Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 16
22 TÍMARIT VFl 1958 ar I 30,5 mm blikkrör. Stengurnar eru skeyttar sam- an með skrúfuskomum samskeytastykkjum og verð- ur að víkka rörið í 54 mm þvermál þar sem þau eru og á nægilega löngu svæði, svo að stöngin geti þanist óhindrað þegar forspennt er. Skrúfugangur er á báðum endum stangarinnar og nema skrúfuhausar við stálplötu sem steypt er i enda bitans fyrir hverja stöng. Skrúfuskorinn endi hverrar stangar er nægilega langur til að á hann megi skrúfa vökvapressuna. Svo virðist sem 26 mm stöng úr hörðu stáli muni vera mjög óþjál, ef borið er saman við 5 eða 7 mm þræði og erfitt muni að beygja hana upp í bita, þetta er þó talið gerlegt ef eigi er beygt meira en um 18° og radíus I beygjunni sé þá 6—8 metrar. Eins og spennur eru sýndar á 2. mynd er miðað við að engar togspennur verði við fullan notþunga og vissulega er það markið sem stefnt er að með forspennu. Nú er það svo, að fíngerðar togrifur er fram koma við að farið er lítið eitt fram yfir brot- mörk við tog, eru eigi saknæmar og þareð háir for- spennukraftar hafa mikinn kostnað í för með sér, kemur til álita hvort hagkvæmt er að eyða tog- spennum til fulls, eða sætta sig við takmarkaðar togspennur við fullan notþunga 1 og bæta þá lítilsháttar við af mjúku stáli til að veita viðnám togspennum. Við spennuákvörðun við brotþunga kemur i ljós, hve mikið þarf af mjúku stáli, enda hefði þess ef til vill verið þörf hvort eð er. Verður verkfræðing- ur að meta í hvert sinn, hversu há forspenna er hæfileg í hverju falli. Þegar hin síðari leið er val- in, er sagt að bitinn sé „forspennt- ur að nokkru". Talið er að einmitt hér hafi kerfi Dischingers yfirburði. —O— Stál og steypa. Að framan hefur nú lýst verið helztu forspennukerfum. Sameig- inlegt fyrir þau öll er, að notað er hart stál með háu brotmarki. Þar sem notaðir eru þræðir, allt frá 1,5 mm þvermáli til 5 eða 7 mm þvermáls, eru brotmörk- in 24.000—15.000 kg/sm2. Þræðir úr slíku efni hafa eigi greinileg flotmörk, svo sem kunnugt er, svo skilgreina verður þau sérstaklega og þá venjulega talið að þau séu, þegar varanleg tognun nemur 0,2% og æskilegt er talið, að flotmörk nemi 80% af brotmarki. Þanstuðull E, er 1,8 millj. til 2,1 millj. kg/sm!. Nauðsyn getur borið til að taka tillit til plastiskra breytinga stálsins, þegar um háa forspennu er að ræðá. Má í aðalatriðum ganga út frá að þær séu þannig: þegar CTj =: fffjotm er epj = 2%„ -- CTj = 0,9 ■ orfjotm — - 0,5$r — CTj = 0,5 • Cfiotm — — 0 og samkvæmt þessu eru engar plastiskar breytingar í St. 150 fyrr en komið er yfir 6000 kg/sm5. Lenging við brot er 3—8% á lengd sem er 20Xþver- mál þráðsins. 1 Dywidag-kerfi eru brotmörk 9000 kg/sm", togmörk 6500 kg/sm", plastiskar breytingar þegar komið er yfir 5500 kg/sm2 og lenging við brot 8%. Algengt er að forspenna St. 150 i 10.000 kg/sm2 og fellur þá sú spenna i 8500 kg/sm2 «r plastiskar breyting- ar verða. Kerf/ Disch in gers 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 !s ii X — — . V/ /y % 1 % L ty 14. mynd. J

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.