Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Síða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Síða 18
4 TÍMARIT VFl 1958 reiðubúnir að koma fram með lánstilboð. Bæjarstjórn sendi því nefnd manna um haustið til viðræðna við Svi- ana. Tóku þeir nefndinni vinsamlega, en töldu að ekki væri hægt að koma í kring lánveitingu í Svíþjóð, nema rxkisábyrgð Islands væri fengin fyrir láninu. Bæjarstjórn ályktaði því að hafna báðum framkomnum tilboðum, en snúa sér að því að sækja um ríkisábyrgð fyrir væntan- Iega lántöku til virkjimarinnar. Þetta varð til þess að samið var frumvarp til laga um virkjun Sogsins, en náði þó eigi samþykki AlþingLs fyrr en árið 1933. 7. Annað' útboð xun Sxigsvirkjunina. Ljósafoss. Af þeirri reynslu, sem fékkst við útboðið 1930, var glöggt, að ekki myndi duga að koma fram fyrir lán- veitandi banka með eigin áætlun, heldur þyrfti að hafa óvilhallan ráðunaut, er væri í nægilega miklu áliti hjá lánveitanda til að bera ábyrgð á tilhögun virkjunarinnar og kostnaðaráætlunum. Á árinu 1933 voru því ráðnir norskir ráðunautar, þar a.f einn aðalráðunautur, bygg- ingaverkfræðingur, sem samdi áætlun um gerð og til- högun virkjunarinnar, en hinir voru sérfræðingar á sviði raftækni og véltækni. Tveir ráðunautanna komu hingað sumarið 1933, skoð- uðu staðhætti og sögðu fvrir um jarðfræðirannsóknir og mælingar er gera þyrfti. Gerðu þeir síðan áætlanir sín- ar um haustið og komu fram með tillögur í ársbyrjun 1934. Lögðu þeir til að hverfa. frá virkjim Efra-Sogs í fyrstu byrjun. Töldu þeir hagkvæmara að byrja á Ljósa- fossi í smáum stíl, en gevma virkjun i Efra-Sogi þat- til Ljósafoss væri fullvirkjaðui', eða þar til virkja mætti í Efra-Sogi með fullvíðum jarðgöngum þegar í upphafi. Bæjarstjórn Reykjavíkur féllst á þessi sjónarmið, ákvað útboð innan Norðui landanna haustið 1934 og veitti borg- arstjóra umboð til að taka lán til virkjunarinnar, allt að 250.000 sterlingspundum, sem þá var um 7 millj. ísl. króna. Við útboð komu allmörg tilboð í byggingarvinnuna frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, svo og tilboð í höfuðvélar frá Svíþjóð og Noregi. Borgarstjóra tókst að fá lán í sænskum banka með stuðningi dansks banka fyrir öll- um kaupum og framkvæmdum. Gat hann undirritað samninga um kaup á vélum og um framkvæmd bygging- arvinnunnar í desember 1934. Skyldi verkið hefjast vorið 1935 og vera lokið haustið 1937. Sænski bankinn gaf út sænskt skuldabréfalán með veði í virkjuninni og ábyrgð íslenzku ríkisstjórnarinnar. Seldust skuldabréfin vel í Sviþjóð. Áætlað var að Ljósafoss-stöðin yrði 17.500 kw full- virkjuð með 5 vélasamstæðum, 3500 kw hverri. Skyldu serttar upp tvær samstæðurnar í byrjun og gert pláss fyr- ir þeirri þriðju, en stíflan yrði gerð með inntökum fyrir allar 5 samstæðurnar. Vélar virkjunarinnar eru þó gerð- ar með þeim sérstaka hætti, að á vetrum, þegar kæliloft er eigi yfir 10°C eða kælivatn yfir 5°C, skyldu vélarnar geta tekið á sig 25% meira afl, sem varaafl stöðvarinn- ar. Voru því i rauninni uppsettar vélar i byrjun með 8800 kw afli að vetri til. Virkjun þessi tókst vel og má telja mikla gæfu, að Jorásn / á (jeCjnvrry dt/orh f!Á fV-S r Tr /953 4. mynd. Þversnið gegnum berglögin í stíflustæði og jarðgöngum niður að stöðvarhúsi með jöfnunarþró og frárennslisskurði.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.