Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Qupperneq 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Qupperneq 8
38 TlMARIT VFl 1958 uppgufun á blöndunarvatni hafi heldur haft neina veru- lega þýðingu, því að tilhneiging i niðurstöðum tilraun- anna er alveg í samræmi við erlendar niðurstöður. Efnin, sem notuð voru í tilraunirnar, voru steypu- sandur með stærstu kornum 8 mm, fínmöl, með stærstu kornum 30 mm og mjög gróf möl með stærstu kornum 60 mm. Eru þetta þau steypuefni, sem hér eru venju- legust og ganga undir nafninu, sandur, loftamöl og veggjamöl. Grófleikatölur steypuefnanna í fyrstu tilraununum voru þessar: Sandur 4.44, kornarúmþungi 2.76 t/m3 Fínmöl 7.24, —2.81 — Grófmöl 8.89, —2.85 — Steypublöndurnar voru með eftirfarandi grófleika: 4.44, 5.24, 5.94, og 6.50 á samsettum efnum. Með því siðan að áætla vatnsmagn varlega og loft i steypu samkvæmt erlendum tilraunum var síðan hægt að reikna út efnismagn pr. blöndu úr hinni almennu steypu- formúlu, eins og eftirfarandi dæmi skýrir: Stærð blöndu, áætluð: 40 lítrar. Sementsmagn = 200 kg/m3. Kornarúmþyngd sements = 3.15 kg/lítra. — steinefnis = 2.76 — Vatn áætlað = 150 lítrar/m3. Loft — =30 — E>á fæst úr (1): —0 + S + 150 + 30 = 1000 3.15 2.76 S = 2.76 (1000—243.4) = 2090 kg/m3. Efnismagn í blönduna: Sement = 0.04.200 = 8.0 kg. Steinefni = 0.04.2090 = 83.6 — Vatn = 0.04.150 = 6.0 — Rakastigið í efninu er síðan ákveðið og blandan leið- rétt með tilliti til þess, þ. e. bætt við efnið og dregið úr vatninu. Blandan var síðan hrærð í 3 mínútur. Með þvi að mæla allt vatnsmagnið, sigmálið, loftið og rúmþyngd steypunnar var hægt að reikna raunverulegt magn, og reiknuð rúmþyngd var síðan borin saman við mælda rúmþyngd. Eftirfarandi dæmi sýnir, hvernig þessir út- reikningar eru gerðir fyrir ákveðna blöndu: Áætluð stærð blöndu = 15 lítrar Sement 4.5 kg/blöndu Sandur þurr 20.8 — — Finmöl 8.3 — — Við sigmál = 1.0 cm mældist vatn = 2.25 1 og loft 3% Pkg Skg/1 P/s lítrar Efni pr.m' Sement 4.50 3.15 1.43 307 kg/m3 Sandur 20.80 2.76 7.53 1420 kg/m3 Möl 8.30 2.81 2.96 570 kg/m* Vatn 2.25 1.00 2.25 154 1/m3 Loft 0.45 35.85 14.62 Rúmþ. = = 2.44 kg/1. 14.62 Steypumagnið var því 14.62 lítrar í stað 15.00 lítra og í síðasta dálki er efnið pr. m3 reiknað út. 5. Niðurstöður tilraunanna. Þvi miður vannst ekki tími til að ljúka tilraununum. Var gerð ein tilraun með 200 kg sement/m3, tilraununum fyrir 300 kg sement/m3 varð lokið, en til fleiri tilrauna vannst ekki tími. Niðurstöður þessara mælinga eftir um- reikningana í samræmi við það, sem að framan segir, urðu þessar: Sement Grófleika- Sigmál Vatn 1/m3 Loft áætl. kg/m3 tala cm % 200 4.45 2 155 4 169 6—3 7 180 14 195 300 4.45 2.5 175 4 187 7 200 (16)—10.5 212 3—1 12—13 218 12—10—9.5 224 300 5.25 3 163 7 176 2—0.8 10 188 16 200 300 5.69 8 173 2—0.8 14.5 186 Á grundvelli þessara talna má setja upp línurit, sem sýnir samband milli sigmáls, grófleika og vatnsmagns. Línurit sett upp á þessum grundvelli staðfestir erlendar niðurstöður um beint samhengi milli grófleika vatns- magns og mótunarþjálni, og er samræmi niðurstaðnanna gott. Þegar slikt línurit er notað til áætlana á steypu- blöndum, er rétt að reikna ekki með fullu vatnsmagni, heldur minnka það um 5—10%, svo að steýpumagnið verði ekki of lítið. 6. Lokaorð: Niðurstöður tilrauna þessara sýna ljóslega, þegar þær eru bornar saman við erlendar niðurstöður af svipuðum tilraunum, að erlendu niðurstöðurnar gilda ekki hér á landi. Koma þar til aðallega tvær ástæður, að íslenzkar bergtegundir eru þyngri en algengt er erlendis og jafn- framt að steypa úr íslenzkum efnum þarf minna vatn til þess að fá ákveðna mótunarþjálni. Framleiðslutækni- lega þýðir þetta, að meiri þunga þarf af íslenzkum berg- tegundum til þess að framleiða ákveðið magn af steypu. Ekki er ósennilegt, að samhengi sé á milli stærri rúm- þyngdar og minna vatns, að vatnið næst bergkornunum sé fastar bundið en i léttari efnum og þess vegna betur smyrjandi. En ekkert er þó hægt að fullyrða um það nema eftir ýtarlega rannsókn. Tilraunir sem þessar eru sýnilega nauðsynlegur grund- völlur undir heilbrigðri steypugerð á Islandi, og er því mikilvægt að þeim sé haldið áfram.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.