Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 11
TlMARIT VFI 1958 41 vatn í sig. Þær eru vættar í sementsefju og notaðar i einstærða (þ. e. sandlausar) steypur. Þessar steypur eru búnar ýmsum eftirsóknarverðum eiginleikum, og ekki er ólíklegt, að hægt sé að fram- leiða svipaðar steypur úr vikri eða gjalli, en lauslegar prófanir á þessu við Atvinnudeild Háskólans benda til þess, að þær steypur muni verða miklu sementsfrekari en Leca steypurnar. íslenzk viðhorf. Þörf væri að vísu á að rekja hér ýms atriði úr þessu ferðalagi miklu nánar, en tóm gefst til í þessari rit- gerð, en vonandi gefast til þess önnur tækifæri. Hér á eftir munu hins vegar rakin nokkur viðhorf á ísl. bygg- ingariðnaðinum og hliðsjón þá höfð af þeirri kynningu, sem aflaðist í ferðinni. Stærð iðnaðarins. Byggingariðnaðurinn er nú orðinn einhver stærsta iðn- aðargrein í landinu. Fjármunafesting í honum mun hin síðustu árin hafa numið 5—700 millj. kr. á ári, og er í því langstærst allra iðnaðargreina, að fráskildum fisk- iðnaðinum. Enda þótt byggingaframkvæmdir séu öflugar í land- inu mun þó margra hugur dvelja við þá spurningu, hvort arðurinn af þessum mikla iðnaði sé í samræmi við fjármunafestinguna í honum. Litið er gert til þess að finna rétt mat á þetta. Al- menningur í landinu skapar sér hins vegar margvís- leg álit á þessu, og skortir þar að venju hvorki hrak- spár né gylliboð, en vorkunn er þó almenningi í öfgun- um, því að verðbólgan i landinu veldur því, að honum er um megn að hugsa skynsamlega í byggingamálum. Annars er stærð iðnaðarins breytilegur frá ári til árs, er ýmist í ökla eða eyra eftir árferði og er háður hin- um furðulegustu duttlungum. Þessi iðnaður er þó landi og lýð svo dýrmætur, að ósæmandi er að láta hann að mestu reka á reiðanum, eins og hingað til hefur tíðkast. Skipulagning iðnaðarins er ennþá engin, eða hefur verið það fram til þess tíma, er húsnæðismálastjórn og síðan húsnæðismálastofnun voru sett á laggirnar. Iðn- aðarmennirnir eru að visu bundnir í fagfélögum, en til- gangur fagfélaganna hvers um sig er eingöngu að knýja ¦ fram kauphækkanir fyrir meðlimi sína, og því miður oft án nokkurs tillits til gæða þeirra starfa, sem þeir leysa af hendi i iðnaðinum. Opinber afskipti hafa allt fram á síðustu ár, að dómi undirritaðs, verið mjög tilviljanakennd. Húsnæðisskort- urinn er hörð kvöð á ríkisvaldið og bæjarfélögin um það að láta byggingarmál til sín taka, — að ljá efnalitlu fólki einhver úrræði, svo að það megi njóta viðunandi húsaskjóls. Þessi kvöð hefur þráfaldlega orðið til þess, að ríki og bær hafa gert mismunandi samþykktir um aukningu byggingariðnaðarins, venjulega með því að einhver leyfisveitinga- eða lánamiðlananefnd er sett á laggirnar, — en afleiðing af þessu er oft, að fjörkippur kemur i byggingamálin um stundarsakir, og veldur þetta sveiflum í iðnaðinum. Sveiflurnar í byggingariðnaðinum eru víti til að var- ast. Áhrif þairra eru gjarnan þannig, að þegar iðnaður- inn er sem mestur, er mikill skortur á fagmönnum, sem vegna hinnar miklu eftirspurnar fara þá að selja störf sin dýrara en eðlilegt má teljast, en í öldudældunum verður jafnvel alvarlegur atvinnuskortur hjá sumum þessara