Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 12
18 TlMARIT VFl 1958 Forsp. + eiginþ. Noiþungi Forsp.+eiginþr notþ 2. mynd. og misheppnuðust þær tilraunir með öllu, af því að eigi tókst að ráða við samdrátt og plastiskar breyt- ingar steypunnar, sem menn naumast þekktu þá. Eftir ýtarlegar og margháttaðar tilraunir má nú segja að breytingar þessar séu kunnar orðnar og skulu hér tilgreindar tilraunir próf. M. Rós, er sýndar eru á iinuriti í 1. mynd, en þær sýna að samdráttur og plast- iskar breytingar eru um garð gengnar eftir tíu ár og að i tilraunaprisma með spennu <7=100 kg/sm= eru breyt- ingar þannig: elastiskar ee = 0,25%r samdráttur steypu t:„ = 0,50%,, plastiskar breytingar fpl= 0,70%, 1,45%, Það er því eigi fyrr en með tilkomu stáls með háu brotmarki — 15.000 kg/sm'-' til 24.000 kg/sm:, að það tekst að hamla á móti framangreindum breytingum og getur jafnvel þurft að bæta hér við plastiskum breyting- um stálsins sem nú einnig eru kunnar orðnar, en þá verður kleift að hafa forspennukrafta það háa, að þeir ráði við eiginþunga, hvikþunga, samdrátt steypu og plastiskar breytingar allar, svo að spennur verði svo sem sýnt er á 2. mynd. Má framkvæma þetta á ýmsan hátt. Fyrst og fremst með því að nota marga mjóa þræði (2—3 mm) í bita og teygja þá áður en steypt er, eins og gert var upphaflega og sýnt er á 3. mynd. Á þetta eink- ar vel við um fjöldaframleiðslu smærri hluta í verk- smiðju, þar sem þræðirnir geta beinir verið. Erfiðara er þó að koma þessu við á byggingarsvæði við smiði stórra bita. Fyrir 15—20 árum var farið inn á þær brautir að safna þráðunum saman í streng — 10 eða 12 saman, setja umbúðir um strenginn, — pappír, gúmmí eða blikk- rör, sem er það algengasta; koma rörinu fyrir í steypu- mótunum og spenna strenginn þá fyrst er steypan er nógu hörð orðin, Fá þá spennutækin spyrnu i nýharðn- aðri steypunni. Síðan er dælt steypu inn í rörið, en er sú steypa harðnar, er komið á öruggt og traust sam- band milli þráða og steypu svo þeir renna eigi til í steypunni. Er þetta sú tilhögun sem mest og reyndar nær ein- göngu er notuð á byggingarsvæði, nefnd „kabelbeton" á erlendu máli. Strengsteypu mætti nefna hana og ber þá að hafa i huga, að í hverjum streng eru margir þræðir. Verður í erindi þessu nær eingögu fjallað um þá tilhögun. Beygja má hér strengina upp eftir því sem þörf gerist og lengd bita eru hér lítil mörk sett. Á 4. mynd er sýndur biti; hugsum okkur að hann engan þunga beri. Strengur er beygður upp og endi hans festur í bitaenda. Þegar um marga strengi er að ræða, má festa þá hvar sem er i yfirborð bita, þegar eigi er rúm fyrir alla strengi í enda bitans. 1 5. mynd hugsum við okkur strenginn horfinn, en í stað hans komnar reaktionir við bitaenda og smærri kraftar t frá spyrnu strengs í steypuna. 1 miðsniði bita eru svo sem venja er til 3 óþekktir sniðkraftar M, N og T, sem hægt er að ákveða af jafnvægislíkingunum þremur. Það er augljóst að þverkraftar í bita minnka, sem nemur T kröftum, svo sem gefið er til kynna á 5. mynd. 1 6. mynd er strengurinn á sínum stað. Verður þá hér um að ræða steyptan bita og forspenntan streng. Aðeins verður um að ræða innri krafta þar sem streng er fest í bitaenda. 1 vinstri bitahelming eru þá að verki, strengkrafturinn láréttur og innri sniðkraftarnir M, N og T, svo kleift er að mynda jafnvægislíkingarnar þrjár fyrir miðsniðið. T = 0, N = F, M 4- F. e = 0. Forspenna er yfirleitt miðuð við að eigi komi fram togspennur svo sem gefið er til kynna á 2. mynd. Rétt er að geta þess um leið hvað af því leiðir og eru þá hafðir í huga eiginleikar járnbentrar steypu til saman- burðar, en það er: 1. Rifur eru engar; þversniðið allt er þrýst. 2. Þversniðið veitir viðnám mun stærra beygjuátaki en venjulegt járnbent snið af sömu stærð, þar eð allt þversniðið er virkt.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.