Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 8
62 TÍMARIT V.F.I. 1949 Þegar sementsverksmiðjunefndin tók til starfa, var brátt farið að ræða það innan hennar, hve víð- tækt verksvið hennar væri. Kom það fram í umræðum þessum, að þegar hefði verið leitað skeljasands á Snæfellsnesi og Garðskaga, en án árangurs. Meiri hluti nefndarinnar, Jón E. Vestdal og Jóhannes Bjarnason, vildu ekki láta þar við sitja, en töldu það hlutverk nefndarinnar að huga að því, hvort eigi fyndust hentugri hráefni en þau, sem fram til þessa hefðu helzt komið til greina. Samkomulag náðist ekki í nefndinni, og var ágreiningsefnið því lagt undir úr- skurð ráðherra. Þáverandi atvinnumálaráðherra, Bjarni Ásgeirsson, tjáði sig samþykkan áliti meiri hluta nefndarinnar, og var þá þegar hafinn undir- búningur að leit skeljasands umhverfis Faxaflóa. Frá þessu öllu er nánar greint í skýrslu sements- verksmiðjunefndarinnar (8), tildrögum öllum og því, hvernig leitinni var hagað. Vísast um það allt til þeirrar skýrslu, en hér verður aðeins skýrt frá á- rangri þeim, sem náðist. Kannaður var mestur hluti strandlengjunnar vestan úr Breiðavík á Snæfellsnesi og suður á Álftanes á Mýrum, enn fremur Reykja- nesskagi að norðanverðu og stór svæði í Faxaflóa. Hvarvetna voru tekin sýnishorn til rannsókna, og segir hér á eftir frá niðurstöðum rannsóknarferð- anna og rannsókn sýnishornanna (9). Sunnanvert Snœfellsnes og Mýrar. I Breiðavík er Hraunlandarifið grátt að lit þeim megin, sem til lands snýr, og er myndað úr sandi, sem er ekki skeljasandsríkur. Hins vegar er það Ijóst að lit sjávarmegin, sums staðar mjög ljóst að lit, og sandurinn mestmegnis skeljasandur. Verður sandur- inn ljósari eftir því, sem nær dregur sjó, og úti í brimgarðinum sást glitta í gulan sandinn, þegar verið var á þessum slóðum til athugana. Austanvert við rifið er hraun, og í því eru víða skaflar af ljósum foksandi. Á hrauntanganum milli Breiðavíkur og Búða mun hvergi vera skeljasandur í fjörum til muna. En aust- anvert við Búðaós er skeljasandur í fjöru, þótt eigi sé hann mjög kalkríkur. Og nú taka við langar fjörur með misjafnlega kalkríkum skeljasandi. Óvíða er annað að sjá í fjörununum en ljósan skeljasand. Á stöku stað eru sker eða klettar í f jörunni, og tekur þar fyrir skeljasandinn. Fjaran er nokkuð mis- breið, víða um 100 m að breidd, en undan Ytri-Görð- um er breidd sandbeltisins um 300 m. Óvist er, hve djúpt sandlagið er, en i metersdjúpri holu undan Ytri- Görðum er enn sams konar sandur í botninum. Að sögn manna frá Ytri-Görðum er sandlagið þar um slóðir um 6 m djúpt. Á vestanverðum Geldinganestanganum er ekki skeljasandur í fjöru, en aftur á móti er mikið um skeljasand í víkinni austan við hann, undan Staða- stað, og austur eftir ströndinni austur fyrir Krossa. Undan Krossum er sandbeltið í f jörunni 100—200 m að breidd. Austan við Krossa er möl og grjót á köfl- um í fjörunni, en þess á milli stórir blettir með til- tölulega hreinum skeljasandi. Sandbakkar eru sums staðar allháir á þessum slóðum, og eru sumir hverjir að minnsta kosti myndaðir úr allhreinum skeljasandi. Slíkir bakkar eru t. d. undan Melkoti. Þar var hægt að ganga úr skugga um, að sandlagið væri a. m. k. 4 m að þykkt. Undan Stakkhamri er ekki til muna skeljasandur í fjöru, en aftur á móti er austurhluti Stakkhamarsness myndaður úr allhreinum skelja- sandi, að því er séð verður, og er sams konar sandur báðum megin í nesinu, bæði þeim megin, sem snýr til lands, og þeim megin, sem veit til sjávar. Þar eru háir sandbakkar, og virðist þar vera fyrir hendi mikið magn af auðtækum sandi. Skógarnesin bæði, Ytra-Skógarnes og Syðra-Skóg- arnes, eru mynduð að miklu leyti úr skeljasandi. Þar eru víða margra metra háir sandbakkar. En sá sand- ur er óvíða mjög kalkríkur. Hreinastur virðist skelja- sandurinn vera vestast í Ytra-Skógarnesi, í tanga þeim, sem er gegnt Stakkhamarsnesi. Gamlaeyri er sandrif myndað úr skeljasandi blönd- uðum basaltsandi. Mjög mikið er af slíkum sandi á eyrinni, en eigi virðist hann vera kalkríkur. Einna hreinastur virðist hann vera syðst á eyrinni, en dökknar, þegar norðar og vestar dregur. Bratteyri er að norðanverðu mynduð úr gulgráum sandi, og að því er bezt verður séð, er mikið fyrir hendi af slíkum sandi. En eigi er hann kalkríkur. I fjörunum á Hítarnesi er svipaður sandur og á norð- anverðri Bratteyri. Á Akranesi er víða mikið um skeljasand, bæði und- an bænum, sunnan hans og vestan, einkum þó á þeim slóðum, er nesið beygir til norðurs. En hvergi er verulegt magn af sérstaklega kalkríkum sandi. Á vestanverðum Hjörseyjarsandi (Þrumusandi) er allmikið af tiltölulega kalkríkum skeljasandi. Er f jaran á um 1 km vegalengd þakin slíkum sandi, og nær hann um 1 km á land upp. Sums staðar má sjá sandbakka, sem eru 2—3 m að hæð, og er sami sand- urinn neðst sem efst. I Hjörsey er víða í smávogum kalkríkur sandur, en hvergi mun vera um verulegt magn að ræða. Helzt er þó sandur í svonefndri ,,Bugt“ á sunnan- verðri eynni. Á Álftanestanga er víðast hvar frekar dökkur sandur í fjörum, allt frá Kóranesi, sem er gegnt Straumfirði, og austur fyrir Tangey. En í Ásdísar- vík hefur safnazt saman á litlu svæði allhreinn, gróf- ur skeljasandur. Upp af Ásdísarvík eru sandbakk- ar, en ekki er sandurinn þar kalkríkur. Víða voru tekin sýnishorn, þar sem sandur var skoðaður og um kalkríkan sand var að ræða. Niður- stöður á rannsóknum þessara sýnishorna má sjá í 4. töflu.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.