Ísfirðingur - 17.03.1997, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 17.03.1997, Blaðsíða 4
4 ISFIRÐINGUR Skjólskógar á Vestfjörðum og sýnt þessu mjög mikinn á- huga. A fundinum á Núpi var lagt til að stofnað verði félag landeig- enda í Önundarfirði og Dýrafirði um skjólskógarverkefnið. Sæ- mundur Þorvaldsson sagði í sam- tali við blaðið að nú á nýafstöðnu Búnaðarþingi hafi verið sam- þykktur 2. milljóna styrkur í þetta verkefni nú á þessu ári og kæmi það sér vel þar sem fjárhagsáætl- un fyrir þetta ár hljóðaði upp á 4,2 mill. Segja má að með þessu verk- efni sé hafin til vegs á ný ræktun lands og lýðs á Vestfjörðum. Og með niðurstöðum síðustu rann- sókna á jarðvegsrofi þá megum við Vestfirðingar taka okkur á sem og aðrir landsmenn og er þetta verkel'ni jákvæður þáttur í því starfi. Að lokum má geta þess að námskeið í skógrækt, skjólbelta- rækt og uppgræðslu við vest- firskar aðstæður verður haldið á Núpi á vegum Bændaskólans á Hvanneyri dagana 5.-6. apríl. Þar verður farið yfir skjól af trjám og gildi þess. Skógnytjar. Skipulag skógræktar og samhæfing við hefðbundin landbúnað, og undir- stöðuatriði skógræktar. Súgfírð ingur i SUF Búið er að ráða starfsmann til SUF (Samband ungra framsókn- armanna) í 50% stöðu. Fyrir val- inu var Vestfirðingurinn Sigrún Edda Eðvarsdóttir frá Súgunda- l'irði. Sigrún cr fyrir nokkru flutt til Reykjavíkur og vinnur nú við lokaritgerð við Háskóla Islands í uppeldisfræðum. Að sögn Sig- rúnar er margt á döfinni hjá SUF. Fyrst að lelja verður haldinn ráð- stefna um landbúnaðarmál í Ing- hóli á Selfossi þann 22. mars n.k. Innan SUF hefur verið unnið öt- ullega að hinum ýmsu málefnum og er landbúnaðarhópurinn fyrsti hópurinn sem líkur sinni mál- efnavinnu. Dagana 5. og 6. Apríl er fyrir- huguð svokölluð SUF helgi í Reykjavík og verður boðið upp á fjölmiðla og Internetnámskeið. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar dagskrá SUF er bent á að hafa samband við Sigrúnu í síma: 562-4480. Sæmundur Þorvaldsson, Bergur Torfason, Guðmundur Steinar Björgmundsson og Þórir Guð mundsson. Laugardaginn l.mars var að Núpi í Dýrafirði, haldinn skóg- ræktarfundur. Það var fram- kvæmdanefnd Skjólskóga sem boðaði til þessa fundar. A fundinum var kynnt skýrsla um skjólskóga í Dýrafirði og Önundarfirði sem Arnlín Óla- dóttir og Sæmundur Kr. Þor- valdsson eru höfundar af. Þetta verkefni, Skjólskógar, hefur nú staðið í tæp tvö ár. Segja má að hugmynd að þessu verki hafi kviknað hjá áhugafólki í skógrækt á svæðinu sem hafi velt fyrir sér möguleikum á að gera skógrækt að áþreifanlegri þætti í samfélaginu og síðan hefur bolt- inn undið upp á sig. í framhaldi af því var stofnað til sérstaks samstarfsverkefnis skógræktarfélaganna sem hlaut nafnið Skjólskógar. I framhaldi að því fór undirbúningshópur á stað að safna tekna til að hrinda verkefninu í framkvæmd og eins til að ráða skógfræðing. Var Amlín Óladóttir, Bakka í Bjarn- arfirði, fyrir valinu og Sæmundur Þorvaldsson ráðinn henni til að- stoðar. Dvaldi Arnlín á svæðinu mestan hluta sumars 1996 og gerði frumathuganir hvað varðar landgæði svæðisins, vöxt og við- gang trjáviða og eins við hug- mynda og þróunarvinnu. Tekist hefur að afla fjármuna til að hefja tilraunarræktun. Hófst