faggreina, en afleiðing af því verður takmörkun á lærlingum og nýliðum í stéttirnar, en það magnar aft- ur verðbólguna á næsta öldutoppi. Opinberar ráðstafanir geta þannig orðið til að magna verðbólgudrauginn, þann draug, sem mest er um vert að kveða niður. Því er nauðsynlegt að ráðstafanirnar séu ekki gerðar, nema þær séu i samræmi við vel grundað framtíðarskipulag fyrir þennan stóra iðnað. Hverjir byggja? Það mun vera einkenni á islenzk- um byggingariðnaði, hversu litið er um stærri verktaka, er fást við íbúðabyggingar. Tvær ástæður munu aðal- lega liggja til þessa. önnur þeirra er, að hinar stig- hækkandi skattaálögur hafa verið þær hömlur á allt framtak í iðnaðinum, sem hafa nægt til að hefta við- leitni manna til stærri átaka. Hin ástæðan er, að þegar tekið var að skammta byggingarleyfi, var leyfunum ein- göngu úthlutað til væntanlegra eigenda, með þeim ár- angri, að eigendurnir urðu hinir raunverulegu byggj- endur, og fylgja því fleiri gallar en kostir. Verktakarnir eru því í langflestum tilfellum einstakir byggingameistarar, sem framkvæma húsbyggingarnar eftir frumteikningum, sem húsameistari hefur teiknað fyrir leyfishafa, sem er líka væntanlegur eigandi. Oft bera líka húsin menjar af duttlungum allra þriggja. Ástand þetta er ekki heppilegt til að stuðla að fram- förum og þróun í iðnaðinum, því að hinir einstöku byggingameistarar hafa litla sem enga möguleika á að leggja tíma eða fé í þá öflun þekkingar, sem er þróun- inni nauðsynleg. Auk þess er skorturinn á stærri verk- tökum iðnaðinum fjötur um fót, þvi að það er staðreynd, að einmitt viðleitni þessara aðila til að auka framleiðni sína hefur átt drjúgan þátt í þeim framförum, sem byggingariðnaðurinn erlendis hefur tekið á siðustu árum. Snar þáttur í framleiðniaukningu í byggingariðnaðin- um hefur verið fólginn í því að flytja nokkuð af bygg- ingavinnunni af byggingarstað i sérhæfð verkstæði eða verksmiðjur. Nokkuð hefur verið gert í þessu, einnig í islenzkum byggingariðnaði, en sömu skattalög gilda fyrir verkstæðiseigendur og aðra verktaka 1 iðnaðinum, og því eru flest verkstæðin litil og illa búin tækjum. Auk þess hafa verksmiðjustjórar i þessum iðnaði ekki áttað sig á að hægt er að leggja verulegt fé í rann- sóknavinnu í því augnamiði að auka framleiðni eða sér- hæfni verksmiðjanna. Sú þekking, sem verksmiðjurnar geta aflað sér á þennan hátt, er bæði verksmiðjunum og iðnaðinum í heild nauðsyn, og öflun þekkingarinnar er frádráttarhæf til skatts fyrir verksmiðjurnar, — er bein vinnulaun. Stofnanir byggingariðnaðarins. Allt fram á seinustu ár hafa engar stofnanir verið til hér á landi, sem hafa haft þann tilgang að frama eða umskapa íslenzkan byggingariðnað. Við atvinnudeild Háskólans hefur nú um nokkurt skeið verið rekin efnarannsóknastofa, sem hefur annazt margvíslegar rannsóknir og gæðapróf á alls konar bygg- ingarefnum, en um eiginlegar iðnaðarrannsóknir hefur þar enn ekki verið að ræða. Samt hefur þetta verið eina rannsóknastofnunin, sem til er í landinu á þessu sviði, og byggingariðnaðurinn hefur enn ekki tekið í sína þjón- ustu þetta öflugasta tæki aldarinnar, rannsóknirnar.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.