Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 16
TÍMARIT VFÍ 1958 10.000 kw við bæjarmörk Reykjavíkur. Orkuvinnslan var talin 80 millj. kwst á ári, yrði þá kostnaðarverðið 1 eyrir á kwst komið að verksmiðju. Þessu til samanburð- ar má geta þess, að raunveruleg orkuvinnsla frá Sogi árið 1956, kostaði 10 aura á kwst að meðaltali við Elliða- árnar. Tilgangurinn með bréfi Monbergs var að leita hóf- anna hjá Alþingi um, hvort Islandsfélagið myndi geta fengið sérleyfi til virkjunar í Sogi. Ráðherra bar bréfið undir þingmenn í kyrrþei. Leitaði hann undirtekta hjá þeim einslega, en fékk daufa áheyrn. Féll málið þar með niður. Hins vegar starfaði milliþinganefnd að at- hugun virkjunarmálanna, Fossanefndin, er skilaði áliti ári síðar, 1919. Hafði hún reynst mikilvirk og á árunum næstu á eftir voru samþykkt ýms lög frá nefndinni. Fyrst kom þingsályktunartillaga 1921 um, að ríkis- stjórnin léti mæla fyrir virkjunum í Sogi, þarnæst vatna- lögin 1923, lög um raforkuvirki 1924 og sérleyfislög 1926. Áætlun þá, sem Monberg sendi um virkjun við Efra Sog, hafði samið sænsk-amerískur verkfræðingur, Ernst Alexandersson að nafni, en hann var heimsfrægur á þeim tíma fyrir uppfinningar sínar á sviði raftækni. Frumáætlun þessi er um tilhögun mjög svipuð áætlun- um þeim, um virkjun Efra Sogs, sem síðar hafa verið gerðar, og þótt aðrar leiðir hafi verið athugaðar, hefur þessi tilhögun Alexanderssons ávallt orðið ofan á að lokum. Vatnið er tekið úr Þingvallavatni undan suðvest- urbakkanum, skammt fyrir ofan ósinn, um jarðgöng gegn um ás þann er skilur vötnin, Þingvallavatn og Clf- ljótsvatn, en hæðarmunur vatnanna er 22 m. Göngin verða aðrennslisgöng til stöðvarinnar, 380 m að lengd og enda að sunnanverðu við inntaksþró í miðri hliðinni, Dráttarhlið, en stöðvarhúsið stendur neðan þróarinnar á norðurbakka Úlfljótsvatns. Frárennsli frá stöðinni er mjög stutt út í vatnið. Stíflað er fyrir Þingvallavatn, en ekki gert ráð fyrir að hækka vatnsborð þess. Það er ekki hægt vegna Þing- valla sjálfra. Miðlun á vatninu má fá með lækkun vatns- borðsins. Er eðlileg vatnsborðsbreyting frá hausti til sumars allt að einum metra. Það vatn, sem er ekki not- að í stöðinni, rennur áfram um stífluna út í gamla far- veginn. 1 meðalári og þaðan af vatnsríkari árum, rennur vatn áfram í þeim farvegi mikinn hluta árs, en í vatns- litlum árum mun farvegurinn löngum vera þurr, en allt rennslið koma undan stöðinni. 4. Hvenær yrði tímabært að virkja í Sogi? Þegar rekstur Rafmagnsveitu Reykjavíkur hófst á ár- inu 1921, varð þess fljótt vart, að fyrsta virkjun í Ell- iðaánum var of lítil. Þegar á næsta ári var því hafizt handa um aukningu á aflinu upp í 1700 kw. Þetta afl dugði næstu 10 árin með því að selja rafmagnið aðeins til ljósa og vélareksturs en gæta þess, að sala rafmagns til eldunar í heimahúsum eða til hitunar yrði sem minnst. 1933 var Elliðaárstöðin enn aukin að afli upp í 3200 kw. Hafði þá verið unninn bugur á kraphættunni, sem var

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.