Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Síða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Síða 10
40 TÍMARIT VFl 1958 að koma ísskápnum fyrir o. s. frv. Auk þess hefur bygg- ingameistarinn nákvæmt yfirlit yfir allt það efnismagn og þá byggingarhluta, sem hann þarfnast til að byggja húsið. Af þvi, sem þegar hefur verið sagt, er auðsætt, að hinn hagræni ávinningur af mátskipun I byggingariðnað- inum er margþættur, en þó mun það mikilvægast, að þegar mátkerfin eru notuð, er auðvelt að flytja veru- legan hluta af byggingarvinnunni frá byggingarstaðn- um yfir í verkstæði eða jafnvel verksmiðjur. Sérstak- lega er þetta mikilvægt í sambandi við ,,montage“ bygg- ingar erlendis, þar sem allir byggingarhlutar eru fram- leiddir í verksmiðjum. Þessi byggingaraðferð hæfir þó ekki hérlendum aðstæðum að dómi undirritaðs, sökum fámennis byggðalaganna. Hins vegar telur hann mátskip- anina mjög æskilega. Aukin framleiðni í byggingariðnaðinum. Norðurlandabúar leggja nú síaukna áherzlu á aukna framleiðni í byggingariðnaðinum og hafa þegar náð miklum árangri á þessu sviði, einkum þó Danir. Helztu atriði í þessari aukningu felast í auknum undirbúningi að sjálfum byggingarframkvæmdunum (þ. e. pre-plan- ning), en auk þess sumpart í vali á nýjum byggingarað- ferðum. Árangurinn af þessari viðleitni er mjög eftir- tektarverður, þar sem tekizt hefur með henni að lækka raunverulegan byggingarkostnað húsa, án þess að skerða arð eða tekjur þeirra, sem starfa í byggingariðnaðinum, né heldur að slaka til á kröfum um gæði húsanna, nema síður sé. Væri því vel, að við Islendingar sæktum í þessu atriði nokkur forsnið, ef við á einhvern hátt umskipu- leggjum byggingariðnað okkar. Undirbúningur þessi er gjarnan tvíþættur, annars veg- ar almennur undirbúningur byggingariðnaðarins í heild, fólginn í rannsóknum og leiðbeiningum, er láta í té ým- iss konar upplýsingar um hvers konar kostnaðarhlutföll í byggingunum og um gæði þeirra, og hins vegar undir- búningur verktakanna sjálfra, er teikna, töflufæra og reikna út hvert einasta smáatriði, er snertir bygginguna og sníða byggingarframkvæmdunum nákvæmt tímaplan, þannig, að ekkert annað en „force majeure" geti truflað byggingarverkið, þegar það loks er hafið, — oft eftir helmingi lengri undirbúningstíma en það tekur að Ijúka sjálfri byggingunni. Undirbúningur þessi sparar verktakanum hvers konar árekstra í byggingarframkvæmdunum og veitir honum nákvæma yfirsýn yfir fjárþörf hans, vinnuafls, véla- og efnisþarfir á hverjum tíma, og þannig verða honum öll tilboð miklu auðveldari og eins sjálf stjórn verksins. Berandi innveggir. 1 öllum löndunum þrem var algengt að sjá þá ný- lundu, að innveggir og plötur voru steyptar i sérstökum mótum, og voru þá eingöngu innveggirnir berandi, en sjálfstætt utan við þá grind, sem þannig myndast, eru útveggirnir hengdir, en þeir eru háeinangrandi, léttir og mjög yfirborðsþéttir. Þetta er mjög aðlaðandi byggingarmáti, a. m. k. frá tæknilegu sjónarmiði séð, en hann krefst notkunar á all- öflugum krana, og því þarf venjulega að byggja mjög mörg og stór hús. til þess að byggingarmátinn verði arðbær. Það er mikill kostur við byggingar, sem þannig eru reistar, að burðarveggirnir verða ekki fyrir áhrifum frá hita- eða rakasveiflum náttúrunnar, að varmarýmd íbúðanna er að langmestu leyti í þessum veggjum og plötum, og hversu auðvelt er að einangra útveggina (kólnunartala jafnvel 0.3 og þrefaldir gluggar). Fjölbreytni í útliti þessara bygginga eru heldur engin takmörk sett. Þannig höfðu Norðmennirnir sums staðar komið sínum erfðavenjum við og notað timbur í útvegg- ina, sem að vísu voru þá aðeins úr léttri grind, ýmist klæddir með skarsúð eða asbestplötum. Annars staðar höfðu þeir notað ,,ytong“ (frauðsteypa með 25—50 kg/sm-' burðarþoli). 