Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Page 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Page 25
TÍMARIT VFl 1958 7 7. mynd. Sýnir vatnsinntakii’S og aSrennslisgöngin og etri hluta jarðgangnanna við Þingvallavatn. 11. Vöxtur rafmagnsnotkuiiiir á orkuveltusvæði Sogsvirkjunar. Meðan á Irafossvirkjuninni stóð og raunar áður, var sýnilegt að vöxturinn í rafmagnsnotkun fór vaxandi baeði vegna fólksfjölgunar á veitusvæðinu og vegna stöð- ugrar þenslu veitusvæðisins, sem einkum frá árinu 1938 þandist æ meira út fyrir takmörk Reykjavíkurbæjar. Þá var og mikill vöxtur í íslenzkum iðnaði, er þurfti æ fleiri og stærri vélar. Vöxturinn i mestu aflnotkun nam 2500 til 3000 kw á ári hverju. Varð því að setja markið um aukningu vélaafls virkjananna svo hátt að dygði fyrir þessum vexti og eigi minna en 3000 kw á ári. Það svarar til 15.000 kw virkjunar fimmta hvert ár eða 30.000 kw á tíu ára fresti. Þessi vöxtur virðist geta haldið áfram enn um áratugi. Þess vegna fóru fram rannsóknir á framhaldsvirkjun í Sogi, á meðan á framkvæmd Irafossvirkjunarinnar stóð, og var þá röðin komin að Efra-Sogi, þeim stað, er fyrst var fyrirhugaður og um höfðu verið gerðar margar á- ætlanir og komið svo langt að leitað hafði verið tilboða í framkvæmd virkjunarinnar, sem fyr segir. Við ákvörðun mesta afls við Efra-Sog varð niður- staðan sú, að miða við 150 tenm. rennsli á sek. eins og við neðri stöðvarnar, enda þótt rennsli sé þar heldur minna en neðar. En þarna eru miðlunarskilyrði miklu betri. Nú var hægt að reikna með fullvirkjun í einu stigi og afli upp á 27.000 kw eða 2,5-falt það afl, sem áætlað var af Alexandersson 1918 að fá mætti með jafnri notkun (til stóriðnaðar), án þess að nota miðlunarskilyrðin. Munurinn í orkuvinnslu var minni. Við reiknum nú með 50% meiri orkuvinnslu en hann reiknaði með. Þar af eru 20% fengin af reynslunni eftir að Ljósafoss var virkjaður. 13. Rennsli Sogsins. Rennslismælingar í Sogi voru tiltölulega fáar og strjál- ar frá fyrri tíð, en síðan 1938, eftir að Ljósafoss-stöðin tók til starfa, hafa verið gerðar athuganir á vantsrennsl- inu að staðaldri. Sýna þær, að meðalrennsli á þessu 19 ára mælingatimabili hefur orðið sem næst 114 tenm. á sek. Er þetta mikið rennsli miðað við stærð úrkomusvæð- isins, sem er 1235 ferkm. Nokkuð af rennslinu kemur úr Langjökli suðvestanverðum. Nú hafa jöklar á Islandi farið minnkandi það sem af er þessari öld allri. Má því telja víst, að rennsli frá jöklinum sé meira en væri, ef hann stæði í stað eða færi vaxandi. Mætti því ætla, að á öðru tímabili yrði rennsli Sogsins minna, en verið hefur nú um langt skeið. Þetta getur haft þau áhrif á hagnýt- inu virkjananna í framtíðinni, að árleg orkuvinnsla verði minni en nú er reiknað með, en miðlunarskilyrðin eru svo góð við Þingvallavatn, að vélaaflið má nota áfram til fullnustu í samstarfi við aðrar virkjanir i framtíðinni, þótt orkuvinnslan í Sogi minnki.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.