Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Qupperneq 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Qupperneq 13
TlMARIT VPI 1958 43 Skipting félagsmanna eftir sérgreinum er nú þessi: Arkitektar 11 Byggingaverkfræðingar 85 Efnaverkfræðingar og efnafræðingar 45 Rafmagnsverkfræðingar 48 Véla- og skipaverkfræðingar 46 Ýmsir verkfræðingar o. fl. 17 Sérdeildir félagsins eru 5, og hefur þeim ekki fjölgað á árinu. Fundarhöld sérdeildanna voru sem hér segir: Byggingaverkfræðideild 8 fundir Rafmagnsverkfræðingadeild 9 — Vélaverkfræðingadeild 2 — Stéttarfélag verkfræðinga 4 — Lífeyrissjóður verkfræðinga 1 — Samtals 24 fundir Stéttarfélag verkfræðinga sagði upp kaup- og kjara- samningum við atvinnurekendur snemma á árinu, og tókust nýjir kjarasamningar á s. i. vori. Lífeyrissjóður verkfræðinga starfaði með sama hætti og áður. Fasteignalán úr sjóðnum voru veitt 14 einstakl- ingum samtals að upphæð kr. 1.886.900,00 á árinu. Heild- ar skuldabréfaeign sjóðsins I árslok 1957 nam kr. 3.840. 330,06. Af þessum tölum sést glöggt, hverja þýðingu sjóðurinn hefur þegar haft fyrir félagsmenn. Starfsemi sérdeildanna hefur verið mikil, og verður þess vart, að þær veita aðalfélaginu nokkra samkeppni að því er varðar tæknileg fundaefni og tíma félags- manna til fundarsóknar. Hér er á ferðinni ákveðið vandamál varðandi starfshætti félags okkar, sem gefa verður fyllsta gaum, og vík ég nokkuð að því síðar í þessari skýrslu. Skrifstofa félagsins hefur haft sama starfsliði á að skipa og áður og innt af hendi mikilsvert starf fyrir fé- lagið og deildir þess. Sú nýbreytni var tekin upp á þessu ári, að skrifstofa VFl hefur tekið að sér að annast nokk- uð af skrifstofustörfum fyrir Læknafélögin hér í bæ samkvæmt samkomulagi milli stjórna félaganna. Þetta er til nokkurs fjárhagslegs ávinnings fyrir báða aðila, a. m. k. eins og stendur, og er gert til reynslu fyrst í stað. Stjóm VFÍ hefur talið að heldur bæri að hlynna að sam- starfi milli félaga háskólagenginna manna, og gæti þetta vel orðið vísir að meiru í þá átt. Um annað varðandi störf skrifstofunnar vísast til skýrslu framkvæmdastjóra félagsins hér á eftir. 1 byrjun síðasta starfsárs voru félagsgjöldin hækkuð nokkuð, og er vonast til að þau nægi til þess að standa undir starfsemi félagsins þetta ár, enda þó verðbólgan komi hart niður á rekstri félagsins. 1 ársbyrjun var sam- kvæmt. heimild síðasta aðalfundar gerður samningur milli VFl og Vátryggingafélagsins h.f. um það, að VFl tæki að sér tryggingaumboð fyrir félagið. Af þessu hefur VFI haft nokkrar tekjur, en tekjur, sem vel geta farið vaxandi, ef félagsmenn almennt sýna málinu stuðning með því að beina tryggingarviðskiptum sinum til um- boðs VFl. Vonast stjómin til þess að með tímanum geti þessi tekjustofn orðið félaginu verulegur stuðningur. Ég mun siðar víkja aftur að þessu máli. Á árinu hafa verið haldnir 7 félagsfundir að meðtöld- um skemmtifundum auk aðalfundar. Á fundum hafa verið haldnir eftirfarandi fyrirlestrar: Tómas Tryggvason: Um perlustein. Steingrímur Jónsson: Um virkjun Efra-Sogs. Pétur Sigurjónsson: Um trefjaiðnað (textíl) I. Hráefni trefjaiðnaðar II. Kembing og spuni. Fundarsókn hefur verið mjög misjöfn og í sumum til- fellum svo léleg, að til vansæmdar er fyrir svo fjölmennt félag. Hin hlutfallslega minnkandi fundarsókn félags- manna er alvarlegt vandamál, svo alvarlegt að félags- mönnum ber að hugleiða í alvöru, hvort rétt sé að halda þessum þætti félagsstarfsins áfram í sinni núverandi mynd. Tel ég æskilegt að þetta mál verði sérstaklega rætt á þessum fundi, þannig að félagsstjórnin viti skoð- un félagsmanna á málinu. Ég fyrir mitt leyti teldi það alvarlegt áfall fyrir starf- semi okkar, ef hinir almennu fundir féllu niður og fé- lagið hlutaðist sundur í þröngar sérdeildir. Sérdeildirnar hafa að vísu undirtökin um fundarefni innan fagsviðs þeirra hverrar og einnar, en þær verða að hafa hugfast, að mörg þessara mála geta verið á- hugaefni annarra félagsmanna og eiga því erindi inn á fundi aðalfélagsins. Jafnan verðá allmargir félagsmenn, sem óhjákvæmilega standa utan sérdeildanna, og hafa ekki annan vettvang til þess að ræða sín áhugamál en aðalfélagið. Fundir aðalfélagsins eru mikilsverðir til kynningar félagsmanna innbyrðis, og þeir eiga að geta gefið félagsmönnum viðari sjóndeildarhring en sérdeild- irnar hafa tök á. Loks má benda á ýmis mál, er varða stéttina í heild og stöðu hennar í þjóðfélaginu, sem full- komin þörf er að ræða, og einnig kemur til greina að fá við og við gesti utan félagsins á fundi til þess að halda fyrirlestra um mál, sem almenna þýðingu hafa, en kunna að snerta verkfræðinga öðrum fremur. Það er með öðrum orðum vandalítið að benda á fund- arefni fyrir almenna fundi, en er hægt að ætlast til þess, að menn leggi á sig þá fyrirhöfn, sem þarf til þess að undirbúa framsöguerindi, ef félagsmenn fást ekki til þess að mæta og hlýða á þau ? Það er allavega fullkomin nauðsyn að stjómir VFl og sérdeildanna geri, t. d. í byrjun hvers starfsárs, sam- ræmdar áætlanir um fundahöld og fundaefni, því með því móti ætti að mega komast hjá vandkvæðum, sem nú eru farin að gera vart við sig. Fastanefndir félagsins og störf þeirra: 1. Gjaldskrárnefnd VFÍ var þannig skipuð: Frá byggingaverkfræðingum: Sigurður Thoroddsen, Valgeir Bjömsson, til vara ögmundur Jónsson. Frá efnaverkfræðingum: Ásgeir Þorsteinsson, Trausti Ólafsson, til vara Björn Jóhannesson. Frá rafmagnsverkfræðingum: Jakob Gíslason, Jakob Guðjohnsen, til vara Jón Á. Bjarnason. Frá vélaverkfræðingum: Gunnar Böðvarsson, Jóhannes Zoega, til vara Guðmundur Björnsson. Formaður VFl er sjálfkjörinn i nefndina.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.