Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 32

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Blaðsíða 32
30 TlMARIT VFl 1958 og síðar á tveimur öðrum stöðum, — í Afríku og Suður- Ameríku. Er skipulag safna þessara rómað, einkum safnsins í Delhi. Þá hefur UNESCO komið á alþjóðlegum samtökum meðal safna, og unnið að því að almenningur notfæri sér söfn meir en áður. UNESCO hefur efnt til sýninga á eftirmyndum af fornum og nýjum málverkum og sent um þorp og borgir í meir en 60 löndum. Hafa verið gefnar út í sérstökum bindum myndir af ýmsu helztu listaverkum heimsins. Þá hefur UNESCO átt þá'tt í útgáfu þýðinga á bókum, sem venjulegir bókaútgefendur kynnu að hika við að láta þýða og gefa út vegna örðugleika á að fá þýðendur og takmarkaðra sölumöguleika. Snemma á árinu 1956 eða átta árum eftir að starf þetta var hafið, höfðu fyrir atbeina UNESCO komið út þýðingar á ensku, arabisku, spænsku, frakknesku og persnesku á ritverkum frá 25 löndum. Að því er leikhúsmál varðar var myndað „International Theatre Institution" árið 1948 til þess að koma á al- þjóðlegu samstarfi í leikhúsmálum. Gefur það út tíma- ritið „World Theatre", sem komið hefur út í sjö ár og fjallar um leiklistarmál víðs vegar um heim. Hliðstæðri stofnun, á sviði hljómlistar, („International Music Council") var komið á fót árið 1949 með það fyrir augum að kynna hljómlist, aðstoða við útgáfu tónfræðilegra rita og örva eldri sem yngri til hljómlistar- iðkana. UNESCO hefur látið gera nýjan alþjóðlegan sáttmála um höfundarrétt (Universal Copyright Convention), en sum ríki hafa verið aðilar að einum slíkum samningi, önnur að öðrum, og nokkur staðið utan við alla slíka samninga. 1 júnímánuði 1956 höfðu 19 þjóðir fullgilt þennan nýja samning og væntir stofnunin, að sem flest- ar þjóðir gerist aðilar að honum. Samningurinn gekk í gildi 16. september 1955. Island gerðist aðili að samn- ingnum árið 1956. Tekjur UNESCO eru framlög frá aðildarríkjum, og eru framlögin ákveðin af aðalráðstefnu hverju sinni fyrir næsta fjárhagstímabil með tilliti til útgjaldaáætlunar- innar. Koma megintekjur stofnunarinnar frá stórveldun- um. Hins vegar njóta öll löndin, stór og smá, sama atkvæðisréttar, — hafa hvert um sig eitt atkvæði, hvort sem þau greiða háa eða lága fjárhæð til UNESCO. 1 umræðunum um gildandi f járhagsáætlun vöruðu ým- is ríki svo sem Bretland, Bandaríkin, Kanada o. fl. við að hækka áætlunina, en tillaga hafði komið fram um það. UNESCO hefði þegar mörg jám í eldinum og væri hyggilegt að fara gætilega. Fulltrúi Ráðstjórnarríkjanna lýsti yfir þvi, að hann væri óviðbúinn að taka þátt í atkvæðagreiðslu um tillöguna. Indland og Brazilía beittu sér fast fyrir hækkuninni og er augljóst, að hin vanræktu milljóna- lönd vilja njóta sem mestrar aðstoðar frá UNESCO, fjárhagslegrar og annars konar, enda eiga þau ærin verkefni óleyst. Ég hef hér að framan drepið lauslega á helztu við- fangsefni UNESCO á tímabilinu 1946—1956 og er þar að miklu leyti þrædd skýrsla sú, er ég gaf ríkisstjórn- inni um IX. aðalþing UNESCO í Delhi. Fjárhagsáætlun stofnunarinnar fyrir árin 1957—1958, er samþykkt var i Delhi, var tæplega 24 milljónir dollara og í frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö ár, 1959 og 1960 eru heildarútgjöldin áætluð liðlega 25 milljónir dollara. Hver aðalráðstefna ákveður framlög aðildarríkjanna með tilliti til útgjaldaáætlunarinnar. Miðað við gjöldin eins og þau voru ákveðin í Delhi, hefði hlutur Islands orðið 0.04% af rúmlega 23 millj. dollara, eða rúmir 9 þúsund dollarar fyrir bæði árin. Auk þess greiðir hvert land við inngöngu 1200 dollara I stofnsjóð, sem er eign aðildarríkis og fæst endurgreitt, ef horfið er úr samtök- unum. Hvert land kostar þar að auki þátttöku fulltrúa sinna í aðalráðstefnum. Um kostnað við aðrar ráðstefn- ur fer eftir atvikum hverju sinni. Til þess að gefa hugmynd um, hvernig fjármunum UNESCO er skipt milli hinna ýmsu starfsgreina, ætla ég að nefna hér aðeins stærstu gjaldaflokkana í gildandi f járhagsáætlun: I. Almennur kostnaðúr: 1) Aðalráðstefnan ............... $ 480.694 2) Framkvæmdaráðið .............. - 164.482 8 645.176 II. Framkvæmdir og fyrirgreiðsla: 1) Kennslumál ...................... $ 3.072.753 2) Aukning barnafræðslu í Suður- og Mið-Ameríku (þjálfun kennara) - 601.895 3) Náttúruvisindi .................. - 1.864.680 4) Vísindalegar rannsóknir á sand- auðnum .......................... - 486.632 5) Þjóðfélagsvísindi .............. 1.581.937 6) Menningarmál .................... - 2.263.380 7) Austræn og vestræn menningar- verðmæti, gagnkvæm kynning . . - 839.209 8) Upplýsingastarfsemi ............. - 2.430.117 9) Skiptiferðir o. fl............... - 1.184.366 10) Almennar ályktanir .............. - 316.783 11) Htgáfustarfsemi o. fl............ - 2.391.105 $ 17.032.857 III. Almenn framkvæmdastjórn ............. $ 3.186.797 IV. Ýmislegt ............................ - 1.814.808 V. Öráðstafað ......................... - 1.169.717 $ 23.849.355 Ég ætla ekki að fara að telja hér ítarlega upp, hvernig fé þessu er síðan varið í smærri atriðum, en aðllega er því skipt milli ýmissa alþjóðasambanda og stofnana, sem starfa í tengslum við UNESCO. Af fjárveitingunni til kennslumála er t. d. lagt fram fé til Alþjóðakennslumála- skrifstofunnar í Genf, til alþjóðlegra ráðstafana til að stuðla að því, að skyldunámi verði sem víðast komið á fyrir börn. Ennfremur er lagt fram fé til kennslumála- stofnunar í Hamborg og miklu fé varið til útgáfu-, upp- lýsinga- og leiðbeiningastarfsemi og til stuðnings starf- semi UNESCO-nefnda í þátttökulöndunum. Féð, sem ætlað er til aukinnar barnafræðslu í Suður- og Mið-Ameríku, fer einkum til að þjálfa kennara og annað starfslið. Aðalvandamálið þar á þessu sviði kvað vera skortur á skólahúsnæði og þjálfuðum kennurum. Þáttur UNESCO er að veita sérfræðilega og tæknilega aðstoð við að skipuleggja umbætur, en megin fjárhags- byrðin á að lcoma á ríki þau, sem hlut eiga að máli.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.