Ísfirðingur - 17.03.1997, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 17.03.1997, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Útgefandi: Kjördæmisráð Framsóknarmanna á Vestfjörðum. Blaðstjórn: Halla Signý Kristjánsdóttir, ritstjóri (ábyrgðarmaður) Jóhann Hannibalsson, Magni Guðmundsson, Sigríður Magnúsdóttir.Lárus Hagalínsson Guðlaug Bernódusdóttir. Sími ritstjóra: 456-7640. Pósthólf 253, ísafirði. Prentvinnsla: ísprent hf. ísafirði Uppgjöf? Sagt er um okkur Vestfirðinga að við séum allir I smákónga- leik. Og gleymum okkur við að reyna að skríða upp í hásætið. En ef þangaó er komið er víst að þaðan er gott útsýni. En mörgum verður svimgjarn svona hátt uppi og falla því ofan. En sannir Vestfirðingar standa bara upp og reyna að komast upp aftur. Ætli þessi stefna sé svo slæm. Hér er vítt til veggja og nóg pláss fyrir alla svo það er allt í lagi að breiða svolítið úr sér. Ég heyrði ágæta fullyrðingu um daginn um Vestfirðinga. Það var maður (vestfirskur og var með öðrum, sunnlendingi) vestur í Bandaríkjunum á söluráðsstefnu og hitti þar víðförlan sölu- mann. Þeirtóku tal saman og hafði þá sölumaðurinn það á orði að það væri alveg merkilegt, ef hann hitti tvo íslendinga þá skildi alltaf annar þeirra vera Vestfirðingur eða vera ættaður þaöan. Þetta er kannski ekki svo fjarri lagi. Við berumst mikið á og erum oft mikið áberandi. En kannski þess vegna ættum við að athuga hvernig við komum fram og hvað við segjum. í 95 % tilfella, ef að fjölmiðlar koma hingað vestur og taka tal af fólki, þá hitta þeir þá óánægju sem segja frá því með grátstafinn í kverkunum hve illa þeir eru leiknir af átthagafjötrunum og mundu sko vera farnir héðan í gær, ef þess væri nokkur kostur. Hvaða ímynd erum við að skapa okkur Vestfirðingar? Það eru ekkert þessir andskotar að sunnan sem eru að murka úr okkur lífið. Það erum við sjálf að gera með þessu dómadagssvart- sýnisrugli. Ekki svo að skilja að allir Vestfirðingar sitji við al- snæktarborð og strjúki þanin kvið. Örugglega ekki en er það ekki sama um allt land. Ég hef hitt fólk fyrir „sunnan" sem er svo aldeilis hlessa á hvernig við getum hokrað hérna út á hjara veraldar þar sem allir eru hvort eð er á förum. En erum við á förum ? Jú auðvitað endar það á því að allir fara ef við hömrum á því endalaust við nágrannann eða fjölmiðlana sí og æ að hér sé allt að komast á vonar völ og engin leið sé út úr élinu. Við löðum a.m.k. engan til okkar með þessu væli. Við verðum aö fara að taka upp þann gamla vestfirska hátt að fara að bera okkur mannalega og berja okkur á brjóst og sýna sjálfum okkur og öðrum að við séum hér af því að við viljum það sjálf. Hugsum okkur komandi kynslóðir. Það sem þau hafa frá okkur er að okkur leið svo illa hérna. Þá eru þau auðvitað ekkert að ganga í okkar spor. Brennt barn forðast eldinn. Við Vestfirðingar höfum verið frumkvöðlar á svo mörgum sviðum og sýnt það og sannað að við erum orkumiklir og lítum á að vandamálin séu til þess að leysa þau. Ég held nefnilega að það sé enginn tilviljun aö íslenski geimfarinn, sem á að fara að skjóta út í geiminn á komandi sumri sé Vestfirskur í aðra ættina. hsk TH sölu Völusteinsstrœti 28,Iiolungarvík 2x75m2, ásamt bílskúr og garðskála, Mikið end- urnýjað, nýlegt eldhús, skipt um þak og klætt 1991. Algjört dekurhús. Uppl. í síma 456-7279 Safnskóli eða hverfaskóli Jón Reynir Sigurvinsson, aðstoðarskólameistari Jón Reynir Sigurvinsson að- stoðarskólameistari F.V.