Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 18
TlMARIT VFl 1958 reiðubúnir að koma fram með lánstilboð. Bæjarstjörn sendi því nefnd manna um haustið til viðræðna við Sví- ana. Tóku þeir nefndinni vinsamlega, en töldu að ekki væri hægt að koma í kring lánveitingu í Svíþjóð, nema ríkisábyrgð Islands væri fengin fyrir láninu. Bæjarstjórn ályktaði því að hafna báðum framkomnum tilboðum, en snúa sér að því að sækja um rikisábyrgð fyrir væntan- lega lántöku til virkjunarinnar. Þetta varð til þess að samið var frumvarp til laga um virkjun Sogsins, en náði þó eigi samþykki Alþingis fyrr en árið 1933. 7. Annað' útboð um Sogsvirkjonina. Ljósafoss. Af þeirri reynslu, sem fékkst við útboðið 1930, var glöggt, að ekki myndi duga að koma fram fyrir lán- veitandi banka með eigin áætlun, heldur þyrfti að hafa óvilhallan ráðunaut, er væri i nægilega miklu áliti hjá lánveitanda til að bera ábyrgð á tilhögun virkjunarinnar og kostnaðaráætlunum. Á árinu 1933 voru því ráðnir norskir ráðunautar, þar a.f einn aðalráðunautur, bygg- ingaverkfræðingur, sem samdi áætlun um gerð og til- högun virkjunarinnar, en hinir voru sérfræðingar á sviði raftækni og véltækni. Tveir ráðunautanna komu hingað sumarið 1933, skoð- uðu staðhætti og sögðu fyrir um jarðfræðirannsóknir og mælingar er gera þyrfti. Gerðu þeir síðan áætlanir sín- ar um haustið og komu fram með tillögur í ársbyrjun 1934. Lögðu þeir til að hverfa frá virkjun Efra-Sogs i fyrstu byrjun. Tóldu þeír hagkvæmara að byrja á Ljósa- fossi í smáum stíl, en geyma virkjun i Efra-Sogi þar til Ljósafoss væri fullvirkjaður, eða þar til virkja mættí í Efra-Sogi með fullviðum jarðgöngum þegar í upphafi. Bæjarstjórn Reykjavíkur féllst á þessi sjónarmið, ákvað útboð innan Norðurlandanna haustið 1934 og veitti borg- arstjóra umboð til að taka lán til virkjunarinnar, allt að 250.000 sterlingspundum, sem þá var um 7 millj. ísl. króna. Við útboð komu allmörg tilboð í byggingarvinnuna frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, svo og tilboð í höfuðvélar frá Svíþjóð og Noregi. Borgarstjóra tókst að fá lán í sænskum banka með stuðningi dansks banka fyrir öll- um kaupum og framkvæmdum. Gat hann undirritað samninga um kaup á vélum og um framkvæmd bygging- arvinnunnar í desember 1934. Skyldi verkið hef jast vorið 1935 og vera lokið haustið 1937. Sænski bankinn gaf út sænskt skuldabréfalán með veði í virkjuninni og ábyrgð íslenzku ríkisstjórnarinnar. Seldust skuldabréfin vel í Svíþjóð. Áætlað var að Ljósafoss-stöðin yrði 17.500 kw full- vírkjuð með 5 vélasamstæðum, 3500 kw hverri. Skyldu settar upp tvær samstæðurnar í byrjun og gert pláss fyr- ir þeirri þriðju, en stíflan yrði gerð með inntökum fyrir allar 5 samstæðurnar. Vélar virkjunarinnar eru þó gerð- ar með þeim sérstaka hætti, að á vetrum, þegar kæliloft er eigi yfir 10°C eða kælivatn yfir 5°C, skyldu vélarnar geta tekið á sig 25% meira afl, sem varaafl stöðvarinn- ar. Voru því í rauninni uppsettar vélar í byrjun með 8800 kw afli að vetri til. Virkjun þessi tókst vel og má telja mikla gæfu, að LH/l/o/S^-o/n Jorásrtió qeonvm Orá//orhl;6 T/-S T Tr /333 Hooahó/or Tlóbarq 4. mynd. Þversnið gegnuni berglögin í stfflustæði og jarðgöngum niður að stiiðvarhúsi með jöfnunarþró og frárennslisskurði.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.