Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2004, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 Fréttir DV 100 störf Samkvæmt upplýsing- um frá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar eru nú rúmlega 100 störf á lausu hjá miðluninni. Flest þeirra eru í fiskvinnslu eða 31 talsins. Óvenjumikið at- vinnuleysi mældist á höf- uðborgarsvæðinu um síð- ustu áramót en þá voru um 3.400 manns á atvinnuleys- isskrá miðað við 3.160 ár- inu áður. 23 létust í sprengingu Að minnsta kosti 23 lét- ust og 74 slösuðust í öflugri sprengingu í gasverksmiðju í hafnarborginni Skikda í Alsír í gær. Björgunarstarf stóð yfir í allan gærdag en mikill eldur braust út í kjöl- far sprengingarinnar. Orsök sprengingarinnar var ekki kunn í gær en rannsókn stendur yflr. Bandarísk og írösk yflr- völd óskuðu eftir því í gær að hópur ráðgjafa kæmi til íraks. Hlutverk hópsins væri að leggja drög að kom- andi kosningum í landinu og finna lausn á hvernig fyrirkomulagi kosninganna verði háttað. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, sagði í gær að ákvörðun þessa efnis hefði ekki verið tekin og frekari umræður þyrftu íyrst að eiga sér stað. Eiqum við séns á EM? „Ég reyndar fylgist miklu meira með enska boltanum. En handbolt- inn getur lika verið mjög spennandi þegar um svona stórmót er aðreeða.Já, ég held að við eigum séns, ég giska á sjötta sætið. Eða er það kannski óþarfa svartsýni? Segjum ein- hversstaðar í sex efstu sætun- um!" Hann segir / Hún segir „Já, við eigum alveg mögu- leika. Það er lítill munur í dag á milli l.og8. sætis, og ís- lenska liðið hefur sýnt styrk sinn íæfingum og keppnum undanfarið. Liðið hefur skorað mikið úr hraðaupp- hlaupum og ég hefekki áhyggjur af sókninni. Markvarsla og vörn verður hinsvegar að vera í lagi til að við getum keyrt okkar sterkasta vopn, sem eru hraðaupphlaupin. Allt verðurað ganga upp og ekki má vera mikið um meiðsl meðal leikmanna. Kristján Arason, fyrrum hand- boltakappi Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafna því að bjóða út umbrot á ársskýrslu bæjarins og eru staðráðin í að semja við dóttur formanns bæjarráðs um 1200 þúsund króna greiðslu fyrir verkið. Fyrirtæki dótturinnar hefur haft verkið um áraraðir. Bæjar- stjórinn segir verðið lækka á milli ára. Milljónaverk til dóttur Gunnars Birgissonar „Það getur vel veriðað einhvern tíma þegar þetta hófst hafi þetta fyrirtæki þekkt einhverja hér." Sigurður Geirdal Bæj- arstjórinn segir dóttur Bæjaryfirvöld í Kópavogi hyggjast staðfesta samning um gerð ársskýrslu bæjarins við fyrirtæki dóttur Gunnars I. Birgissonar, formann bæjarráðs. Flosi Eiríksson, fulltrúi Samfylking- arinnar sem er í minnihluta í bæjar- stjórn, lagði til í bæjarráði að gerð ár- skýrslunnar yrði boðin út. Meirihluti gefur minnihluta frest Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis flokks og Framsóknarflokks sögðust bæjarráðsmannsins hafa ákveðnir í að samþykkj a verksamning- aflað sér mikillar reynslu I inn sem gerður hafði verið við Frjálsa aPPsetningu ársskýrslu miðlun ehf, fyrirtæki dóttur Gunnars. °p°n°Jnihæinnvprnnfí A hinn boginn varð meirihlutinn við fá mjög hagstætt verð. ósk Flosa um að málinu yrði frestað til næsta bæjarráðsfundar, sem haldinn verður á morgun. Gunnar vék af bæjarráðsfundi með- an samningurinn um ársskýrsluna var ræddur. DV var neitað um aðgang að samn- ingnum við Frjálsa miðlun þar sem hann hefur enn ekki verið Það fylgir mikil hagræðing því að eiga allt til uppsett. Þeir auglýsingamenn sem við berum okkur saman við segja að þetta sé mjög gott verð hjá okkur," segir Sigurður. Bærinn knýr