1 Málmey myndaði mislit steypu- mölin yfirborðið á háhúsi, en hún var hreinsuð með því að mótin voru smurð upp úr sérstakri dextrinblöndu, áður en steypt var í þau, og lá þá sementsskelin laus á. Stúdentagarður í Lundi bar mjög sterka liti og línur, sem voru myndaðar með því að leggja mislitar gler- húðaðar leirflísar í mótin, áður en steypt var. Hjá Helsingjaborg var yfirborð háhúsa allt úr bylgjuðu eða felldu alumini, sem hvergi þurfti nagla í. 1 Danmörku mátti víða sjá skemmtilegar útfærslur á einföldum mynstrum í steypuskelinni utan á Leca (lightweight expanded clay aggregate) léttsteypunni, og þannig mætti lengi telja. 1 útveggjum þessum er komið fyrir þensluraufum, þéttingum og rásum, sem leiða út allan þéttiraka og hugsanlegan leka o. s. frv. Húsin ættu þannig að vera mjög veðrunarþolin og viðhald þeirra hverfandi lítið. Innri frágangur á þessum íbúðum, og raunar öllum svipuðum íbúðum í löndunum þrem, var hvergi eins fág- aður og i samsvarandi íslenzkum íbúðum, og lofthæð var minni, aðeins 2.50 m, en í þeim eru engar kulda- brýr og einangrun þeirra, bæði gegn hljóðbærni og hita- leiðslu miklu meiri en i ísl. íbúðum í sambýlishúsum. Danir hafa nú staðlað 30 sm gólfþykktir í sambýlis- húsum, fyrst og fremst til þess að tryggja hljóðein- angrun. Venja hjá þeim er að nota a. m. k. 15 sm þykka steinsteypu, en ofan á hana eru lagðar korkþynnur, þá lektur og síðan trégólf. Aukin hljóðeinangrun í fjölbýl- ishúsum okkar er nauðsyn, sem ekki má sniðganga lengur. Léttsteypur. Siporex, ytong og gasbetong eru frauð- steypur, sem mjög mikið eru notaðar á Norðurlöndun- um. Þessi byggingarefni eru búin til ýmist úr kalk- eða sementseðju, sem inniheldur auk þess fínmélaðan kísil. 1 eðjuna er blandað alumindufti, sem myndar froðu í eðj- unni. Þegar froðan storknar, er hún skorin með sér- stökum vélum niður í æskileg form, og síðan gufuhert við mikinn þrýsting og hefur náð fullum styrkleika, þegar hún kemur úr þrýstiklefunum. Algengustu rúmþyngdir voru 0.4 — 0.6. Samsvarandi varmaleiðslutala þeirra þurrkaðra á rannsóknastofu er um 0.08—0.12, en í múrvegg eru þær metnar á 0.15—0.20. Efni þessi eru mjög skemmtileg byggingarefni, og framleiddir eru úr þeim alls konar byggingarhlutir, bæði járnbentir og ójárnbentir. Sá galli er á framleiðslu þess- ara efna, að verksmiðjurnar þurfa að vera mjög stórar, svo að stofnkostnaður þeirra verður mjög hár — meir en 100 millj. kr. Þess vegna m. a. henta þessar létt- steypur ekki íslenzkum staðháttum. önnur tegund af léttsteypum, sem rnikið eru notaðar x Danmörku og Noregi, er hin svonefnda Leca-léttsteypa. Þetta steypuefni er eins konar gjallbaunir, sem búnar eru til íneð því að glæða leir á sérstakan hátt. Gjallbaunir þessar hafa þétt og slétt yfirborð og drekka mjög lítið

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.