undirbúningur þar strax í haust. í skýrslunni eru niðurstöður Arnlínar kynntar, og bent á hvaða kosti slík ræktun hefur fyrir svæðið og hvaða möguleikar eru fyrir hendi þ.e.a.s. hvaða tegundir henta hér o.sv.fr. Arif skógræktar á náttúrufar Helstu vandamál ræktunar á svæðinu vegna nátturufars má skipta í þrjá flokka Lágur sumar- hiti, Snjófarg á vetrum og langvarandi þurrkar á vaxtartíma. Skógrækt mun hafa jákvæð áhrif á alla þessa þætti. Lágur sumarhiti er fyrst og fremst vegna vindkæl- ingar af hafi eða niður dali. Skógrækt á úthugsuðum stöðum, í dölum og skjólbeltakerfi á lág- lendi, munu hafa þau áhrif að auka sumarhita um allt að 2 C, sem er sérlega mikilvægkt þar sem hiti er lágur hér á svæðinu. Skógur og trjárækt hafa áhrif á snjóalög og vatnsbúskap. I fyrsta lagi safnar skógur snjó og kemur þar með í veg fyrir að hann falli á aðra nálæga staði, t.d. vegi. I öðru lagi leysir snjó seinna úr skóglendi en af öðru landi. Hann geymirþannig vatnsforða. I þriðja lagi auka rætur trjánna gegn- dreypi jarðvegs. Þannig getur skóglendi minnkað hættuna á yf- irborðsflóðum. Loks safna skjól- belti á eyrurn og öðrum opnum svæðum snjó. Þurrkar að vori verða því ekki eins tilfinnanlegir, auk þess sem minni hætta er á kali yfir veturinn. Betra er að skipuleggja heilu byggðirnar með tilliti til skjól- ræktar þar sem þar kæmi meiri árangur í ljós heldur en að rækta á afmörkuðu svæði. Líka má benda á að stýra má snjóalögum við mannvirki og vegi með skjólskógabeltum og jafnvel að gera snjóflóðavarnir með trjágróðri. Auka má arðsemi hverskonar ræktunar í landbúnaði s.s. garðyrkju og ýmiskonar úr- vinnslu þess sem fellur úr skóg- unum og gefur möguleika á nýj- um framleiðslugreinum. Kom fram á fundinum að fagaðilar í skógrækt og landgræðslu hér á landi hefðu fengið skýrsluna og TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN a ass&xsi Nú gefst yerdírgum bk$ kostar ó ikemmtisiglingerr: $em kefott í keykjovíic. Vegna ótolongs samstarfs okkar víð eigertduf MAXIM GOftKt bjóSost okker nú nokkfir kietor i ferð sem kefst í Reykjovík 19. júrsi í sumor, fyrstc vtikcmeböfn er Akyreyri. í>oban er svo ho!diS framhjó jnn Moyen og tíf SvoiborSo. SíSan et fer&irmi heitió sem næsí "Smugtmnl* og tii Nor&ur-Moregs og tekí& lond í Honningsvogi víö Nordkap. Næsfu dagano verbo svo rtorsko fífSirnír, perlur Noregs, sóttir helm og komib ti! Víkur 5 Sognofirbi og tí! Flóms i Auriondsfifbi, IÞobon er holdíb tíl Bergen og loks tí! Stovangufs. Sigiingunni íýkur svo í Btemerhoven í pý5kabrtdt 2. júit cg flogiS sorndægyrs tii isíands fró Homborg. inntfoíib í verbinu er sigiingin meb fvlíu feebi, sem byfjor meb kvoídverbi 19 júaí og iýkur með morgtmverði 2. jólí. Flutningur fró skipshiib í Bremerhoven íii Hombofgat, Bugib tíi Isionds meb bfottfararsköttum og ídensk fororstjóm, Í ÖÍIum vibkomuhöfnum er bobib upp ö f|ölbrey!tof skobunorferéír og er greiti fyrir þarr sétsiokiega. ksr&ttn?).li.'Kt.v:.vvvKKKSTvrLvvimæatrœvr?zirnn'iWT)ttíttisKr?ixvv-.-r;T7t.'?Kxi;vvT;m-t:r-.r-íM ia.i.'t.i. ai.'i.siLúmiiísihi {iftmltt H ItHH-jiilÁijijl'ltsSuBtfl.TrsMt.'i.'i Verð fefbannnor et fró kr. 98.400 fyrir mannsfln í fveggjo monna tnnklefo.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.