Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 6
36 TlMARIT VPl 1958 Fylgirit II Um olíubindingu á slitlögum Eftir Harald Ásgeirsson, verkfræðing. Á sjöunda þingi norræna vegtæknisambandsins, er haldið var í Kaupmannahöfn 17.—23. júní, flutti dr. Sten Hallberg frá Statens Váginstitut, Stokkhólmi, framsögu- erindi um þessi mál. Eftirfarandi athugasemdir eru í aðalatriðum útdráttur úr því erindi. Oliubinding á vegofaníburði hefur þekkzt um alllangt skeið. 1 Svíþjóð tiðkaðist þessi aðferð mikið á fjórða tug aldarinnar. Ending veganna var hins vegar of lítil,' og því var notkuninni hætt, og 1940—1950 var olíubind- ing hvergi notuð í Svíþjóð. Um og eftir 1950 fór notkun á ýmiss konar amínum til íblöndunar í asfalt til malbikunar mjög að færast í aukana. Kom í ljós, að ýms þessara efna bættu viðloðun asfalts við steinefni stórlega, og þar með endingu og gæði malbiks. Var því eðlilega hafizt handa með athug- anir á því, hvort eðli þessara blendiefna nyti sín eins í vegolíuupplausnum, eins og í asfalinu. Rannsóknir, sem hófust 1952, leiddu í ljós ágætan árangur af þessari íblöndun og urðu til þess að nú er aftur farið að nota olíu til þess að binda slitlög í sænskum vegum, og var t. d. árið 1956 slitlagið á meir en 200 km löngum vegum þannig bundið. Dr. Hallberg lét mjög vel af þessum ár- angri og taldi það þessari aðferð til ágætis fram yfir venjulega malbikun á vegum úti, að hægt væri að hefla slitlagið upp og leggja það niður aftur, jafnvel eftir árs notkun. Tvær aðferðir eru aðallega notaðar við útlagningu á slitlögunum, og má nefna þær tvívætingu (dubbel oljn- ing) á slitlaginu og lagningu með forvættu slitlagi (slit- lager av föroljet grus). Olían, sem notuð er, er venjuleg vegolía með um 1% af sterinamini. Til þess að hún renni nægjanlega vel, er hún höfð ca. 80°C heit. Steinefnið er venjuleg „ideal grus", þar sem verulegur hluti af leirnum hefur verið fjarlægður. Steinefnið er notað kalt og jarðrakt. Við „tvívætingu" er olíunni úðað yfir hinn heflaða veg. Þá er dreift grus yfir, síðan úðað aftur og öðru gruslagi dreift yfir. Að lokum er herfað yfir þetta með mjög léttum herfi, og siðan er umferðin látin troða lagið niður. Efnismagn var um 2 1 af olíu og 23 1 af „grus" á m2 í vegi. Að nota forvætt-slitlag er fólgið í því að blanda oliu og ofaníburði saman í sérstakri blöndunarstöð og aka blöndunni í vegina. Slíka blöndu má geyma árum sam- an, án þess að hún skemmist, og nota af henni til við- gerða eftir þörfum. 1 ljós kom við umræðurnar, að norskir vegaverkfræð- ingar höfðu ekið langar leiðir eftir þessum sænsku slit- lögum á leiðinni til þingsins og töldu, að þeir hefðu ekið eftir malbiki. Athygli er sérstaklega vakin á framanskráðri aðferð, sökum þess 1) að hún er mjög einföld í framkvæmd, 2) að hún byggist á notkun amina, — efna, sem bæta viðloð- unareiginleika bindiefnanna við steinefnin, en skortur a viðloðun hefur fremur öllu öðru spillt malbikuðum veg- um hér á landi, og 3) að hún byggir á notkun leirsnauðra ofaníburðarefna, en einmitt leirskorturinn er einkenn- andi fyrir íslenzkan ofaníburð. Af þessu má sjá, að líkur eru til þess að aðferðin, sem greint hefur verið frá, henti vel íslenzkum aðstæð- um, og væri því eðlilegt, að hafizt væri handa um raun- hæfar prófanir á því hið allra fyrsta. Fylgirit III Nokkrar hrásteyputilraunir Eftir Stefán Ólafsson, verkfræðing. (Stefán Ölafsson, verkfræðingur, hefur tekið saman greinargerð um nokkrar rannsóknir á hrásteypu, sem voru framkvæmdar á árinu í samvinnu við Steypustöð- ina h.f.). 1. Inngangur. Vorið 1957 framkvæmdi imdirritaður á vegum Steypu- stöðvarinnar h.f. í samvinnu við byggingarefnarannsókn- ir Iðnaðardeildar nokkrar tilraunir með hrásteypu á steypurannsóknastofu Atvinnudeildar Háskólans. Til- raununum var ætlað að verða grundvöllur fyrir vali á efnahlutföllum steypu, sem Steypustöðin h.f. framleiðir. Jafnframt var vitað, að tilraunir sem þessar geta haft mikilsverða þýðingu fyrir steypugerð í landinu. 1 starfi mínu hjá Steypustöðinni hafði ég komizt að raun um, að niðurstöður erlendra tilrauna á þessu sviði gilda ekki fyrir islenzkar bergtegundir. Er reynslan sú, að minna vatn þarf til að skapa ákveðna mótunarþjálni hrásteypu úr íslenzku blágrýti en með erlendum bergtegundum

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.