfi Stokkseyrar- Sandurinn frá Álftanesi á Mýrum er talinn of rýr til sementsframleiðslu, hann innihaldi aðeins um 16 c/i CaC03, og er sá staður því ekki athugaður nán- ar. Um sandinn í Tálknafirði er þess getið, að hann sé nægilega hreinn og auðvelt muni að nálgast hann, en magn hans hafi reynzt of lítið. Er því ekki frek- ar að honum hugað. En skeljasandurinn við Stokks-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.