Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Síða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Síða 15
TlMARIT VFl 1958 45 Helgi H. Árnason, formaður, Einar B. Pálsson, Benedikt B. Sigurðsson. Vegna forfalla Benedikts tók Sigurður Thor- oddsen sæti í nefndinni. Nefndin hefur lokið störfum og taldi eðlilegast, að arkitekt væri byggingafulltrúi í Reykjavík, en hefði verkfræðinga sér til aðstoðar. 5. Nefnd til þess að endurskoða frumvarp til laga um verkst jóranámskeið: Einar B. Pálsson, Hallgrímur Björnsson, Jóhannes Zoega. Nefndin hefur skilað áliti og var það sent Jðnaðar- málaráðuneytinu sem umsögn VFl um málið. 6. Nefnd til þess að safna gögnum um og gera til- lögur um rétt verkfræðinga til starfa, með sérstöku til- liti til lögvemdaðra iðngreina: Gústaf E. Pálsson, formaður, Jóhannes Zoega, Stefán Bjarnason. Nefndin er að störfum og væntir stjómin þess að fá frá henni vel undirbúinn grundvöll fyrir frekari aðgerðir i þessu mikla hagsmunamáli stéttarinnar. 4 7. Endurskoðunarnefnd Gjaldskrár: ögmundur Jónsson, formaður, Baldur Líndal, Bragi Þorsteinsson, Einar Þorkelsson, Jón Á. Bjarnason. Þetta er sama nefndin og lauk störfum á aðalfundi 1955, en var nú aftur kvödd til starfa til þess að gera skyndiathugun á því, hvort nauðsyn væri á að breyta gjaldskránni vegna verðlagsbreytinga, sem orðið hafa síðan 1955. Nefndin taldi svo ekki vera, en gjaldskránni væri áfátt i öðrum atriðum. Stjórnin fól henni því að starfa áfram. Mjög kemur til álita að gera endurskoðunamefnd gjald- skrár að fastanefnd í félaginu. Fulltrúar VFl í öðrum samtökum: 1) Fulltr. VFt í Nordisk Bygnadsdag: Skúli Guðmundss. 2) — — - Alþj.orkum.ráðst. Guðm. Marteinsson, til vara Jón Á. Bjarnason. 3) — — - Iðnbókasafni, Eðvarð Árnason. 4) — — - Nord. Betonforb., form. BVFl, Sig. Th. 5) — — - Kjarnfræðanefnd, Guðm. Pálmason. 6) — — - Náttúruverndarráði, Sig. Thoroddsen, til vara Ólafur Jensson. 7) — — - Samvinnunefnd norrænu verkfr.fél., formaður og ritari VFl. 8) — — - Bygg.tækniráði IMSl, Helgi H. Árnas. Nordisk Betonforbund og Dansk Betonforening hafa boðið til móts um steinsteypu í Kaupmannahöfn dagana 12.—14. maí n. k. Tveir islenzkir verkfræðingar, þeir Stefán Ólafsson og Helgi Árnason, hafa sent mótinu fyrirlestra, en óvíst er að öðru leyti um þátttöku ísl. verkfræðinga í þvi. Dagskrá og önnur gögn varðandi mót þetta liggja frami á skrifstofu VFl. VFI gat ekki tekið þátt í síðasta fundi samvinnu- nefndar norrænu verkfræðingafélaganna, sem haldinn var í Svíþjóð að þessu sinni. Byggingatækniráð IMSl er ný stofnun, er á m. a. að hafa forgöngu um stöðlun í byggingariðnaði og ýmsum málum, er byggingariðnaðinn varðar. VFl var boðið að tilnefna fulltrúa í ráðið. önnur mál, sem stjórn VFl hefur fjallað um. 1. Eins og fyrr var minnst á tók VFl að sér trygg- ingaumboð fyrir Vátryggingafélagið h.f. Tekjur VFl af þessu hafa orðið kr. 4.260,71 til síðustu áramóta. Hagn- aðarvon félagsins af þessu framvegis er eingöngu háð stuðningi félagsmanna við umboðið. Stjórnin ber fram þá tillögu á þessum aðalfundi, að stofnaður verði Styrktarsjóður VFl, er fái tekjur fé- lagsins af tryggingaumboðinu til ráðstöfunar. Skv. frumvarpi því að skipulagsskrá, sem stjórnin leggur nú fram fyrir sjóð þennan, er honum fyrst og fremst ætlað að styrkja tímarit VFl svo og framhaldsnám verkfræð- inga í sérstökum tilfellum. 2. Stjómin hefur látið gera félagsmerki fyrir VFl samkv. uppdræt'ti Ásgeirs Júlíussonar, teiknara. Voru fyrstu 3 félagsmerkin smíðuð úr gulli og afhent 3 stofn- endum félagsins á 45 ára afmælishátíð þess, þeim Geir G. Zoega, Paul Smith og M. E. Jessen. Félagsmenn eiga þess nú kost að kaupa silfurnælu með merki félagsins á skrifstofu VFl. 3. Fyrir síðasta Alþingi var lagt frumvarp um stofn- un Vísindasjóðs. Stjóm VFl yfirfór frumvarpið og sendi Alþingi eftirfarandi tillögur um breytingar á því: a) VFl tilnefni fulltrúa í stjórn raunvísindadeildar sjóðsins, a. m. k. þar til fullkomin kennsludeild í verkfræði er komin upp við Háskóla Islands. b) 75% fjárveitinga úr Visindasjóði renni til raunvís- indadeildar en 25% til hugvísindadeildar. c) Meirihluti sjóðsstjórnar verði skipaður fulltrúum tilnefndum af fyrirsvarsmönnum hinna ýmsu vís- indagreina og stofnana. Frumvarpið um Vísindasjóð fékk mjög hraða og að því er virtist fljótfærnislega afgreiðslu i þinglok, og er- indi VFl fékk ekki hljómgrunn hjá þingheimi. 4. VFl fékk synjun við umsókn um fjárfestingarleyfi fyrir félagsheimili, en' umsóknin hefur nú verið endur- nýjuð. 5. Að beiðni menntamálaráðuneytisins sendi stjórn VFl umsögn um tillögur, er liggja fyrir Norðurlandaráði, um samvinnu Norðurlandaþjóða um tæknimenntun. Var bent á að hér væri um sérstakt hagsmunamál Islendinga að ræða. 6. Stjórn VFl kærði álagningu veltuútsvars á laun verkfræðinga fyrir yfirskattanefnd, enda var hér um hreina lögleysu að ræða. 7. Synjað var meðmæla með umsókn bandarísks borg- ara um atvinnuleyfi hér á landi, þar eð hann fékkst ekki til þess að leggja fyrir stjórn VFl prófgögn eða önnur skilríki varðandi menntun sína. 8. 1 lögum um húsnæðismálastofnun o. fl. er gert ráð fyrir því, að húsnæðismálastofnunin beiti sér fyrir út- vegun hagkvæmra íbúðateikninga. Á s. 1. hausti barst stjórn VFl til eyma, að húsnæðismálastjórnin væri með ráðagerðir um að hefja fjöldaútgáfu teikninga af íbúð- arhúsum. Þeirri hugmynd hefur skotið upp áður I póli- tískum umræðum, að hið opinbera ætti að hafa forgöngu

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.