Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 18
24 TIMARIT VFÍ 1958 * Koniinuer biti 15. mynd. enn sem komið er, aldrei hent neitt sérstakt óhapp, enda er byggt á þeirri reynslu er fengist hefur með rann- sóknum um eðli steypu með þráðum og sú reynsla, sem fengist hefur með prófbitum úr ,,strengsteypu“ bendir og til, að það hafi verið réttmætt. Á margan hátt má segja að um nýtt efni sé að ræða, þvi svo mjög er forspennta steypan frábrugðin venju- legri járnbentri steypu á því sviði er togrifur eru engar og það er einmitt hér, að yfirburðir forspenntrar steypu um gæði eru hvað mestir og valda því, að hún gerir það kleift að nota steypu á sviðum, er hún var litið notuð áður. Má þar fyrst nefna vatnsgeyma, því vel verða þeir vatnsþéttir þegar togrifur eru engar. Mjög mikið er nú um að þeir séu gerðir úr forspenntri steypu af öllum stærðum. Yfir hina stærstu þeirra er venjulega gerð hringmynduð hvelfing og kemur sér þá einkar vel að geta forspennt hringinn að neðan. 1 stíflum kemur sér vel að hafa forspenntan streng í vatnshliðinni til að hindra rifumyndun og fæst þá venjulega grennri múr og talsvert steypumagn sparast. Hefur þetta og verið nokkuð notað. 1 steyptum múrum er veita jarðþrýstingi viðnám, er einnig hægt að grenna múra með forspenntum streng svo þeir verði að einni heild. Hefur þó til þessa aðeins verið lítið notað. Steypt slitlag á vegi eða flugbrautir má vafalaust þynna ef forspenna er viðhöfð og auk þess hindra rifur, því þær er mjög erfitt að gera við og slitlagið illa farið ef þær ná að myndast. Þá mætti og með þessu iengja bilið milli raufa. Þetta viðfangsefni er þó það flókið, að enn má það teljast óleyst og telja má að enginn árangur hafi náðst, þótt reynt hafi þetta verið á nokkrum brautum þrýstiloftsvéla. Nafnkunnur þýzkur verkfræðingur, Leonhard að nafni, gerir tillögu um, að á vegum sé þykktin 20 sm og 150 m milli raufa. í fjórum framangreindum dæmum er forspenna fyrst og fremst notuð til að hindra myndun togrifa, og má þar nota venjulega steypu. 1 smíði húsa i þarfir iðnaðar er nú gert talsvert að því að nota langa bita eða sperrur, er steyptar eru í verksmiðju með teygðum þráðum, en þá má einnig gera úr strengsteypu. Slíkum bitum er síðan komið á sinn rétta stað með öflugum lyftitækjum (krönum). Oft eru þá gerðar ráðstafanir til að spenna megi slíkan bita fastan við þá veggstoð er hann hvílir á og er það gert með forspenntum streng. Á sama hátt er einnig kleift að tengja saman með forspenntum streng tvo bita og gera þá kontiuera er þeim hefur verið komið fyrir á sinn stað. Sparast steypumót er bitar eru steyptir á jörðu niðri eða í verksmiðju og er fljótlegra að reisa stórhýsi á þennan hátt og væntanlega einnig ódýrara, enda mikið notað í stór geymslu- eða iðnaðarhús og flugskýli. 1 brúarsmíðum er forspennt steypa notuð á margvís- legan hátt og skal hér vikið að nokkrum helztu atriðum. Alla jafna verður bitahæð lægri þegar forspennt er; henta þá slíkir bitar á þeim stöðum er bitahæð er tak- mörkuð af einhverjum ástæðum, t. d. í bæjum þar sem vegur verður að liggja í ákveðinni hæð eða draga þarf úr háum fyllingum af því að land það er undir þær fer,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.