Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 17
TÍMARIT VFl 1958 23 Minna þarf af krækjum í forspennta bita svo sem augljóst er af 5. mynd. Venjulega eru þær eigi for- spenntar, en þó getur það komið fyrir. Gólf í brúm eru að jafnaði eigi forspennt, en þó kem- ur það einnig fyrir, þvi forspennukraftar í lengdarátt eru oft það miklir, að fullan gaum verður að gefa þenslu í þverátt er af þeim leiðir. Gerðar eru strangar kröfur um gæði steypunnar; brot- styrkur teninga nemur 350—600 kg/sm". Vatnssements- stuðull verður að vera sem minnstur og hið sama gildir um sementsmagn, svo að plastiskar breytingar og sam- dráttur steypu verði um lágmark. Það er algengt að þrýstispenna nemi 110 kg/sm2, en 140 kg/sm! meðan for- spennt er og stundum verða þær enn hærri, t. d. 150 og 250 kg/sm-. Steypuna ber ávallt að vibrera. Þanstuðull slíkrar steypu er frá 300—450.000 kg/sm!. Við formbreytingar fylgist að þensla stáls og steypu þegar notþungi bætist við, þareð dælt hefur verið steypu i strengrörin og hún hörðnuð. Kemur þá fram spennu- aukning Aa; I járnum. Nú er það algengt að neðst í bita, um það bil er strengir eru, sé a\f= 100 kg/sm- þrýsting- ur en er til kemur notþungi sá er bitinn er gerður fyrir, verður spennan 0 þegar forspennan er valin þannig að togrifur nái eigi að myndast. Má af því finna E • Aaj= 3 Aob~7-Aab og þá hér 7-100 = 700 kg/sm2 spennubreyting í stáli. Sést því að stálið verður fyrir mestri raun einmitt þegar forspennt er og venjulega má notþungi nær tvöfaldast án þess að farið sé fram úr forspennu stálsins. Á þetta við um alla stærri bita og er það óneitanlega kostur að þeir eru lítið næmir fyrir auknum umferðarþunga. Brotþungi. Við ákvörðun á járnmagni og gildleika þversniðs verð- ur fyrst og fremst að athuga hverjar spennur eru þegar forspennt er, svo og spennur þegar notþungi kemur til, enda þótt venjulega sé hættulegra ástand meðan for- spenna fer fram, eins og að framan er getið. Oft er krafist öryggis gegn því að togrifur myndist, t. d. öryggis 1,2 og þá miðað við beygjutogstyrk er þá jafnframt verður að skilgreina, t. d. sem 0,1 X brotþol teninga og miðist þá togspennur við heilt og órifið þversnið. Mest er þó um vert að ákveða spennur við svonefndan brotþunga, l,5g+2,5p eða l,5g+2,0p þegar spennur frá eiginþunga eru mun meiri en frá hvikþunga og spennur frá þeim þunga verða að sjálfsögðu að vera lægri en brotþol efnisins, — í steypunni 0,75 X prismastyrkur og stálinu 0,9 X brotspenna, þ. e. 0,9.15.000 = 13.500 kg/ sm2 í stáli 150 og það er oft framangreindur þungi er ræður gildleika stáls og steypu og veldur þvi jafnvel að bæta verður mjúku stáli við, til að fullnægt verði brotskilyrðum. Brotspennunni verður að gefa nákvæman gaum, því eigi er nema stutt skref frá 13.500 kg/sm- að algjöru broti með hruni við 15.000 kg/sm: með stáli 150 og þegar hver strengur er samsettur úr mörgum þráðum kemur brotið fram jafnvel nokkru fyrr, t. d. við 96% af 15.000 eða við 14.400 kg/sml Verulegar togrifur er til kynna gefa, að hér sé eigi allt með felldu, koma eigi fram fyrr en komið er nokkuð nálægt broti. Hér kemur því brotið fremur snögglega, þegar borið er saman við venjulega steypu með mjúku stáli 3700, því þar er venj- an að reikna með þunga l,5g + 2,5p og flotmörkum