Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Side 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Side 16
46 TÍMARIT VPl 1958 um fjöldaútgáfu teikninga og gefa almenningi kost á að kaupa þær á lægra verði en gjaldskrár verkfræðinga og arkitekta ákveða. Af þessu tilefni boðaði stjórn VFl formenn sérdeilda þess og fulltrúa frá stjórnum Arkitektafélags Islands og Iðnfræðingafélags Islands á fund með sér til þess að ræða þessi mál. Niðurstaða fundarins varð sú, að VFl, Aí og Iðnfræðingafélagið skipuðu sameiginlega nefnd til þess að semja greinargerð um fjöldaútgáfu teikninga og skyld vandamál almenningi til upplýsingar um þessi mál. Nefnd þessi er skipuð einum fulltrúa frá hverju fé- lagi og er Sigurður Thoroddsen fulltrúi VFl í henni. Nefndin er enn að störfum. 9. Á s. 1. sumri lagði bókasafnsnefnd Iðnbókasafns- ins til við stjórn VFl, að safnið yrði sett í vörzlu bóka- safns Iðnskólans í Reykjavík. Áður höfðu farið fram viðræður milli bókasafnsnefndar Iðnbókasafnsins og fyr- irsvarsmanna Tæknibókasafns IMSl um það, að tækni- bókasafnið tæki að sér varðveizlu Iðnbókasafnsins, en samkomulag ekki orðið um málið. Stjórn VFl vildi ekki fallast á það, að Iðnbókasafnið yrði lagt undir bókasafn Iðnskólans, a. m. k. ekki hlutur VFl í safninu. Stjóm VFl er þeirrar skoðunar, að hinn takmarkaði tæknilegi bókakostur, sem til er í landinu, skuli geymdur þannig, að hann sé sem flestum aðgengi- legur. Tæknibókasafn IMSl er einasta tæknibókasafnið í landinu, sem opið er almenningi. Að þessu athuguðu beindi stjórn VFl því til bókasafns- nefndar Iðnbókasafnsins að reyna enn að ná samkomu- lagi við IMSl á eftirfarandi grundvelli: 1. Að eignarréttur Iðnbókasafnsins á bókum þess sé óskerðanlegur. 2. Að bækur Iðnbókasafnsins verði ekki teknar úr vörzlu IMSl meðan bókasafn hennar starfar. 3. Að stjóm tæknibókasafns IMSl ráðstafi tekjum Iðnbókasafnsins en eigendur þess beiti áhrifum sínum til þess að afla safninu tekna af opinberu fé. Stjórn VFl er ókunnugt um hvað bókasafnsnefndin hefur aðhafst í málinu síðan. Á því er fullkomin nauð- syn að safnið fái varanlegan samastað, þar sem það yrði aðgengilegt til afnota. Núverandi bókaeign safnsins er e. t. v. ekki mikils virði frá hagnýtu sjónarmiði, hitt er þýðingarmeira, að safnið hefur notið nokkurs styrks af opinberu fé, sem möguleikar munu vera á að fá áfram og nota til kaupa gagnlegra bóka framvegis. 10. Stjómin hefur haft náið samstarf við húsráð VFl í viðleitni þess til þess að afla félaginu varanlegs húsnæðis fyrir félagsheimili. Mun formaður húsráðs gera nánari grein fyrir þessu máli hér á fundinum. Því miður hafa þessar tilraunir ekki borið árangur enn, og er því húsnæðismálið enn sem fyrr eitt þýðingarmesta málið, sem úrlausnar bíður í félagsmálum okkar. 