fram verðlækkun Frjáls ntiðlun sá um uppsetningu árskýrslunnar í mörg áður fyrir árið 2000 þegar verkið var loks boðið út. Sigurður segir bæjaryfirvöld semja með hag bæjarins að leiðarljósi en ekki hagsmuni Frjálsrar miðlunar: „Það getur vel verið að einhvern tíma þegar þetta hófst hafi þetta fyrir- tæki þekkt einhverja hér. En þegar verkið var boðið út árið 2000 þá lækk- aði verðið verulega. Það var samið til tveggja ára og nú er verið að semja um framlengingu. Verðið lækkar frá því í fyrra. Með þessum síðasta samningi er bærinn að bæta sinn hag og rýra hag fyrirtækisins," segir bæjarstjórinn. Flosi Eiríksson Fulltrúi minnihluta Samfylkingar vill afla tilboða í umbrot Hagstætt að eiga allt uppsett Samkvæmt heimildum blaðsins hljóðar samningurinn upp á 1200 þús und krónur. Að sögn Sigurðar Geirdals , ,. , , ., bæjarstjora er greiðslan til Frjalsrar semfabeintviðdótturfor- miðlunar yfir uppsetningu og umbrot mann bæjarráðs. ársskýrslunnar. Þess utan þurfl að greiða fyrir prentun og útburð inn á hvert heim- ili í Kópavogi. Það sé dýrt þegar um sé að ræða litprentaðan myndabækling upp á 50 til 80 síður í tíu þúsund eintökum „Menn fá sérfræðikunnáttu á löngum tíma. Þetta er mjög vönduð skýrsla og mikið mynd- skreytt. Frjáls miðlun hefur haft verkefnið mjög lengi og á orðið mikinn gagnagrunn af myndum. Býður eins og aðrir og er lægst Þess má geta til saman- burðar að samkvæmt heintild- um DV nam samningsupp- hæðin 750 þúsund krónunt þegar verkið var boðið út árið 2000. j Gunnar I. Birgisson segist eðli málsins samkvæmt hvergi koma nærri samningum bæjar- ins við fyrirtæki dóttur sinnar. „Hún á að eiga möguleika eins og aðrir að bjóða í verk. Hún hefur gert það og alltaf verið lægst," segir bæjarráðsfor- maðurinn. Ekki náðist tal af Flosa Eiríkssyni. gar@dv.is i Gunnar I. Birgisson FormaðUr bxjarráós vék af bxjatráðs fundi þegai stdðfesta átti vetk,- samning viá (yrirtxki dótuu luins um gerð arsskyislu fyrir Kápavogsbx. Gunnai I. fiirgh- son segist ekkert hato ined inálið ad geia. Flugleiðavélin sem hrundi á brotið hjólastell með 190 manns innanborðs á Kastrup Danskri rannsókn á Flugleiðaþotu miðar hægt Lokaskýrsla um það þegar hjólastell brotnaði undan þotu Flug- leiða á Kastrup flugvelli í júní 2001 mun verða send til umsagnaraðila á næstu mánuðum Flugleiðaþotan var rétt ófarin frá flugstöðvarbyggingunni að kvöldi 28. júní 2001 þegar gaffall á öðru aft- urhjóla vélanna hrundi niður af hjólastellinu og skall á flugbrautina. Um borð voru 182 farþegar og átta áhafnarmeðlimir. í stuttri frumskýrslu Rannsókn- arnefndar flugslysa í Danmörku, sem út kom síðar sama ár, sagði að orsök óhappsins hafi verið tæring í hjólabúnaðinum. Lokaskýrslan hef- ur verið væntanleg um alllangt skeið en útgáfunni hefur ítrekað verið frestað. „Rannsóknarnefndin áformar að senda skýrsluna til umsagnaraðila í febrúar eða mars. Þeir hafa 60 daga umsagnarfrest. Þegar skoðun um- sagna þeirra er lokið verður skýrslan opinberuð. Rannsóknarnefndin reiknar því með að hægt verði að birta skýrsluna um mitt þetta ár - að því tilskildu að núverandi forgangs- nöð nefndarinnar breytist ekki vegna annarra áríðandi verkefna," segir í svari Steen Halvorsen hjá dönsku flugslysanefndinni. Talsmenn Flugleiða hafa áður Hjólastellið Svona leit hjólabúnaður Boeing-þotu Flugleiða út eftir óhappið á Kastrup. Myndin erafheimasíðu Rannsóknarnefndar flugslysa í Danmörku. sagt að farþegum og áhöfn hafi ekki hefði brotnað nema þotan væri kyrr- verið hætta búin þar sem tæknilega stæð. útilokað væri að hjólabúnaðurinn gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.