Ísfirðingur - 17.03.1997, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 17.03.1997, Blaðsíða 5
ISFIRÐINGUR 5 Strandaganga 1997 Hin árlega Strandaganga verð- ur haldin á Hólmavík, 23. mars, Pálmasunnudag. Gengið verður í Selárdal í Steingrímsfirði. Standagangan er ein af sex Is- Iandsgönpum svonefndum á veg- um I.S.I. En Héraðssamband Strandamanna stendur fyrir þess- ari göngu og er þetta í þriðja sinn sem Strandagangan er haldin. Að sögn Vignis Pálssonar for- manns H.S.S. hefur verið sívax- andi áhugi fyrir gönguskíða- íþróttinni á Hólmavík núna síð- ustu ár. Og alltaf fjölgar þeim sem stunda þessa íþrótt. í fyrra voru keppendur 82 og komu víðsvegar að m.a. frá Siglufirði, ísafirðþog Borgarnesi. Strandamenn stefna á að kepp- endur fari yfir 100 nú í ár. Eftir gönguna er öllum keppendum og starfsmönnum keppninnar boðið í kal'fi í félagsheimilinu á Hólmavík og fer verðlaunaaf- hending þar fram. Allir þátttak- endur fá viðurkenningar fyrir þátttökuna auk þess sem verð- launapeningar eru fyrir 1.-3. sæti. Þátttökugjald er 1200 kr. fyrir sextán ára og eldri. Aðalgangan er 20 km. en líka er 5 og 10 km. ganga Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar um gönguna hjá Vigni Pálssyni í síma 451-3332 eða Hirti Þór Þórssyni formanni skíðaráðs H.S.S. í síma 451-3375. Göngu- stjóri er Þorsteinn Sigfússon. Framsóknarfélag ísafjarðarbæjar Föstudaginn 14. mars var haldinn sameiginlegur fundur framsóknarfélagana í ísafjarðar- bæ.Fundurinn var haldin í Fram- sóknarhúsinu á Isafirði. Sam- þykkt var að sameina félögin í Framsóknarfélag Isafjarðarbæjar. Kosin var undirbúningsstjórn sem skipa: Helga Dóra Kristjáns- dóttir Önundarfirði formaður. Bergþóra Annasdóttir Þingeyri, Elías Oddsson ísafirði, Þorvaldur Þórðarson Súgundarfirði og Björgmundur Örn Guðmundsson Önundarfirði. Stjórnin skal undirbúa aðal- fund nýs ielags sem haldin verður í vor. A fundinum var rætt um að stofna deildir út í hverfunum ef þurfa þykir. SEXTÍU OG SEX FLOTVINNU BÚNINGUR með lausu fóðri Uppfyllir ströngustu kröfur sjómanna um öryggi og þægindi! Ytra byröiö er úr kælihertu, vinyl- húöuöu og lakkbornu efni, sem er mjúkt viðkomu, þjált og slitsterkt. Efnið hefur gott þol gegn fiskolíum og helst þjált í kulda. Gallann er auövelt aö þrífa. Allir saumar eru hátíönirafsoönir og algjörlega vatnsþéttir. Gallinn er samþykktur af Siglinga- málastofnun ríkisins. SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. SKÚLAGÖTU 51,105 REYKJAVÍK, SÍMI 551 1520, FAX 552 6275 Dagsskrá Skíðaviku á ísafirði Sunnudagur 23. mars pálmasunnudagur 11.15 Flateyrarkirkja messa 14.00 Hólskirkja, Bolungarvík, messa 11.00 ísafjarðarkirkja, messa 15.00 Setning skiðavíku 15..00 Torgstemming: markaður með alls kyns varningi og ýmsar uppákomur Mánudagur 24. mars 