Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 3
TIMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 3. hefti 19 58 43. árg. Byggingarefnarannsóknir iðnaðardeildar 1957 Ársskýrsla með fylgiritum Eftir Harald Ásgeirsson, verkfræðing. Rannsóknarbeiðnir, sem á árinu bárust byggingarefna- rannsóknum, voru samtals 488 um prófanir á 523 sýnis- hornum, og hafa aðteknar rannsóknir þannig verið álíka, eða ívið minni en á árinu 1956. Sýnishornunum má skipta niður i flokka samkvæmt venju á eftirfarandi hátt: 1. Steypuefni. Prófað var fyrir kornastærðardreifingu og lífrænum óhreinindum i 154 sýnishornum, en þar af var 31 prófun eingöngu fyrir lífrænum óhrein- indum. Auk þessa voru sex sýnishorn veðrunarþols- prófuð. 2. Steinsteypa. Steyptar voru 20 prófsteypur, en þar af voru sjö aðsendar. Auk þessa voru svo steyptar allmargar prófsteypur í sambandi við sjálfstæðar rannsóknir við stofnunina. 3. Burðarþolsmælingar. 156 beiðnir um prófanir á 217 samstæðum af sýnishornum. Plest sýnishornin voru af 10 sm teningum, steyptum í trémótum, eða 140 samstæður með um þrem teningum í hverri, en þó fjölgaði sivalningum mikið (62 samstæður af tveim), og 20 sm teningar, steyptir í stálmótum voru aðeins 13. 4. Sement. Prófuð voru 24 sýnishorn. 5. Steypuvörur. Prófuð voru níu sýnishorn af stein- steyptum rörum og þrjú af hleðslusteinum. 6. Asfalt og maliiik. 30 sýnishorn voru afgreidd, en af þeim voru tíu aðeins til kornastærðarákvarðana. 1 þennan flokk koma eðlilega „gjallbiksrannsóknir" þær, er framkvæmdar voru fyrir Vestmannaeyja- kaupstað. 7. Ofaniburöur. Aðeins 14 sýnishom voru prófuð í þessum flokki, ef ekki eru taldar með hinar sérstöku ofaníburðarrannsóknir, sem stofnunin framkvæmdi á árinu fyrir vegamálastjóra. Mikilvægustu prófan- irnar í þessum flokki hafa eflaust verið prófun á þjöppun á fylliefnum í Miklubrautinni, — Proctor- prófanir. 8. Málmar. Afgreiddar voru 24 beiðnir um mismun- andi málmprófanir, en þó aðallega togþolsprófanir á stáli til steypustyrktar. 9. Einangrunarefni. Aðeins þrjú sýnishorn bárust, en með því að aðeins var leitað eftir almennum upp- lýsingum um þau, voru prófanir ónauðsynlegar. 10. önnur rannsóknarverkefni voru skrásett alls 43. Helzt þessara rannsókna voru: 1) Prostaþol steypu í sambandi við byggingu reykháfs fyrir sements- verksmiðjuna á Akranesi, 2) Rannsókn á vatnsþörf steypuefna, framkvæmd í félagi við Stefán Ólafsson, verkfræðing Steypustöðvarinnar h.f., 3) Rannsóknir á vikursteypum fyrir vikurefnanefnd VPl — skoð- anir á sandnámum, skemmdum byggingarhiutum, hafinn undirbúningur að nákvæmum prófunum á pozzolaneiginleikum móbergs o. s. frv. Til frekari skýringa á hinum einstöku rannsóknalið- um eru eftirfarandi íhuganir settar fram. 1. 1. Á síðustu árum hefur framleiðsla steinsteypu þokazt jafnt úr því að vera ígripavinna bygg- ingameistara í það að verða sérgrein fárra, nú að- allega þriggja aðila, sem þá nota til framleiðsl- unnar stórtækar vinnuvélar. Jafnframt er að verða tilfinnanlegur skortur á fylliefnum (aðallega sandi) af þeim gæðum, sem hingað til hafa verið talin aðgengileg í næsta nágrenni Reykjavíkur. Hættan á svipuðum steypuskemmdum, sem þeim er komu fram á árinu 1955, vofir því enn yfir byggingariðnaðinum, — enda hefur eftirlit með steypugæðum enn ekki verið tekið upp, annað en það, að Steypustöðin h.f. hefur nú komið sér upp fullkominni rannsóknarstofu til eftirlits og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.