Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 14
44 TlMARIT VFl 1958 Fyrir gjaldskrárnefnd hefur verið lagt eitt mál, og verður gefin um það skýrsla síðar á fundinum. 2. Húsráð VFl: Finnbogi R. Þorvaldsson, formaður, Geir G. Zoega, Helgi H. Eiríksson, Jakob Gíslason, Jón E. Veestdal. Húsráð hefur starfað allmikið á árinu og mun formað- ur þess gera hér grein fyrir störfum ráðsins. 3. Gerðardómur VFl. Dómstjóri próf. Ólafur Lárus- son. Ekkert mál hefur verið lagt í gerðardóminn á árinu. 4. Ritnefnd Tímarits VFl: Baldur Líndal, Guðmundur Bjömsson, Helgi Árnason, Magnús Reynir Jónsson. Ritstjóri Tímaritsins er Hinrik Guðmundsson. Eins og fyrr hefur útgáfa tímaritsins fyrst og fremst hvílt á ritstjóranum. Miklir erfiðleikar eru enn á öflun efnis til tímaritsins eins og oft áður, og þarf þar að verða veruleg breyting til batnaðar. 1 þvi efni vil ég beina því til stjórna sérdeildanna að leggja áherzlu á, að útvega tímaritinu til birtingar fyrirlestra og annað efni, sem fram kemur innan vébanda þeirra, og almennt að hvetja meðlimina til þess að leggja tímaritinu til efni, er varðar sérfögin. Tímarit VFl hefur öðrum þræði átt tilveru sína að þakka skilningi forstjóra hinna ýmsu opinberu stofnana, sem fara með tæknileg mál, á þörfum þess og hlutverki. Ekki sízt með því að birta skýrslur og annað efni frá þessum stofnunum, hefur timaritið orðið merkt heim- ildarrit um hina tæknilegu þróun í landinu. Á hinn bóg- inn er það vafalítið hagkvæmt fyrir stofnanir þessar að eiga aðgang að tímaritinu til birtingar á slíku efni. Ég leyfi mér að treysta því, að þessar stofnanir sýni tíma- ritinu fyllsta velvilja framvegis eins og verið hefur, og ætti þá ekki að verða of miklum vandkvæðum bundið að tryggja útkomu tímaritsins á réttum tíma. Um þetta verða allir félagsmenn að taka höndum saman. Félagssjóður hefur jafnan orðið að leggja tímaritinu til verulegan fjárstyrk, þvi eigin tekjur þess hafa hvergi nærri nægt til þess að greiða útgáfukostnaðinn. Stjórnin ber nú fram tillögur um stofnun styrktarsjóðs VFÍ, og er honum m. a. ætlað það hlutverk að styrkja útgáfu tímaritsins. 5. Orðanefnd VFl er ný fastanefnd i félaginu. 1 henni eiga sæti: Halldór Halldórsson, prófessor, ráðinn af stjórn VFl Gunnlaugur Briem, fulltrúi orðanefndar RVFl Sigurður B. Magnússon, fulltrúi orðanefndar VVFl Steingrímur Arason, fulltrúi orðanefndar BVFl Trausti Ólafsson, fulltrúi orðanefndar efnaverkfr. Orðanefndin er nýlega fullskipuð og var til hennar stofnað með samþykkt á stjórnarfundi í VFl 18. okt. 1957, sem fól í sér eftirfarandi: Innan hverrar sérdeild- ar skal skipa orðanefnd fyrir hlutaðeigandi fagsvið. Á þeim fagsviðum, sem liggja utan sérdeildanna, skipar stjóm VFl orðanefndir eftir því sem þurfa þykir. Orða- nefnd VFl er skipuð einum fulltrúa frá hverri þessara orðanefnda og einum málvísindamanni, sem stjórn VFl ræður. Orðanefnd efnaverkfræðinga var tilnefnd af stjórn VFl, þareð enn heíur ekki verið stofnuð sérdeild efna- verkfræðinga innan VFl. 6. Nefnd til þess að setja reglur um skiptingu liita- kostnaðar í f jölbýlishúsum og kyndingu þeirra. 1 nefnd þessari eiga sæti: Sigurður Thoroddsen, formaður, Einar Árnason, Jóhannes Zoega, Jón Sigurðsson, Ólafur Jensson. Ólafi og Einari var bætt i nefndina á þessu ári. Nefndin hefur setið á rökstólum og er von á nefndar- áliti frá henni innan skamms tíma. 7. Nefnd til rannsóknar á einangrunargildi vikurhol- steins. Nefndina skipa: Einar Sveinsson, formaður, Finnbogi R. Þorvaldsson, Trausti Ólafsson. Nefnd þessi mun nú hafa lokið störfum að mestu, en tími vannst ekki til þess að ganga frá áliti hennar fyrir þennan fund, enda mun það umfangsmikið. Verður skýrsla nefndarinnar og niðurstöður lagðar fyrir ein- hvern næstu funda i félaginu. Aðrar nefndir skipaðar af stjóm félagsins: 1. Nefnd til þess að athuga hvort nám í rafmagns- deild Vélskóla Islands sé sambærilegt við nám í tækni- legum framhaldsskólum á Norðurlöndum, sem úskrifað hafa viðurkennda rafmagnsfræðinga: Steingrímur Jónsson, formaður, Gunnlaugur Briem, Jakob Gíslason, Jakob Guðjohnsen, Jón Á. Bjamason. Nefndin hefur lokið störfum, og álit hennar verið sent Iðnaðarmálaráðuneytinu. Var það á þá leið, að námið væri ekki sambærilegt og því kæmi ekki til greina, að nemendur útskrifaðir úr rafmagnsdeild Vélskólans gætu notað rafmagnsfræðingsheitið. 2. Nefnd til þess að endurskoða frumvarp til laga um eftirlit með byggingarefnum, Jón E. Vestdal, formaður, Aðalsteinn Júlíusson, Rögnvaldur Þorkelsson, Stefán Ólafsson, ögmundur Jónsson. Nefndin hefur lokið störfum og tillögur hennar verið sendar Rannsóknaráði ríkisins. 3. Nefnd til þess að athuga, hvort þörf væri á að setja öryggisreglur fyrir kafara: Benedikt Gröndal, Emil Jónsson. Nefndin hefur ekki skilað áliti ennþá. 4. Nefnd til þess að athuga, hvort eðlilegra væri að staða byggingarfulltrúans í Reykjavík sé skipuð arki- tekt eða verkfræðingi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.