13.00 Stúdó Dan: Korfuboltamót Þriðjudagur 25.mars 13.00 Stúdeó Dan: Körfuboltamót 17.00 Leikheimar: Duke Nuken netkeppni Miðvikudagurinn 26. mars 17.00 Stúdeó Dan:Körfuboltamót 17.00 Leikheimar: Úrslit í Duke Nuken keppni 17.00 Uppákomur á Silfurtorgi Fimmtudagur 27. mars. Skírdagur Messur 17.00 Þingeyrarkirkja 20.30 Flateyrarkirkja 20.30 Hnífsdalskapella 14.00 Snjóþoturallí fyrir alla fjölskylduna í Tungudal 16.00- 18.00 Snjótþotuferð að gólfskála ÍTunguskógi / bænum 10.00- 14.00 Stúdeó Dan, Skvassmót 16.00 Sjóstangamót með Blika ÍS 17.00 Leikheimar: Snókerkennsla 21.00 Alþýðuhúsið :Kvikamyndasýning Föstudagurinn langi 28.mars Messur 14,00 Þingeyrarkirkja 14.00 Hólskirkja, Bolungarvík 20.30 Suðureyrarkirkja 20.30 ísafjarkirkja Á Skíðasvæði 15.00 Furðufatadagur og grill Tungudal Sælgætisregn.Fallhlífarstökk / bænum 13.00- 16.00 Stúdeó Dan: Kraftlyftingamót allir Þyngdarflokkar 16.00 Gönguferð um eyrina með farastjóra frá Hótel ísafirði 13.00-18.00 Holt í Önundarfirði: Kaffihlaðborð í Holtskóla, troðnar göngubrautir Spákona og hestaleiga. Óvæntar uppákomur 14.00 Vagninn: Köku/kaffihlaðborð- glaðningur fyrir börn Laugardagurinn 29. mars Á skíðasvæðinu 13.00 Páskaeggjamót 12 ára og yngri 13.15 Skotfimi á skíðum 14.00 Skíðagönguferð með farastjóra 15 00 Firmakeppni á skíðum 12-16 ára Brettamót unglinga / bænum 14.00 Þingeyri: Gönguferð um söguslóðir Gísla Súrssonar undir leiðsögn 15.00- 18.00 Sveitakaffi á Alviðru í Dýrafirði 16.00-18.00 Stúdíó Dan: Þolfimveisla 16.00-18.00 Vagninn Flateyri: Dagskrá fyrir börn og unglinga 16.00 Sjóstangaveiði með Blika (S Fagranesið skíðagönguferð um Hornstrandir auglýst síðar 17.00 Litli Leikklúbburinn: Karíus og Baktus í Edinborgarhúsinu 20.30 Fagranesið : Skemmtisigling um ísafjarðardjúp 22.00 Popp Pásamessa í ísafjarðarkirkju Sunnudaginn 30. mars páskadagur Messur 08.00 Þingeyrarkirkja og morgunverður í Félagsheimilinu á eftir .09.00 ísafjarðarkirkja messa og kirkjukaffi á eftir 09.00 Hólskirkja, Bolunarvík 11.00 Flateyrarkirkja morgunverður á eftir í Safnaðarheimilinu 11.00 Suðureyrarkirkja, 14.00 Holtskirkja Önundarfirði 14.00 Mýrarkirkja, Dýrafirði 14.00 Súðavíkurkirkja Á skíðasvæðinu 13.00 Garpamót í göngu 35 ára og eldri 14.00 Garpamót í svigi, 35 ára og eldri 15.00 Hjálparsveitarmenn : æfing með leitarhunda I bænum 17.00 Litli Leikklúbburinn: Karíus og Baktus. Edinborgarhúsinu 18.00 Fjölskylduhlaðborð á Hótel ísafirði Mánudagur 31.mars annar í Páskum Skíðasvæðið opið Lif og fjör / bænum 09.00- 19.00 Innanhúss knappspyrnumót í íþróttarhúsinu Torfnesi 17.00 Litli Leikklúbbúrinn: Karfus og Baktus í Edinborgarhúsinu 21.00 Alþýðuhúsið: Kvikmyndasýning Alla daganna verða skikasvæðin opinn og líf og fjör á staðnum

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.