Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Page 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Page 9
TlMARIT VFl 1958 39 FyggSrit IV Viðhorf ■ byggingamálum Eftir Harald Ásgeirsson, verkfræðing. I októbermánuði s.l. dvaldi danski verkfræðingurinn P. E. Malmström hér um nokkurt skeið á vegum Samein- uðu þjóðanna, og ræddi byggingamál. Undirritaður var þátttakandi í umræðum á fundum þeim, sem hann þá hélt, og eins bar fundum aftur saman í Kaupmanna- höfn mánuði síðar. Því verður ekki neitað, að undirrit- aður hreifst af fyrirlestrum Malmströms, og að skoð- anir verkfræðingsins og umsagnir urðu honum margvís- leg uppörvun. Malmström gerði enga tilraun til þess að segja Islendingum fyrir um, hvaða stefnur bæri að taka í byggingamálum, en fullyrti þess í stað, að enginn út- lendingur myndi fær um að rétta þeim slíka aðstoð, — að þeir yrðu sjálfir að leiða í ljós, hvað bezt hentaði. Dagana 9. nóv. til 3. des. s. 1. var undirritaður fulltrúi byggingarefnarannsóknanna í sex manna nefnd, er ferð- aðist um Noreg, Svíþjóð og Danmörku, til þess að kynna sér nýjungar í byggingariðnaði þessara landa. Nefndin var valin og send i þetta ferðalag eftir tillögu Malm- ströms, enda mun hann einnig hafa greitt fyrir skipu- lagningu ferðalagsins erlendis. Það gat ekki farið hjá því, að nefndin sæi í þessari kynnisferð ýmsar nýjungar, sem hún taldi æskilegar fyrir íslenzkan byggingariðnað. Auk þess er kynning sú af mönnum og málefnum og snerting við byggingariðnað nágrannanna, er nefndarmenn óhjákvæmilega öfluðu sér með ferðinni, mjög mikils virði, og verður ekki metin til fjár. Undirritaður telur það víst, að nefndarmenn muni allir njóta í starfi sínu góðs af þessari viökynningu og að hún munj gera þeim auðveldara að hugsa skyn- samlega um íslenzk byggingamálefni. 1 stað þess að rekja í smáatriðum nýjungar þær og fyrirbrigði, er urðu á vegi nefndarinnar, mun undirrit- aður í eftirfarandi íhugunum reyna að varpa ljósi á nokk- ur viðhorf, er hann telur að ráði stefnum í bygginga- málum grannþjóðanna, og ný og gömul viðhorf, er ráða stefnum í byggingamálum hér á landi. Opinber afskipti. Eins og við má búast hjá svo demokratiskum þjóðum sem grannþjóðir okkar eru, eru ríkisafskipti af bygg- ingariðnaðinum geysimikil. Tvær stefnur virtust aðal- lega helga þessi afskipti, annars vegar viðleitnin til að fullnægja byggingaþörf þjóðanna, og hins vegar að nota þessi mál á ýmsan hátt til þess að spyrna við almenn- um verðhækkunum og verðbólgu í löndunum. Kröfur daglaunamannsins til aukins framfærslulífeyr- is vaxa vissulega sem bein afleiðing af húsaleiguhækk- Ununum. Þess vegna er það svo mikils virði fyrir allan afrakstur, að húsaverðinu og húsaleigunni sé haldið niðri. Nágrannarnir gera þetta með því að ríkið er látið leggja byggingariðnaðinum til fé til þess að halda verð- laginu niðri. Á seinustu árum hefur þessi viðleitni jafn- vel gengið svo langt, að auk þess sem ríkið er látið *-r.Vggja með vildarkjörum lán, er nema um 80% af hyggingarverði húsanna eða meir, er það látið leggja fram vaxta- og afborgunarlaust fé, er nemur um 10% af verðinu. Launþeginn þarf þannig aðeins að leggja fram litla fjárupphæð, sem samsvarar aðeins nokkurra mánaða húsaleigu, til þess að komast i eigin íbúð, sem þó að vísu verður aldrei formlega hans eigin íbúð, held- ur ríkisins. Það gefur auga Icio, að svona mikil rikisafskipti krefjast öflugra og vel mannaðra stofnana, til þess að annast nauðsynlega fyrirgreiðslu, og skortir ekkert á það, a. m. k. ekki hjá Dönum og Svíum. Þessa er sér- staklega getið hér vegna þeirrar tilhneigingar, sem virð- ist ofarlega í hugum margra, að hentugast sé að reka sem mest af byggingariðnaðinum í opinberum stofnun- um. Ástæða er til að vara við því að e. t. v. væru það ekki beztu menn iðnaðarins, sem ælust upp í slíkum stofnunum, og væri þá betra að afskiptunum væru tak- mörk sett. Þrátt fyrir mikil ríkisafskipti af iðnaðinum á Norður- löndum eru þó byggingaframkvæmdirnar sjálfar jafnan í höndum verktaka, sem oftast eru annaðhvort einka- fyrirtæki eða byggingasamvinnufélög. Mát = Modul. Ein af þeim nýjungum, sem mesta athygli vekja í byggingariðnaði á Norðurlöndum, er innleiðsla á mát- kerfum, eða mátskipan (modular-coordination, modul- ordning) í iðnaðinum. Mátkerfi þessi hafa þegar valdið margvíslegri hagrænni breytingu í byggingariðnaði ná- grannanna. Til sannindamerkis um þetta má nefna, að nú þegar hefur verið lagt fram frumvarp að samnorræn- um staðli fyrir slíka mátskipan, — og einnig er það nú í undirbúningi, að íslenzk stöðlun hefjist einmitt með viðurkenningu á slíku kerfi. Skal því greint hér nokkuð frá því, í hverju mátkerfi og þær hugmyndir, sem því eru tengdar, geta verið hagrænar fyrir byggingariðn- aðinn. Allmörg Evrópulönd hafa nú þegar staðlað hjá sér eininguna 1 dm = 100 mm, sem mát. Afleiðing af þessu er, að bæði framleiðendur hvers konar byggingarefna og hluta og byggingariðnaðurinn sjálfur í þessum lönd- um hverfum nú ört frá því að nota hinar margvislegu eldri einingar, svo sem mismunandi tommur, fet, álnir, metra, sentimetra og millimetra, í það að nota lengdir, sem eru margfeldi af máti. Dyrabreiddir i slíku mátkerfi verða þannig 7 M, 8 M eða 9 M (M = mát), og aðrar dyr en þær, sem framleiddar eru í þessum mátmálum hæfa ekki kerfinu. Húsameistari, sem teiknar byggingar í mátkerfi, gæt- ir þess, að hver einstakur hluti hennar passi við kerfið, — veggir, hæðlr, gluggar, skápop o. s. frv. Meistari, sem síðar reisir bygginguna, veit. að hann getur þá keypt bvggingarefni og hluta í húsið. sem nassa nékvæmle<ra eftir þessu mátkerfi, og að efniviðurinn skerst mjög lítið niður fyrir honum; þilplötustærðirnar passa hjá honum, og ekki þarf að saga af eldhúsborðinu til þess

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.