Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 26
TlMARlT VFl 1958 8. mynd. Líkan af stöövarhúsl meft Jöfnunarþró og inntaksstíflu. 14. Þriðja virkjun í Sogi. Efra-Sogið. Tækniiegum undirbúningi að virkjun í Efra-Sogi var lokið síðla árs 1954, tæpu ári eftir að Irafoss-stöðin tók til starfa. Var þá þegar haft útboð í ársbyrjun 1955 um framkvæmd virkjunarinnar og um kaup á vélum og efni, á sama hátt og haft var við Irafossvirkjunina haustið 1949. 1 marzmánuði 1955 voru mörg tilboð komin í höfuð- vélar og þrjú verktilboð um byggingavinnuna. Var nú hugmyndin að afla stofnfjárins með lánum í sambandi við bjóðendur eða öllu heldur við bankasambönd þeirra líkt og gert hafði verið við Ljósafossvirkjunina. En tím- arnir voru breyttir. Nú var t. d. ekki hægt að bjóða út skuldabréf í Svíþjóð eins og 1934. Drógst nú allt árið og mestan hluta árs 1956 að not- hæf lánstilboð fengjust, en síðari hluta árs 1956 opnaðist leið til lántöku í Bandaríkjunum, sem dugað hefur til þess að koma framkvæmd virkjunarinnar af stað og til að gera samninga um smíði höfuðvéla. Er nú von um að virkjunin geti tekið til starfa síðla árs 1959 og að nú- verandi vélakostur dugi þangað til, án þess að til afls- eða orkuskorts þurfi að koma. Verða þá virkjuð i Sogi 74.000 kw og auk þess höfuni við 10.500 kw varaafl við Elliðaár tíl umráða. 15. Tilhögun virkjunarinnar hefur í rauninni verið lýst hér að framan í höfuðatriðum, en auk þess fylgja nokkr- ar myndir, er lýsa henni nánar og sýna aðstöðuna. Eru skýringar undir myndunum, sem nægja mun hér að vísa til um tilhögunina. 16. Kostnaðaráœtlun og rekstursafkoma. Þegar tilboðin lágu fyrir um höfuðvélar og í bygginga- vinnuna í heild, var gerð kostnaðaráætlun, byggð á þess- um tilboðum. Var miðað við kaup á aðalvélum og efni frá Ameríku. Þessi kostnaðaráætlun frá árinu 1956 er sýnd i eftir- farandi töflu 1. (Sjá bls. 9). Boðnir höfðu verið út liðírnir 3, 5, 6, 7, 8 og 9, sem samtals eru 64% af áætluðum heildarkostnaði. Er kostn- aðinum skipt í erlenda gjaldeyrisþörf og innlendan kostn- að, og reiknað með að farmgjöld greiðist i innlendum gjaldeyri. Erlendi gjaldeyririnn er áætlaður 47%. Við samninga um lánsfé í Bandaríkjunum náðust og samningar um að kaup á vélum og efni yrðu gerð þar, sem verð væri lægst að öðru jöfnu. Var því kostnaðaráætlunin endurskoðuð og varð niðurstaðan að heildarkostnaður yrði 173 millj. kr. þar af 69,5 millj. í erlendum gjaldeyri eða liðlega 40%. Af innlenda kostn- aðinum voru 61 millj. kr. áætlaðar fyrir efni og vinnu innanlands en 42,5 millj. kr. tollar og önnur opinber gjöld auk vaxta og bankakostnaðar á byggingartima af innlenda kostnaðinum

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.