Í., er fulltrúi framsóknarmanna í fræðslunefnd ísafjarðarbæjar. Blaðamanni ísfirðings lék for- vitni á að vita hvernig nefndar- störfum liði. Hvemig gengur samvinnan í fræðslunefndinni? Samstarfið við fræðslunefnd hefur verið með ágætum þó á- greiningur sé um einstök mál sem er bæði eðlilegt og nauðsynlegt. Við í minnihlutanum höfum gefið meirihlutanum tækifæri til að vinna sig í gegnum ýmis vanda- mál er varða yfirtöku grunnskól- ans í sameinuðu sveitarfélagi. Nú cr kjörtímabilið senn hálfnað og tel ég að það fari ekki að reyna á pólitíska hliða samstarfsins fyrr en á seinni helmingi þess. Hvað líður byggingu nýs leik- skóla? Fræðslunefndin hefur ekki geta haft mikil áhrif á gang mála hvað þetta varðar enda virðist meiri- hlutinn í bæjarstjórn hafa þetta alfarið á sínu borði. Reyndar var þetta eina mælanlega markmið sjálfstæðismanna á stefnuskrá í skólamálum, í sl. kosningum. Meirihlutinn stefndi á opnun leikskólans kl. 3. e.h. I. septem- ber 1996. En þar sem sá tími er reyndar liðinn þá er miðað við næsta ár, held ég. Byggingar- nefnd hefur ekki enn komið sam- an svo lítið er farið að gerast í þessu máli. Annars hefur mér fundist of mikill tími fara í um- ræður um leikskólamál hjá fræðslunefndinni, þó þau séu mikilvæg. Oft er verið að takast á um hluti sem eru framkvæmd- aratriði og ættu ekki að koma inn á borð fræðslunefndar og tefja störf hennar þar. Staðreyndin er að það bráðvantar nýtt húsnæði fyrir leikskólann og um það eru allir sammála. A meðan það mál er óleyst þarf að veita fé f ýmsar lagfæringar á Hlíðarskjóli sem er líka framkvæmdaratriði og óþarfi að koma starfsfólki þar í uppnám og neyða það til að segja upp störfum vegna roluháttar starfs- manna bæjarins. Hvað vilt þú segja um hina nýju stöðu skóla- og menningarfull- trúa? Starf Rúnars Vífilssonar hefur skilað miklum árangri. Enda er starfslýsing hans mjög yfirgrips- mikil og væri í raun hægt að skipta henni á tvo starfsmenn. Störf skólafulltrúans, skólastjóra og yfirmanns skólaskrifstofu skarast meira og minna enda mikið samstarf þeirra á milli. Ég tel að endurskoða þurfi starfslýs- ingu skóla- og menningarfulltrúa og gera nýja fyrir næsta skólaár eins og nauðsynlegt er reyndar að gera við allar starfslýsingar. Hvernig gengur að einsetja grunnskólana í Isafjarðarbæ? Staðan nú er þannig að allir skólarnir, nema grunnskólinn á ísafirði, geta hýst sína nemendur í einu. Mikill húsnæðisskortur er á Isafirði og einnig er mjög brýnt að sinna viðhaldi og endurbótum. Ljóst er að miklum fjármunum þarf að festa f steinsteypu eða í endurbótum á húsnæði sem gæti hentað fyrir grunnskólann. Á sama tíma skortir mikið fjármagn í innra starf í skólunum. Mikið óunnið starf er eftir við stefnumótun fyrir skólaumhverf- ið. I forgangsröð er umræðan um hverfaskóla annars vegar og safnskóla hins vegar. Nokkur vinna hefur þegar verið lögð í að skoða þá