Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Síða 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Síða 24
6 TlMARIT VFI 1958 útboð á vélum og efni og framkvæmd nýrrar virkjunar í Sogi. Virkjunarstaður var valinn við Neðri-Sogsfossana, írafoss og Kistufoss. Báðir fossamir og flúðir á milli og fyrir ofan og neðan hafa samtals 38 m fallhæð. Stöðin skyldi byggð neðanjarðar við Irafoss með 650 m löng- um frárennslisgöngum út í farveginn neðan við Kistufoss. Stífla skyldi gerð ofan við Irafoss svo há, að hún myndi hækka frárennslisvatnsborðið við Ljósafoss-stöðina, sem er 600 m ofar, um 20 cm. Aðrennsli til stöðvarinnar fæst frá inntaksstíflu með þrem aðrennslisæðum 50 m löngum, er sprengdar eru niður frá inntaksopum niður að stöð- inni. Skyldu því vera 3 vélasamstæður i stöðinni full- gerðri. Það var m. a. rafmagnsskorturinn, sem verið hafði imdanfarin ár, er miklu réði um valið á virkjunarstað. Þarna var mest fallhæðin og þar var því hægt að fá mesta aflið. Ráðunautur við virkjunina var hinn norski bygginga- verkfræðingur A. B. Berdal, er verið hafði við Ljósafoss- virkjunina og öllum hnútum kunnugur. TJtboðsfrestur var settur við áramótin og höfðu þá komið ýms tilboð í verk, vélar og annað efni, en sökum gengislækkunarinnar, er varð í marz 1950, var ekki hægt að ganga frá samningum fyrr en í júlí það ár. Voru þá undirritaðir samningar um framkvæmd byggingarvinnu og um höfuð vélakaup, en lánsféð kom með Marshallað- stoð Bandaríkjanna. Framkvæmdir hófust haustiö 1950 og virkjunin tók til starfa á tilsettum tíma haustið 1953. Hafði þá einnig verið rafmagnsskortur, vaxandi frá hausti 1950 í þrjá vetur fram til 1953. Var þá tekin upp sú aðferð að skifta veitukerfinu niður I hluta og taka út úr sambandi tiltek- inn hluta í senn á víxl um topptímana, þegar notkun er í hámarki. Þótt þessi aðferð kunni að þykja óþægi- legri en spennulækkun, reyndist hún mun betur, einkum fyrir allan atvinnurekstur. Við vonum nú að við séum komnir yfir þessa örðug- leika fyrir fullt og allt og að minnsta kosti næstu 12 árin. ll. Aukning á mesta afli Sogsvirkjunarinnar. Þegar Ljósafossáætlunin var gerð 1934, var talið hæfi- legt, að mesta úttekið vatnsrennsli yrði 125 tenm. á sek., og við það var mesta afl vélanna miðað. En eftir reynsl- unni við rekstur Ljósafoss-stöðvarinnar, var talið fært að auka þetta um 20%, upp í 150 tenm. á sek. Var stærð Irafoss-stöðvarinnar við þetta miðuð, fullvirkjuð 46.500 kw, þar af sett upp á fyrra virkjunarstiginu 31.000 kw, sem þar er nú í tveim vélasamstæðum. Verður þetta til þess að Ljósafoss-stöðin getur einnig í framtíðinni orðið 20% aflmeiri eða 21.000 kw í stað 17.500 kw, sem fyrst var talið í áætluninni frá 1934. umiSUMiJt MMtítSAKZO' XUOUZjÍUXM i—omim* a o OiOBAi. - OSLO - /78 6. mynd. Afstöðumynd er aýnir stlflu, legu jarðganga með inntaki viB Þing-valliivatn og Jötnunarþrú ofanvert tIB inmakHatlflu til stöCvarinnar, stöðvarhúsið og frárennslisskurðínn tit I Úlfljótsvatn.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.