Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 16
70 TÍMARIT V.F.I. 1949 engu auðveldari, var þessu líparíti enginn frekari gaumur gefinn. Eftir 1936 var enn hugað að kísilsýru, sem nota mætti til íblöndunar í hráefnin til sementsframleiðsl- unnar. Beindist athyglin einkum að kísilgúr, sem Jóhannes Áskelsson hafði fundið á nokkrum stöðum, m. a. rétt neðan við Lögberg í Mosfellssveit. Voru allmörg sýnishorn af kísilgúr rannsökuð, og inni- héldu sum þeirra yfir 90% af kísilsýru, en gúrinn frá Lögbergi innihélt 88%, hvort tveggja miðað við þurran gúrinn (4). Ekki er gúrinn þó alls staðar svo kísilsýruríkur, því að sýnishorn, sem síðar voru tekin neðan við Lögberg, innihéldu mun minna af kísilsýru, og var kísilsýruhlutfallið ekki ýkja hátt. Þá er þess að gæta, að kísilgúr inniheldur mjög mikið af vatni, þegar hann er grafinn úr jörðu, allþykkt moldarlag (0,5 —2 m) liggur víðast hvar ofan á honum og kísilgúr- lagið sjálft er ekki mjög þykkt (neðan við Lögberg 1—2 m), svo að kisilgúrinn getur ekki talizt hentugt efni til framleiðslu sements, þótt vissulega mætti notast við hann, ef eigi væri völ á öðru betra. Þegar gerð var áætlun um sementsverksmiðju öðru sinni hjá F. L. Smidth & Co. (1946), var ráð- gert að nota innfluttan kísilsand saman við hráefnin, til að fá þau nægilega kísilsýrurík (5). E. Elmquist mælti með hinu sama (3), og sementsverksmiðju- nefndin hafði heldur ekkert annað úrræði. Gerði hún ráð fyrir, að þau innlend kísilsýrurík hráefni, sem þá var kunnugt um, þ.e. þau, sem nú hefur verið greint frá, myndu verða dýrari í notkun en innflutt- ur sandurinn, enda þótt verksmiðjan yrði reist við sunnanverðan Faxaflóa og miklu nær þessum hrá- efnum en Smidth og Elmquist höfðu mátt gera ráð fyrir. En fyrir margra hluta sakir var það einkar eftir- sóknarvert að fá innlent hráefni, sem nota mætti til að hækka kísilsýruinnihald hráefnablöndunnar. I skýrslu sinni mælti sementsverksmiðjunefndin með því, að notaður yrði sandur úr Faxaflóa til sem- entsframleiðslunnar og verksmiðjunni yrði valinn staður við innanverðan Faxaflóa, og þótti nú ber- sýnilegt, að einhvers staðar hér um slóðir yrði verk- smiðjan byggð, ef úr framkvæmdum yrði. Kom eink- um til greina nágrenni. Reykjavíkur eða Akranes. Því var það, skömmu eftir að sementsverksmiðju- nefndin hafði lokið störfum og skilað skýrslu sinni, að við Jóhannes Bjarnason undirbjuggum ferðalag til þess að athuga, hvort hvergi fyndist hentugt líparít sem stytzt frá þessum stöðum. Fengum við í lið með okkur Jóhannes Áskelsson, sem manna ötul- legast hefur gengið fram í því að leita hentugra hrá- efna til sementsframleiðslu, og spurðumst einnig fyrir um líparít hjá kunnugum mönnum á þessum slóðum, þótt eigi hafi það borið árangur að þessu sinni. Farið var á nokkra staði í Borgarfirði og við norð- 7. mynd. Lípárít i landi Mið-Sands í Hvalfirði. Á miðri myndinni sést i líparítið (ljós blettur). anverðan Hvalf jörð, þar sem helzt þótti líparíts von. Sýnishorn voru að sjálfsögðu tekin, þar sem ástæða þótti til. Þegar þau voru rannsökuð, kom í ljós, að steinn, sem tekinn var úr hamri úti við sjó í landi Mið-Sands í Hvalfirði, innihélt um 84% af kísil- sýru. Er svo hátt kísilsýruinnihald í íslenzku lipa- ríti mjög óvenjulegt, ef ekki einsdæmi. Við nánari rannsókn kom og í ljós, að alkalíinnihaldið var að- eins rúmlega 1%, og mun það einnig vera óvenju- legt um íslenzkt líparít. Má sjá það á meðfylgjandi mynd (7. mynd), hvar líparítið kemur fram í dags- ins ljós. Steinn þessi þótti einkar álitlegur til sements- framleiðslu saman við hin kísilsýrurýru íslenzku hrá- efni, skeljasand og basalt eða leir. Hefur hann nú verið reyndur í þessu skyni, m. a. hjá F. L. Smidth & Co. í Kaupmannahöfn. Brennt var úr honum se- ment með skeljasandi úr Faxaflóa og basaltsandi frá Akranesi, og hefur raunin orðið sú, að úr þess- um efnum einum saman megi framleiða fyrsta flokks portlandsement (12). Frá svipuðum slóðum hafa nú verið rannsökuð fleiri sýnishorn, og hefur komið í ljós, að allvíða í yfirborðinu í bökkunum úti við sjó í landi Mið- Sands í Hvalfirði er kisilsýruríkur steinn, einnig í landi Þyrils austan Bláskeggsár. Er nú sem stend- ur verið að bora á þessu svæði til að kanna magn steinsins og gæði. Ráðunautar verksmiðjustjórnar- innar við þær boranir eru Jóhannes Áskelsson og Tómas Tryggvason.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.