kosti sem í boði eru. Þar sem stefnumótunarvinna fræðslunefndar er langt í frá lokið þykir ekki rétt að fara nánar út í þær hugmyndir eða leiðir sem standa til boða. í þessu sambandi er rétl að skoða hvaða stefnu er verið að taka annars staðar. Fyrir skömmu var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar að allir skólar á Akureyri verði hverfa- skólar sem þýðir t.d. að Gagn- fræðaskóli og Barnaskóli Akur- eyrar verða sameinaðir í eina skólaslofnun. í greinargerð með tillögu skólanefndarmanna Akur- eyrarbæjar kom fram að faglega væru hverfaskólarnir betri kostur en safnskólar m.a. vegna mikilla breytinga á viðkvæmum aldri sem fylgdu safnskólakerfinu. Á sama tíma virðast fulltrúar foreldra og skólastjórar í skólum Árbæjar vera sammála þeirri hugmynd að í Árbæ verði einn safnskóli en þrír barnaskólar. I dag er Árbæjarskóli barnaskóli hverfisins og jafnframt safnskóli eða unglingaskóli hinna tveggja barnaskólanna. Haft ereftirGerði G. Oskarsdóttur fræðslustjóra í Reykjavík að það sem verið sé að breyta sé fremur í átt að sérstök- um unglingaskólum og að engin óyggjandi uppeldisleg rök mæli hvorki með safnskólum fyrir unglingastig né hcildstæðum hverfisskólum þ.e. I. - 10. bekk. I Evrópu og N-Ameríku skipta nemendur nánast alls staðar um skóla við 11-13 ára aldur. Norð- urlöndin skera sig úr livað þetta 10 bekkja fyrirkomulag varðar sem fór af stað hér á landi um 1974. Kosti safnskóla eru I. Meiri líkur eru til þess að sérmenntaðir fagkennarar fáisl til starfa og eru þetta talin ein sterk- uslu rökin fyrir safnskólunum. 2. í einum safnskóla yrðu fleiri nemendur en það ýtir undir fjöl- breytileika náms og gefur aukna möguleika á valgreinum. 3. Jal'n- ar aðstöðu allra til náms. 4. Flciri bekkjardeildir þýða að kcnnarar þurfi síður að sinna al- mennri bekkjarkcnnslu. 5. Meiri tenging við fram- haldsskólanám. 6. Með meiri fagkennslu í stað bekkjarkennslu þjálfist ungling- arnir f námi og koma betur und- irbúnir í framhaldsskóla og stökkið þangað því ekki eins mikið. Kostir hverfaskóla eru 1. Öryggisleysi l'ylgir því að skipta um skóla á þessum aldri og börnin fá á sig ótímabæran þroskastimpil. 2. Sérþekking kennaranna dreifist lengra niður eftir bekkj- arkerfinu og nýtist nemendum betur. 3. Sérbúin kennsluaðstaða fyrir allar greinar. fyrir öll börn. 4. Styttri vegalengdir og þar með minna fé í skólaakstur. 5. Heild- stæður skóli veilir börnum meiri öryggiskennd þar sem þau eru á sama stað allan grunnskólann. 6. Foreldrar vilja seinka ung- lingshegðuninni, sem þeir telja að komi enn frekar fram skipti nem- endur um skóla um svipað leyti og þeir fermast. Af þessu sést að bæði kerfin hafa sína kosli. Því eru skiptar skoðanir um þetta og er það ekki bundið við flokkspólitík heldur miklu fremur eftir reynslu og búsetu manna. Hvaða leið verður farin hér í ísafjarðarbæ er ekkert hægt að segja til um nú. Rétt er að minna á að margl í vinnuumhverfi kennara er að breytast ört með tilkomu upplýsingatækninnar. Þessi atriði munu verða þunga- miðjan í stefnumótunarvinnu fræðslunefndar cn henni verður að vera lokið fyrir I. júní n.k.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.