11. Enda þótt skilningur bæði almennings og ráða- manna þjóðfélagsins á þýðingu verkfræðilegra starfa við undirbúning og gerð mannvirkja fari vaxandi ár frá ári, þá skortir hér enn mikið á, ekki sízt i atvinnuvegum landsins. Þetta er þjóðfélaginu til mikils tjóns. Eftir því sem tæknin verður f jölbreyttari við hverskonar starfsemi í landinu vex þörfin fyrir notkun vísindalegra vinnuað- ferða, og í því efni eiga verkfræðingar mikilsverðu hlut- verki að gegna. Það er skylda verkfræðinganna sem stéttar að láta hér meira að sér kveða en verið hefur, og taki þeir ekki frumkvæðið í þessum efnum, þá er þess síður að vænta úr öðrum áttum. Stjóm VFl mun leggja fram tillögu á þessum aðal- fundi um það að athugaðir verði möguleikar á, að félagið efni við og við, t. d. á tveggja ára fresti, til almenns fundar eða ráðstefnu félagsmanna, til þess að ræða og e. t. v. gera ályktanir um meðferð ýmissa tæknilegra vandamála, sem á hverjum tíma eru ofarlega á baugi í landinu. Fyrir stjóminni vakir það, að á ráðstefnum þessum verði tekin fyrir fá en þýðingarmikil mál, þau vandlega undirbúin fyrirfram, og rædd fyrir opnum tjöld- um, og gerðar ályktanir um þau eftir því sem ástæða þykir til. Framsöguerindi, útdráttur úr umræðum, álykt- anir o. s. frv. verði síðan birt almenningi. Ég hygg að með þessu móti megi vekja meiri skiln- ing á störfum verkfræðinga og þörfinni fyrir þau og al- mennt aukna virðingu fyrir vísindalegri verklegri þekk- ingu en kleift er með núverandi starfsháttum VFl ein- um saman. Að lokum vil ég þakka félagsmönnum, meðstjórnend- um mínum og framkvæmdastjóra félagsins fyrir gott og ánægjulegt samstarf á undanförnum tveimur árum. Sv. S. Einarsson. Nýir félagsmenn Sverrir Magnússon, f. 24. júní 1909 á Hofsósi, Skag. For. Magnús Einar, héraðslæknir þar, f. 27. júní 1874, d. 23. des. 1923, Jóhannsson, verkam., Ara- bæ, Rvík, Runólfssonar, og k. h. Rannveig, f. 29. júní 1881, Tómasdóttir, prests að Völlum, Svarf- aðardal, Hallgrímssonar. Stúdent Rvik 1930, f.hl,- próf í lyfjafræði skv. reglugerð 15. jan. 1930 Rvík 1933, cand. pharm. próf frá Den farmaceut- iske Læreanstalt í Khöfn 1935. Framhaldsnám við Pur- due University, Lafayette, Ind. 1944—'47 og lauk þar Ph. D. prófi í efnafræði (aðalfag pharmaceutical chem- istry) 1947. Lyfjafr. í Reykjavíkur apóteki 1936—’44, lyfsali I Hafnarfirði frá 1947. Ritstörf: The synthesis of certain unsymmetrical di- aryldithio compounds (doktorsritgerð), Journal of tlte American Pharmaceutical Association, Scientific Edition, Vol. XXXVI, 257 (1947) (útdráttur) og Chemical Abstracts, Vol. XLII, 878 (1948) (útdráttur). K. h. I) 25. ág. 1940 Jórunn Steinunn, f. 25. ág. 1921 í Rvík, Jónsdóttir, héraðslæknis á Kópaskeri, Árnasonar, og k. h. Valgerðar Guðrúnar Sveinsdóttur, bónda í Felli, Sléttuhlíð, Árnasonar. B. þ. Gunnar Ægir, f. 14. júní 1943 á Kópaskeri. Þau skildu. K. h. II) 19. júli 1948 Ingibjörg, f. 17. des. 1914 í Ár- gerði við Dalvík, Sigurjónsdóttir, héraðslæknis þar, Jóns- sonar, og k. h. Sigriðar Ólafsdóttur, söðlasmiðs í Rvík, síðar i Ameríku, Ólafssonar. Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 24. marz 1958. H. G.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.