Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Síða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Síða 15
TÍMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1. hefti 19 58 43. árg. Virkjun Ef ra- Sogs Erindi flutt í VFl miðvikudaginn 27. nóv. 1957. Eftir Steingrím Jónsson, rafmagnsstjóra 1. Fyrstu ráðagerðir uin virkjun i Sogi. Virkjun Efra-Sogs úr Þingvallavatni á sér lengri sögu en virkjun Sogsfossanna sjálfra. Menn fengu snemma augastað á virkjun Sogsins, og þá var það eink- um Efra-Sogið, sem um var hugsað. Einar skáld Bene- diktsson stofnaði félag um síðustu aldaniót, Icelandic Water Power Exploration Syndicate, Ltd., er hafði á hendinni, um þriggja ára skeið, vatnsréttindi jarðarinnar Ulfljótsvatn.s, en félagið missti þau réttindi, af því að ekkert var aðhafst um beizlun Sogsins, sem Einar nefndi svo. Þá tók við Fossafélagið Island, er á fyrsta tugi þessarar aldar lét rannsaka vatnsaflið i Sogi og gaf út bók um rannsóknirnar 1911. 2. Virkjun FUiðaámia og Sogið. Þegar rœtt var um virkjun Elliðaánna í bæjarstjórn Reykjavíkur 1916 til 1918, var einnig rætt um virkjun > Sogi, og norskt verkfræðingafélag ,,De forenede inge- niörkontorer" i Osló, var fengið til að láta í té álitsgerð um virkjunarskilyrðin. Þeir svöruðu í stuttu máli því, að 15000 manna borg væri það ofvaxið að ráðast í virkj- un í Sogi. Lögðu þeir eindregið til að virkja Elliðaárnar með 5000 hestafla stöð eða 3500 lrw. Skyldi það kosta 2,6 millj. og vera fjárhagslega öruggt. Borgarstjórn þótti fjárhæð þessi of há. Taldi hún bæjarsjóði ofvaxið að ráðast í svo stórt fyrirtæki. Var því valin minni virkj- un með tveim vélasamstæðum, annarri 500 hestöfl, hinni 1000 hestöfl eða samtals 1000 kw afl í fyrstu. 3. Fyrsta áætlun um Efra Sog. Meðan á þessu stóð barst þáverandi ráðherra, Jóni Magnússyni, bréf frá Etatsrád N. C. Monberg i Kaup- mannahöfn, en það var hann, sem byggði Reykjavíkur- höfn og síðar Vestmannaeyjahöfn og útvegaði til lánsfé. Með bréfi Monbergs var frumáætlun um virkjun í Efra Sogi. Skyldi það kosta 8 millj. kr. Fengjust þá rúm •- ’..... ,-v ý' , SOO RtvER • PROPOSED EFRA SOC POWER PROJECT >«S7 « ,kn to ReykitYlk UEFUOTSVAtft: .UOSAFOSS POV.ER PLANT V? . «J4> 1517 . W mmr , IRArOSS-KISTlíFOSS RT' POWER PLANT • K* 1950 .• 1951 ♦V jf ^óo'KiycR. 1. mynd. Virkjunaraðstaðan. Hæðarmunur vatnanna Þingvalla- vatns op: Úlfljótsvatns or 22 m.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.