Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Síða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Síða 23
TÍMARIT VFl 1958 5 B A r r- iti/lu vs. ZZJ ŒZ □ □ □ — millif'íllítriTiTI ill ilifl'ITf Uð l'A þingvallovct.i 5. rn.vnd. Sýnir fyrirhugaða stíflu í Þingvallavatni með uppástungum um tvennskonar lokun á flððgáttum stiflunnar. hún skyldi korna þetta snemma, því tveim árum seinna var síðari heimstyrjöldin skollin á og olli því, m. a. að þörf virkjunarinnar varð miklu meiri og óx örar en við hafði verið búizt. 8. Viðlrót i IJósafoss-stöð. Þegar á haustinu 1940 var reynt að útvega þriðju véla- samstæðuna til Ljósafoss-stöðvarinnar. Fékkst hagstætt tilboð i hana frá Englandi, en enska stjórnin synjaði leyfis fyrir henni vegna styrjaldarinnar. Haustið 1941 voru fengin ný tilboð frá Bandaríkjunum. Tókst að koma vélasamstæðu þaðan heilu og höldnu á árinu 1943. Tók hún til starfa á miðju sumri 1944 með 7200 kw afli. Hefur Ljósafoss-stöðin starfað síðan með 16.000 kw afli og unnið um og yfir 100 millj. kwst árlega. Á báðum vetrunum 1942 til ’43 og einkum 1943 til ’44, áður en þriðja vélasamstæðan tók til starfa, var mikill skortur á rafmagni. Var skorti þessum mætt með spennu- lækkun á toppálagstimum svo sem mörgum mun minn- isstætt. 9. Varastöð við Elliðaár. Áður en þessi vélasamstæða var komin upp i Ljósa- fossi, hafði bæjarstjórn Heykjavíkur gert ályktanir, bæði 1944 og 1945 um að láta rannsaka hverjar leiðir væru til að sjá Reykjavík fyrir rafmagni svo að dygði til frambúðar. Varð það til þess að sett var upp Varastöð við Elliðaárnar á árunum 1946 og 1947, er tók til starfa vorið 1948. Hafði þá enn orðið skortur á rafmagni tvö næstu árin á undan, veturna 1946 og ’47 og '48, sem einn- ig var tekinn með spennulækkun. 10. Önnur virkjun i Sogi. lrafoss—Kistufoss. Jafnframt ályktun bæjarstjórnar um varastöð vorið 1945 ákvað hún og að Reykjavíkurbær skyldi beita sér fyrir aukinni virkjun í Sogi. Þegar umsókn þess efnis kom fyrir ríkisstjórnina, var talið, að til þess að Reykja- vikurbær hefði forystu um virkjunina þyrfti að breyta lögunum um virkjun Sogsins frá 1933. Var svo gert og ný lög samþykkt vorið 1946. Var unnið að mælingum, borunum og öðrum rannsóknum og undirbúningi að út- boðslýsingum á árunum 1946 til 1949. Á meðan á því stóð, kom fram ósk frá ríkisstjórninni um að gerast meðeig- andi í Sogsvirkjuninni samkvæmt heimild i lögunum um virkjun Sogsins. Tókust um þetta samningar, er voru undirritaðir sumarið 1949. Undireins á eftir var hafið

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.