í stáli allt að 2600 kg/sm2 og er þá ennþá langt að broti með hruni við 3700 kg/sm'-. Hér er því regin munur á því hvernig brot fer fram og verður helzt úr bætt með því að einnig sé mjúkt stál í þversniðinu, þótt slíkt hafi kostnað í för með sér. Má þvi ljóst vera, hversu mikilvægt það er að kanna það ástand er ríkir, er komið er að broti, og gera ráðstafanir til að brotið verði seig- ara og líkist sem mest broti venjulegrar steypu, þótt þvi verði eigi náð til fulls. Brotþunginn ákveðst annað- hvort af þrýstiþoli steypunnar eða brotþoli stálsins. Venjulega verður brotið í þrýsta hluta þversniðsins. Spennubreytingar í þversniðinu fylgja þá eigi beinni línu sem svo oft annars er miðað við, en fylgja þenslu steypunnar eins og hún er við mismnnandi spennu á hverjum stað í þvercniðinu. Þá eru flotmörk stálsins eigi fastákveðin, né þensla þess við háar spennur og þareð núll-lína þversniðsins ákveðst af þenslu steypu og stáls verður erfitt að finna hið rétta gildi á n og því eðlileg- ast að beita hér svonefndum n-lausum aðferðum við á- kvörðun spennu i steypu og stáli. Má gera þetta með ýmsu móti, svo sem með brotformúlum Whitney’s, sem t. d. ýtarlega er lýst hjá A. Engelund: Brobygning II, Kaupmannahöfn 1945. Óvenjumiklar formbreytingar verða í steypu þegar stálspenna eykst úr 8500 í 13.500 kg/sm5, þ. e. 5000 kg/sm- og er þar ólíku saman að jafna við venjulega járnbenta steypu er spennan eykst úr 1200 í 2600 (flot- mörk) um 1400 kg/sm2 við þunga l,5g+2,5p. Það er þvi eðlilegt að sett séu takmörk fyrir slíkum breyting- um, t. d. 4 eða 5% í þrýstri steypu. Margs er að gæta við ákvörðun og mælingu forspennu- krafts. Kemur þar fyrst til núningur þráðanna við veggi rörsins, bæði í beygjum og beinni línu; mótstaða í pressum, samdráttur og plastiskar breytingar stáls og steypu. Kann því stundum að fara svo, að eigi takist að ná réttum forspennukrafti, skakki t. d. 10% og at- huga þarf þá hverjar verða spennur við brotþunga l,5g + 2,5p í því falli, þvi svo getur staðið á, að munur á spennum sé enn meiri og þá full ástæða til að taka til- lit til þess. Hér hefur nú verið lýst nokkrum helztu forspennu- kerfum og drepið lauslega á nokkur atriði er mestu valda um val gildleika. —O— Freyssinnet kemur fyrstur manna fram með þá til- högun sem við nefnum strengsteypu og var það laust fyrir 1940. Voru þá þegar byggðar nokkrar brýr og önn- ur mannvirki, en á ófriðarárunum var þó litið um fram- kvæmdir og því lítið aðhafst á þessu sviði, enda þótt aðferð þessi vekti þá þegar óskipta athygli. Að ófriðnum loknum kom mikill skriður á fram- kvæmdir þessar og varð aðferðin þá þegar mikið notuð, fyrst og fremst i Frakklandi og Belgiu, á seinni árum í Þýzkalandi og vekur þar einna mesta athygli, að byggðar hafa verið þar margar brýr með stórum bita- höfum, mest eftir kerfi Leonhards. 1 Skandinavíu er hún nokkuð notuð, einkanlega í Danmörku. Með sanni má segja, að með viðtækum rannsóknum í tilraunastofum sé nú fullrannsakað eðli forspenntrar steypu þar sem þræðir eru teygðir áður en steypan I mót- unum harðnar utan um þá. Öðru máli er að gegna um „strengsteypu”. Þar má segja að framkvæmdir hafi orðið á undan rannsóknum í tilraunastofum og hefur þó víst

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.