Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 5
TlMARIT VFl 1958 35 Fyrir áramótin var samþykkt að verða við beiðni Iðnaðarmálastofnunar Islands um að leggja til mann í byggingartækniráð (BTR) IMSl, og er undirritaður nú formaður þess ráðs. Svo sem kunnugt er, hefur Iðnaðar- málastofnuninni verið falið að sjá um staðalsetningu hér á landi, og er BTR ætlað að leiðbeina í því efni. Það mun koma i ljós, strax þegar stöðlunarvinnan hefst, að nauðsynlegt er að stórauka rannsóknastarf- semina fyrir byggingariðnaðínn, og er þá bæði átt við undirstöðurannsóknir, eins og t. d. á eiginleikum steypu- efna, og rannsóknir á hvers konar byggingaratriðum, t. d. hvernig beri að einangra íbúðarhús, hvort leyfa megi kuldabrýr o. s. frv. Reynt hefur verið að undirbúa aukningu rannsókn- anna undanfarin ár, en árangur af þeirri viðleitni hefur verið mjög lítill. Þó fékkst á árinu heimild til þess að ráða byggingaverkfræðing að rannsóknastofunni, og eru likur til að hann hefji starf á miðu ári 1958. Einnig var leitað eftír leiguhúsnæði fyrir rannsóknastofuna, og virðast nú sterkar likur til þess að bót verði ráðin á því vandræðaástandi, sem húsnæðisskorturinn hefur bak- að þessari rannsóknarstarfsemi á undanförnum árum. Fylgirit I Um veðrunarþolni móbergssands Eftir Harald Ásgeirsson, verkfræðing. Svo sem áður hefur verið rakið, er það einkum skort- ur á veðrunarþolnum sandi, sem veldur örðugleikum í vali fyllingarefna í nágrenni höfuðborgarinnar. Veðrunarþolni er hins vegar allóræður eiginleiki, — en eftir túlkun rannsóknastofunnar hefur fylliefni verið talið hafa fullnægjandi veðrunarþol, ef grotnun þess eftir fimm umferðir í natríum-sulfat lút (sbr. ASTM C—88) nemur minna en 12% af efninu. Enda þótt prófun þessi sé bezta og aðgengilegasta skyndipróf, sem völ er á til slíkra rannsókna, er hún engan veginn einhlit. Hún er mjög hörð, en á lítið skylt við álag það, sem fylliefnin fá i náttúrunni. Þess vegna þyrfti að staðfesta niðurstöður hennar með beinum frysti- prófum fyrir hverja gerð fylliefna. Islenzku bergteg- undirnar, sérstaklega basalt og móberg, eru ekki algeng í erlendri notkun, og því er um fátæklegar skráðar upp- lýsingar að ræða, og hér á landi eru ekki til tæki til slíkra prófana. Ferskur basaltsandur stenzt venjulega umrætt súlfat- próf, en móbergssandur hins vegar hvergi. Nú er i ná- grenni höfuðborgarinnar ógrynnismagn af móbergs- og móbergsblönduðum sandi, en hreinn basaltsandur er að verða fáséður. Mikið er því í húfi, að þær rannsóknir, sem valda því, að móbergssandurinn er dæmdur ónothæf t byggingarefni, séu á réttum rökum byggðar. Þenslur þær, sem valda örri veðrun á steinsteypu og fylliefnum í henni, eru hitaþenslur, rakaþenslur og frysti- þenslur, og eru hinar síðasttöldu algjörlega rikjandi. Rannsóknir og tækni eftir síðari heimsstyrjöldina hafa leitt í ljós, að auðvelt er að eyða frostþenslum í bindi- efnum steinsteypu (þ. e. i sementseðjunni) með notkun á loftblendi. En til þess að steypan sjálf sé frostþolin, þurfa þó fylliefnin líka að vera það. Þegar vatn frýs í lokuðu rými, veldur ísmyndunin þrýstingi á vökvanum, sem eftir verður, og þessi þrýst- ingur yfirfærist yfir á umbúnað rýmisins, og kemur þar fram sem jafnstórar togspennur. Með því að þessi þrýst- ingur getur við fárra stiga frost orðið meir en 100 kg/sm3 gefur það auga leið, að allar steypur okkar og steypu- efni springa undan þessum krafti, létti ekki á einhvern annan hátt á þrýstingnum (togþol steypu og steinefna er jafnan ekki meira en 5—15% af þrýstingsþoli þeirra). Vandi þessi, að létta á þrýstingnum, varð leystur þeg- ar um harðnaða sementseðju var að ræða, með þvi að nota loftblendi í hina fersku efju. Það sýndi sig (sjá rannsóknir T. C. Powers við PCA, Chicago), að ef bilið á milli loftbólanna varð nægjanlega skammt (venjulega ca. 4% loft), létti þrýstingnum, við það að vatnið í efj- unni hætti að frjósa í hlaupinu (paste), heldur fór öll ísmyndunin fram í loftbólunum, þar sem hún olli engum þrýstingi, og jafnvel sogi á hlaupvatnið (hlaupvatnið er jafnan undir allmiklum eigin þrýstingi í steypu og frýs því við lægra hitastig en vatnið í bólunum). Hlaupið kemur hins vegar út í bóluveggina, og vatn þess diffun- derar úr þeim yfir á isinn í bólunni, og því valda hita- breytingar eðlilega jafnvægistruflun á ísmyndunina í bólunni. Háræðar og bólustruktur steypuefnanna (per- meabilitet osmotiskur þrýstingur og fjarlægð milli loft- bóla) ræður því þess vegna hvort steypa verður frost- þolin eða ekki, og steypa úr léttu, frauðkenndu fylli- efni, t. d. vikri, getur verið veðrunarþolnari en marg- falt þyngri og sterkari steypa úr þéttari fylliefnum Ekk- ert beint samband er á milli burðarþols og veðrunarþols. Islenzkt basalt, og einkum þó móbergið er allvatns- drægt (sbr. fylgirit III með þessari ársskýrslu). Þessi vatnsdrægni (absorbtion) eða vatnssmeygni (permeabili- tet) hlýtur vissulega að hafa mikil áhrif á veðrunarþol steinefnanna. Jarðrakt, vatnsdrægt efni, þ. e. a. s. stein- efni, sem er alveg mettað af vatni, hlyti að molna niður í frostum, ef rakann leiddi ekki út úr efninu, áður en hann frysi. Eiginleikarnir, sem ráða þvi, hvort steinefni er veðrunarþolið gegn frosti, eru því vatnsmettun efnisins, mettivatnsmagn þess (porositet), bólu- eða æðadreifing og vatnssmeygni (permeabilitet) og kornastærð. Aðrir eiginleikar, svo sem styrkleiki efnisins, endurtekninga- f jöldi frystinga o. s. frv. hafa minni áhrif. Möguleikar þeir, sem virðast fyrir hendi að nota mó- bergsblandinn sand í steypu, t. d. með blágrýtis- eða grágrýtismulningi, getur haft mikla hagræna þýðingu fyrir Reykjavík og nágrenni. Að vísu mundi verða af því nokkur kostnaður að harpa frá t. d. allt stærra efni en 4 mm, en úrkastið er einnig verðmætt efni, t. d. til alls konar fyllinga og til gatnagerðar. Möguleikar þess að hægt verði að sinna þessu verk- efni á rannsóknastofunni aukast verulega, þegar stofn- unin fær þrýstiketil þann, sem nú er í pöntun.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.