Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Blaðsíða 19
TÍMARIT V.F.l 1949 73 flutningur á þeim einkar auðveldur og ekki langur. Þykir vel hafa úr rætzt á eigi lengri tíma en rúmu hálfu ári. Vonandi verða framkvæmdir hafnar áður langt líður. Megi gæfan fylgja þeim, allri þjóðinni og hverjum einstaklingi til hagsældar. V. Staðsetning verksmiðju til framleiðslu sements. Ég hef nú í stórum dráttum lýst hráefnum þeim, sem nauðsynleg eru til framleiðslu sements og rann- sökuð hafa verið. Af því má ljóst vera, að kalksins og leirsins eða basaltsins vegna er hægt að byggja verksmiðju til framleiðslu sements í Önundarfirði, Patreksfirði, sennilega í Keflavík og við innanverð- an Faxaflóa. Verksmiðja í Önundarfirði myndi nota skeljasand úr innanverðum firðinum, verksmiðja á Vatneyri við Patreksfjörð sand frá Sandodda við sunnanverðan fjörðinn, verksmiðja í Keflavík myndi sennilega fá nógan sand um langt árabil frá Garð- skaga og úr Brunnastaðahverfi á Reykjanesskaga, en verksmiðja við innanverðan Faxaflóa sand af Svið- inu í flóanum. Basaltsandur eða leir fæst hvarvetna, annaðhvort við verksmiðjuna eða er skammt undan. Sé notaður innfluttur kísilsandur, má einu gilda hans vegna, hvar verksmiðjan er staðsett, enda séu hafn- araðstæður sambærilegar. En síðan líparítið fannst í Hvalfirði, hefur þriðja efnið bætzt við, sem áhrif getur haft á staðsetninguna. Og lega þess mælir ein- dregið með staðsetningu í innanverðum Faxaflóa. En það er margt fleira, sem mælir með staðsetn- ingu verksmiðjunnar þar. Hér um slóðir, í Reykjavík og í nágrenni höfuð- staðarins, er mest um notkun sements. En allt það sement, sem notað er á Suðurlandsundirlendinu, er einnig sótt til Reykjavíkur, og mun svo verða fram- vegis að óbreyttum hafnaraðstæðum. Upp af Faxa- flóa til austurs og norðurs er og mikil sementsnotk- un og fer vaxandi. Meira en helmingur alls þess sements, sem notað er hér á landi, fer til þessara staða. Er það höfuðástæðan fyrir því, hve mikilsvert það er, að verksmiðja til framleiðslu sements sé reist við innanverðan Faxaflóa, svo að eigi þurfi á kostnaðarsömum flutningum að halda til að koma sementinu frá verksmiðju til aðalmarkaðssvæðisins. Þegar skeljasandurinn fannst á sunnanverðu Snæ- fellsnesi, á Mýrum og í Faxaflóa, þótti vænlega horfa í þessu efni. Var þar með fundið aðalhráefnið, sem nota þarf í sement, skammt undan aðalmarkaðs- svæðinu fyrir sementið. Eftir nokkurt þóf í sements- verksmiðjunefndinni varð samkomulag um að mæla með notkun skeljasandsins af Sviði í Faxaflóa og taka hann fram yfir hinn vestfirzka skeljasand. Er það álit nefndarinnar ekki rökstutt sérstaklega, enda mun þess engin þörf, hagnaðurinn af notkun þess sands er svo augljós og skiptir mörgum milljónum króna á ári. En hvar við innanverðan Faxaflóa á verksmiðja sú að standa, er hagnýtir skeljasandinn úr Fló- anum ? Fyrst kemur Reykjavík að sjálfsögðu til álita, og segir notkunin þar til sín. Er velja skal stað fyrir sementsverksmiðju í Reykjavík, er því miður ekki um auðugan garð að gresja. Æskilegast væri að sjálfsögðu, að fá verk- smiðjustæði við höfnina, en þar er orðið svo áskip- að, að vart verður séð, að fyrir hendi sé nokkurs staðar lóð fyrir sementsverksmiðju, sem þarf a.m.k. 3—4 ha lands til umráða, enda var ekki ráðgert 1936 að reisa sementsverksmiðjuna hér við höfnina, og var þar þó rýmra þá en nú, t. d. í Örfirisey. G. Aude athugaði ýmsa staði í umhverfi bæjarins, er hann vann að þessum rannsóknum hér á landi 1936. Þóttu honum aðrir naumast koma til greina en Álftanes við Skerjaf jörð og Geldinganes við Kolla- fjörð. Honum þótti síðarnefndi staðurinn eilítið álit- legri og miðaði áætlanir sínar við það, að verksmiðj- an yrði reist í Geldinganesi. Þegar sementsverksmiðjunefndin gekk frá skýrslu sinni, miðaði hún einnig við verksmiðjustæði í Geld- inganesi sem hentugasta stað í nágrenni Reykjavík- ur, enda mun ekki „auðgert að benda á fáanlega lóð, sem lægi betur við í Reykjavík eða nágrenni“, eins og orðrétt segir í skýrslu nefndarinnar. Stofn- kostnaðaráætlun nefndarinnar og reksturskostnaðar- áætlun fyrir sementsverksmiðju í Reykjavík er því miðuð við verksmiðjustæði í Geldinganesi. Sementsverksmiðjunefndin gerði einnig áætlun um verksmiðju á Akranesi, en ekki á öðrum stöðum. Að vísu er enn einn hugsanlegur staður við innan- verðan Faxaflóa, og er það Hafnarfjörður. En ekki þótti ástæða til að gera sérstaka áætlun um þann stað, enda hefur hann ekki kosti fram yfir þá staði, sem nú voru nefndir, eins og síðar mun að vikið. I skýrslu sementsverksmiðjunefndarinnar er áætl- að framleiðsluverð á ópökkuðu sementi kr. 105,50 pr. t í verksmiðju á Akranesi, en kr. 116,50 pr. t í verksmiðju í Geldinganesi (8). Mismunurinn staf- ar af hærri stofnkostnaði verksmiðju í Geldinga- nesi, dýrari hráefnum og hærri vinnulaunum vegna flutnings verkamanna til og frá vinnu. Hráefnin til sementsverksmiðju á Akranesi verða ódýrari vegna þess, að í fjörunni við verksmiðjustæðið þar er bas- altsandur blandaður skeljasandi, sem notaður verð- ur í sementið. Slíku er ekki til að dreifa í Geldinga- nesi. Þessi mismunur, kr. 11,00 pr. t af sementi, minnkar lítið eitt, ef notað verður líparít úr Hval- firði til framleiðslunnar, því að þá nýtist ekki jafn- mikið af sandinum í fjörunni við verksmiðjustæðið á Akranesi. Telst mér svo til, að mismunurinn eigi

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.